Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 10:40 McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að engin ákvörðun um vitnaleiðslur verði tekin fyrr en eftir að réttarhöldin hefjast. Vísir/EPA Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins sem fer með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist tilbúinn að hefja réttarhöld yfir Donald Trump forseta þrátt fyrir að ekkert samkomulag liggi fyrir á milli flokkanna um hvernig þeim verði háttað. Kæra fulltrúadeildarinnar á hendur Trump fyrir embættisbrot hefur enn ekki verið send öldungadeildinni. Deilur hafa staðið yfir á milli demókrata og repúblikana um hvernig réttarhöldum öldungadeildarinnar yfir Trump verður háttað eftir að fulltrúadeildin samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í desember. Demókratar vilja að vitni verði kölluð til og ný sönnunargögn lögð fram en repúblikanar eru andsnúnir því. Þeir vilja hröð réttarhöld til að sýkna Trump sem fyrst. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir að hún muni ekki senda kærurnar til öldungadeildarinnar fyrr en ljóst verði hvernig réttarhöldunum verður háttað. Nú segir McConnell að hann sé reiðubúinn að láta réttarhöldin hefjast án samkomulags á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð til. Hann segist hafa stuðning nægilega margra þingmanna sinna til þess. Samkvæmt áformum hans verður ákvörðun um vitnaleiðslur ekki tekin fyrr en eftir fyrsta hluta réttarhaldanna, að sögn Washington Post. Trump var kærður fyrir embættisbrot í tveimur liðum í fulltrúadeildinni þar sem demókratar fara með meirihluta: annars vegar fyrir að misbeita valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld og hins vegar fyrir að hindra rannsókn þingsins með því að koma í veg fyrir að það fengi aðgang að vitnum og gögnum. Enginn þingmaður repúblikana greiddi atkvæði með kærunum. Öldungadeildin réttar um kærur fyrir embættisbrot. Aukinn meirihluti þingmanna þarf að sakfella forsetann til að hann verði fundinn sekur og honum vikið úr embætti. Repúblikanar eru með 53 sæti í öldungadeildinni og tuttugu þeirra þyrftu að hlaupast undan merkjum til að Trump yrði sakfelldur. Afar ólíklegt þykir að það gerist. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins sem fer með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist tilbúinn að hefja réttarhöld yfir Donald Trump forseta þrátt fyrir að ekkert samkomulag liggi fyrir á milli flokkanna um hvernig þeim verði háttað. Kæra fulltrúadeildarinnar á hendur Trump fyrir embættisbrot hefur enn ekki verið send öldungadeildinni. Deilur hafa staðið yfir á milli demókrata og repúblikana um hvernig réttarhöldum öldungadeildarinnar yfir Trump verður háttað eftir að fulltrúadeildin samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í desember. Demókratar vilja að vitni verði kölluð til og ný sönnunargögn lögð fram en repúblikanar eru andsnúnir því. Þeir vilja hröð réttarhöld til að sýkna Trump sem fyrst. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir að hún muni ekki senda kærurnar til öldungadeildarinnar fyrr en ljóst verði hvernig réttarhöldunum verður háttað. Nú segir McConnell að hann sé reiðubúinn að láta réttarhöldin hefjast án samkomulags á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð til. Hann segist hafa stuðning nægilega margra þingmanna sinna til þess. Samkvæmt áformum hans verður ákvörðun um vitnaleiðslur ekki tekin fyrr en eftir fyrsta hluta réttarhaldanna, að sögn Washington Post. Trump var kærður fyrir embættisbrot í tveimur liðum í fulltrúadeildinni þar sem demókratar fara með meirihluta: annars vegar fyrir að misbeita valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld og hins vegar fyrir að hindra rannsókn þingsins með því að koma í veg fyrir að það fengi aðgang að vitnum og gögnum. Enginn þingmaður repúblikana greiddi atkvæði með kærunum. Öldungadeildin réttar um kærur fyrir embættisbrot. Aukinn meirihluti þingmanna þarf að sakfella forsetann til að hann verði fundinn sekur og honum vikið úr embætti. Repúblikanar eru með 53 sæti í öldungadeildinni og tuttugu þeirra þyrftu að hlaupast undan merkjum til að Trump yrði sakfelldur. Afar ólíklegt þykir að það gerist.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira