Eyjan Traustholtshólmi bjargaði Hákoni frá alkóhólisma Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2020 11:30 Hákon Kjalar Hjördísarson í Traustsholtshólma. Vísir Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfossi og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýralega upplifun á einum friðsælasta stað landsins. Hákon fluttist yfir í eyjuna í maí 2016 og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. Ben Fogle hitti Hákon í Traustholtshólma fyrir þáttinn New Lives in the Wild sem sýndir eru á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 5 og hefur Daily Mail gert sér mat úr þættinum í heljarinnar grein á vefnum. Þar kemur fram að eyjan hafi bjargað Hákoni frá alkóhólisma en húsasmiðurinn segist hafa drukkið mikið þegar hann bjó í Reykjavík en samt alltaf náð að haldast í vinnu og verið virkur í samfélaginu. Í dag býr Hákon einn á eyjunni með hundinum sínum Skugga. Eyjan hefur verið í eigu fjölskyldunnar í áratugi og fór hann oft þangað sem barn. Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.Vísir „Áður fyrr vann ég 16 tíma á dag. Ég vann of mikið, var of stressaður og að lokum keyrir maður á vegg,“ segir Hákon í við Ben Fogle. „Ég var forstjóri verktakafyrirtækis í Osló og stóð mig mjög vel í vinnunni en á kvöldið þurfti ég alltaf eina rauðvínsflösku. Ég var mikill drykkjumaður og var í raun vel fúnkerandi alkahólisti.“ Hann segist hafa verið orðin mjög þreyttur á sjálfum sér og einn daginn ákvað hann að hætta að drekka. „Það gaf mér í raun kraft til þess að flytja á eyjuna. Tíminn sem maður eignast allt í einu þegar maður hættir að drekka er ótrúlega mikill. Það eru víst til sunnudagar,“ segir Hákon léttur. Það er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Þannig hefur Hákon í sig og á. Hér má lesa umfjöllun Daily Mail um Hákon. Ferðamennska á Íslandi Flóahreppur Tímamót Tengdar fréttir Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa“ 29. október 2016 17:21 Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfossi og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýralega upplifun á einum friðsælasta stað landsins. Hákon fluttist yfir í eyjuna í maí 2016 og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. Ben Fogle hitti Hákon í Traustholtshólma fyrir þáttinn New Lives in the Wild sem sýndir eru á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 5 og hefur Daily Mail gert sér mat úr þættinum í heljarinnar grein á vefnum. Þar kemur fram að eyjan hafi bjargað Hákoni frá alkóhólisma en húsasmiðurinn segist hafa drukkið mikið þegar hann bjó í Reykjavík en samt alltaf náð að haldast í vinnu og verið virkur í samfélaginu. Í dag býr Hákon einn á eyjunni með hundinum sínum Skugga. Eyjan hefur verið í eigu fjölskyldunnar í áratugi og fór hann oft þangað sem barn. Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.Vísir „Áður fyrr vann ég 16 tíma á dag. Ég vann of mikið, var of stressaður og að lokum keyrir maður á vegg,“ segir Hákon í við Ben Fogle. „Ég var forstjóri verktakafyrirtækis í Osló og stóð mig mjög vel í vinnunni en á kvöldið þurfti ég alltaf eina rauðvínsflösku. Ég var mikill drykkjumaður og var í raun vel fúnkerandi alkahólisti.“ Hann segist hafa verið orðin mjög þreyttur á sjálfum sér og einn daginn ákvað hann að hætta að drekka. „Það gaf mér í raun kraft til þess að flytja á eyjuna. Tíminn sem maður eignast allt í einu þegar maður hættir að drekka er ótrúlega mikill. Það eru víst til sunnudagar,“ segir Hákon léttur. Það er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Þannig hefur Hákon í sig og á. Hér má lesa umfjöllun Daily Mail um Hákon.
Ferðamennska á Íslandi Flóahreppur Tímamót Tengdar fréttir Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa“ 29. október 2016 17:21 Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa“ 29. október 2016 17:21
Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57