Rafmagnslaust á Vesturlandi: „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:58 Rætt var við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rafmagnslaust er á hluta Vesturlands samkvæmt tilkynningakorti á vefsíðu RARIK. Þar kemur fram að rafmagnsbilun sé á Norðurárdalslínu og verið að leita að bilun. Þá er einnig rafmagnsbilun í Eskiholti að Varmalandi og Vatnshömrum í Hafnarskógi. Á þessum tveimur stöðum er einnig verið að leita að því hvar bilunin er. Lægð gengur nú yfir landið með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu. Rætt var við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði hann reyna mikið á raforkukerfið í svona veðri. „Það er eitt sem fylgir svona vestanátt að það er selta sem kemur af Grænlandshafi. Við höfum nokkur tilvik um álíka veður á síðustu áratugum og það er mikil áraun á raforkukerfið í svona veðri, bæði vegna seltu en líka vegna vinds, þá sérstaklega á Norður- og Austurlandi og svo er sums staðar ís og krapi sem fylgir,“ sagði Einar. Kort sem sýnir hvar bilanir eru í raforkukerfi RARIK.rarik Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðdegis á fimmtudag að sögn Einars og þangað til mælir hann ekki með því að fólk leggi í langferðir á fjallvegi þar sem veður getur orðið miklu verra í blindbyl. „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur og á eftir djúpri lægð. Nú fer veður versnandi fyrir norðan, það mun blása þar hressilega af vestri í kvöld og fram á nótt og síðar á Austurlandi. Það er nú útlit fyrir það að fjölmargir vegir verði tepptir að minnsta kosti til morguns og ef ekki lengur. Það er nú einu sinni þannig að það gengur á með hryðjum hérna sunnan- og vestan lands en veður á fjallvegum er miklu verra og blindara og ég held að þangað til að þetta er yfirstaðið sem verður sennilega ekki fyrr en á fimmtudag síðdegis að þá hugsi fólk sig vel um áður en það leggur að minnsta kosti í langferðir yfir þessa fjallvegi vegna þess að þetta er alveg alvöruveður,“ sagði Einar.Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan auk þess sem Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður okkar, ræddi við Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, um þau árhif sem óveðrið hefur haft á starfsemi flugfélagsins. Borgarbyggð Orkumál Veður Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Rafmagnslaust er á hluta Vesturlands samkvæmt tilkynningakorti á vefsíðu RARIK. Þar kemur fram að rafmagnsbilun sé á Norðurárdalslínu og verið að leita að bilun. Þá er einnig rafmagnsbilun í Eskiholti að Varmalandi og Vatnshömrum í Hafnarskógi. Á þessum tveimur stöðum er einnig verið að leita að því hvar bilunin er. Lægð gengur nú yfir landið með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu. Rætt var við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði hann reyna mikið á raforkukerfið í svona veðri. „Það er eitt sem fylgir svona vestanátt að það er selta sem kemur af Grænlandshafi. Við höfum nokkur tilvik um álíka veður á síðustu áratugum og það er mikil áraun á raforkukerfið í svona veðri, bæði vegna seltu en líka vegna vinds, þá sérstaklega á Norður- og Austurlandi og svo er sums staðar ís og krapi sem fylgir,“ sagði Einar. Kort sem sýnir hvar bilanir eru í raforkukerfi RARIK.rarik Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðdegis á fimmtudag að sögn Einars og þangað til mælir hann ekki með því að fólk leggi í langferðir á fjallvegi þar sem veður getur orðið miklu verra í blindbyl. „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur og á eftir djúpri lægð. Nú fer veður versnandi fyrir norðan, það mun blása þar hressilega af vestri í kvöld og fram á nótt og síðar á Austurlandi. Það er nú útlit fyrir það að fjölmargir vegir verði tepptir að minnsta kosti til morguns og ef ekki lengur. Það er nú einu sinni þannig að það gengur á með hryðjum hérna sunnan- og vestan lands en veður á fjallvegum er miklu verra og blindara og ég held að þangað til að þetta er yfirstaðið sem verður sennilega ekki fyrr en á fimmtudag síðdegis að þá hugsi fólk sig vel um áður en það leggur að minnsta kosti í langferðir yfir þessa fjallvegi vegna þess að þetta er alveg alvöruveður,“ sagði Einar.Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan auk þess sem Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður okkar, ræddi við Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, um þau árhif sem óveðrið hefur haft á starfsemi flugfélagsins.
Borgarbyggð Orkumál Veður Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira