Eyjan Traustholtshólmi bjargaði Hákoni frá alkóhólisma Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2020 11:30 Hákon Kjalar Hjördísarson í Traustsholtshólma. Vísir Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfossi og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýralega upplifun á einum friðsælasta stað landsins. Hákon fluttist yfir í eyjuna í maí 2016 og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. Ben Fogle hitti Hákon í Traustholtshólma fyrir þáttinn New Lives in the Wild sem sýndir eru á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 5 og hefur Daily Mail gert sér mat úr þættinum í heljarinnar grein á vefnum. Þar kemur fram að eyjan hafi bjargað Hákoni frá alkóhólisma en húsasmiðurinn segist hafa drukkið mikið þegar hann bjó í Reykjavík en samt alltaf náð að haldast í vinnu og verið virkur í samfélaginu. Í dag býr Hákon einn á eyjunni með hundinum sínum Skugga. Eyjan hefur verið í eigu fjölskyldunnar í áratugi og fór hann oft þangað sem barn. Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.Vísir „Áður fyrr vann ég 16 tíma á dag. Ég vann of mikið, var of stressaður og að lokum keyrir maður á vegg,“ segir Hákon í við Ben Fogle. „Ég var forstjóri verktakafyrirtækis í Osló og stóð mig mjög vel í vinnunni en á kvöldið þurfti ég alltaf eina rauðvínsflösku. Ég var mikill drykkjumaður og var í raun vel fúnkerandi alkahólisti.“ Hann segist hafa verið orðin mjög þreyttur á sjálfum sér og einn daginn ákvað hann að hætta að drekka. „Það gaf mér í raun kraft til þess að flytja á eyjuna. Tíminn sem maður eignast allt í einu þegar maður hættir að drekka er ótrúlega mikill. Það eru víst til sunnudagar,“ segir Hákon léttur. Það er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Þannig hefur Hákon í sig og á. Hér má lesa umfjöllun Daily Mail um Hákon. Ferðamennska á Íslandi Flóahreppur Tímamót Tengdar fréttir Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa“ 29. október 2016 17:21 Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfossi og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýralega upplifun á einum friðsælasta stað landsins. Hákon fluttist yfir í eyjuna í maí 2016 og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. Ben Fogle hitti Hákon í Traustholtshólma fyrir þáttinn New Lives in the Wild sem sýndir eru á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 5 og hefur Daily Mail gert sér mat úr þættinum í heljarinnar grein á vefnum. Þar kemur fram að eyjan hafi bjargað Hákoni frá alkóhólisma en húsasmiðurinn segist hafa drukkið mikið þegar hann bjó í Reykjavík en samt alltaf náð að haldast í vinnu og verið virkur í samfélaginu. Í dag býr Hákon einn á eyjunni með hundinum sínum Skugga. Eyjan hefur verið í eigu fjölskyldunnar í áratugi og fór hann oft þangað sem barn. Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.Vísir „Áður fyrr vann ég 16 tíma á dag. Ég vann of mikið, var of stressaður og að lokum keyrir maður á vegg,“ segir Hákon í við Ben Fogle. „Ég var forstjóri verktakafyrirtækis í Osló og stóð mig mjög vel í vinnunni en á kvöldið þurfti ég alltaf eina rauðvínsflösku. Ég var mikill drykkjumaður og var í raun vel fúnkerandi alkahólisti.“ Hann segist hafa verið orðin mjög þreyttur á sjálfum sér og einn daginn ákvað hann að hætta að drekka. „Það gaf mér í raun kraft til þess að flytja á eyjuna. Tíminn sem maður eignast allt í einu þegar maður hættir að drekka er ótrúlega mikill. Það eru víst til sunnudagar,“ segir Hákon léttur. Það er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Þannig hefur Hákon í sig og á. Hér má lesa umfjöllun Daily Mail um Hákon.
Ferðamennska á Íslandi Flóahreppur Tímamót Tengdar fréttir Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa“ 29. október 2016 17:21 Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa“ 29. október 2016 17:21
Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57