Hólmfríður, Ragna og nú Baldur til Mannlífs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2020 14:35 Hólmfríður, Baldur og Ragna standa vaktina hjá Mannlífi. Aðsend Baldur Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa á ritstjórn Mannlífs og mun meðal annars skrifa fréttaskýringar og almennar fréttir í blaðið og á mannlif.is. Baldur er reynslumikill fjölmiðlamaður og hefur starfað hjá Fréttablaðinu, mbl.is og DV nær óslitið frá árinu 2007. Þá var Hólmfríður Gísladóttir nýlega ráðinn fréttastjóri Mannlífs og vefstjóri mannlif.is og Ragna Gestsdóttir sem blaðamaður. Mannlíf er fríblað sem kemur út alla föstudaga og er dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Kristmannsson útgefandi Mannlífs segir ánægjulegt að fá Hólmfríði, Baldur og Rögnu til liðs við ritstjórnina en þau búa öll yfir víðtækri reynslu úr fjölmiðlum. „Sérstaða Mannlífs verður áfram á umfjöllun um lífstílstengt efni í samstarfi við Hús og hýbíli, Vikuna, Gestgjafan og Séð og heyrt, vandaðar og beittar fréttaskýringar og viðtöl við áhugavert fólk. Mannlíf hefur á stuttum tíma fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins og staða okkar styrkist nú enn frekar með nýjum liðsmönnum,“ segir Halldór. Dalurinn ehf. keypti árið 2017 Birting sem gefur út Mannlíf. Dalurinn var þá í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar sem áttu fimmtungshlut hvor. Halldór hefur hins vegar verið eini eigandi Dalsins frá árinu 2018. Hólmfríður býr yfir mikilli reynslu úr fjölmiðlum og verður í lykilhlutverki við útgáfu Mannlífs en hún starfaði áður á mbl.is til margra ára, á Morgunblaðinu og RÚV. Hólmfríður nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Áhugamál hennar eru m.a. borðspil og kórsöngur. Hún er gift og á eitt barn. Baldur er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann er eiginmaður og tveggja barna faðir, sinnir veiði af mikilli ástríðu og skraflar í frístundum. Hann hefur samhliða blaðamannastarfinu sinnt veiðileiðsögn og þangskurði á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Ragna er er menntuð sem lögfræðingur og kemur með góða reynslu úr fjölmiðlum, en hún hefur starfað sem blaðamaður í nokkur ár, áður á DV og Birtingi. Ragna situr í stjórn Blaðamannafélags Íslands og nefnd um slysavarnamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þar sem hún er félagi. Ragna á eitt barn. Helstu áhugamál hennar auk vinnunnar og félagsstarfa eru tónleikar, tónlist og kvikmyndir. Roald Eyvindsson er útgáfustjóri Mannlífs og hefur leitt útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína í nóvember 2017. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Baldur Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa á ritstjórn Mannlífs og mun meðal annars skrifa fréttaskýringar og almennar fréttir í blaðið og á mannlif.is. Baldur er reynslumikill fjölmiðlamaður og hefur starfað hjá Fréttablaðinu, mbl.is og DV nær óslitið frá árinu 2007. Þá var Hólmfríður Gísladóttir nýlega ráðinn fréttastjóri Mannlífs og vefstjóri mannlif.is og Ragna Gestsdóttir sem blaðamaður. Mannlíf er fríblað sem kemur út alla föstudaga og er dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Kristmannsson útgefandi Mannlífs segir ánægjulegt að fá Hólmfríði, Baldur og Rögnu til liðs við ritstjórnina en þau búa öll yfir víðtækri reynslu úr fjölmiðlum. „Sérstaða Mannlífs verður áfram á umfjöllun um lífstílstengt efni í samstarfi við Hús og hýbíli, Vikuna, Gestgjafan og Séð og heyrt, vandaðar og beittar fréttaskýringar og viðtöl við áhugavert fólk. Mannlíf hefur á stuttum tíma fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins og staða okkar styrkist nú enn frekar með nýjum liðsmönnum,“ segir Halldór. Dalurinn ehf. keypti árið 2017 Birting sem gefur út Mannlíf. Dalurinn var þá í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar sem áttu fimmtungshlut hvor. Halldór hefur hins vegar verið eini eigandi Dalsins frá árinu 2018. Hólmfríður býr yfir mikilli reynslu úr fjölmiðlum og verður í lykilhlutverki við útgáfu Mannlífs en hún starfaði áður á mbl.is til margra ára, á Morgunblaðinu og RÚV. Hólmfríður nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Áhugamál hennar eru m.a. borðspil og kórsöngur. Hún er gift og á eitt barn. Baldur er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann er eiginmaður og tveggja barna faðir, sinnir veiði af mikilli ástríðu og skraflar í frístundum. Hann hefur samhliða blaðamannastarfinu sinnt veiðileiðsögn og þangskurði á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Ragna er er menntuð sem lögfræðingur og kemur með góða reynslu úr fjölmiðlum, en hún hefur starfað sem blaðamaður í nokkur ár, áður á DV og Birtingi. Ragna situr í stjórn Blaðamannafélags Íslands og nefnd um slysavarnamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þar sem hún er félagi. Ragna á eitt barn. Helstu áhugamál hennar auk vinnunnar og félagsstarfa eru tónleikar, tónlist og kvikmyndir. Roald Eyvindsson er útgáfustjóri Mannlífs og hefur leitt útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína í nóvember 2017.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30