Atlaga gegn lífríki Íslands Ingólfur Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2020 15:00 Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Á myndum á nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar um dreifingu veiða á Íslandsmiðum má sjá að Halamið út af Vestfjörðum og sjálft Djúpið eru eftirsóttustu og gjöfulustu fiskimið við landið. Uppeldisstöðvar þorsksins og fjölmargra annarra nytjafisktegunda eru á Vestfjörðum og þá sérstaklega í Djúpinu. Það er ekki að ástæðulausu að Djúpið hefur löngum verið kallað helsta matarkista Íslendinga. Á meðfylgjandi mynd af vef Hafrannsóknastofnunar sést glögglega hversu feikilega dýrmætt forðabúr Djúpið er. Feigðarflan með fjöreggið Það stappar nærri sturlun að áform séu uppi um að setja þarna niður tugþúsundir tonna af eldislaxi í opnum sjókvíum, jafnvel þó áhrif svo gríðarmikils lífmassa á vistkerfi svæðisins hafi ekki verið rannsökuð. Dökka svæðið í gula fletinum út af Vestfjörðum er á Halamiðum, gjöfulustu fiskimiðum við Ísland. Litirnir á kortinu sýna þau mið sem fiskiskipaflotinn sótti árið 2018. Takið líka eftir hversu fengsælt er í Djúpinu. Þar eru uppeldisstöðvar margra fisktegunda.Mynd af vef Hafró Norskir sjómenn halda því fram að sjókvíaeldið þar við land hafi haft skelfileg áhrif á rækjustofna og þorskinn. Þeir beinlínis fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. Hrikalegar afleiðingar skordýraeitursins sem notað er í sjókvíaeldi, fyrir rækjuna eru vel þekktar. Norðmenn er hins vegar bara rétt nýbyrjaðir að rannsaka áhrif sjókvíaeldis á þorskstofninn en haustið 2018 ákvað norska ríkisstjórnin að setja fjármagn að andvirði um 650 milljónum íslenskra króna í það verkefni. Rannsóknin hófst svo í janúar 2019 og á að standa í fimm ár. Meðal annars á að rannsaka hvort sjókvíaeldið fæli þorskinn burt og hvort það hafi áhrif á fæðu hans og vöxt. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að í Noregi hrygnir þorsksstofninn við ströndina og heldur svo út til hafs. Þar er miklu minna um að fiskungviði haldi sig inn til fjarða eins og á við hér þar sem þorskurinn hrygnir í fjörðunum. Það er algjört glapræði ef sjávarútvegsráðherra ætlar að láta þessar tilraunir fara fram í náttúrunni sjálfri hér á Íslandi. Því skal seint trúað að útvegsmenn landsins muni sitja aðgerðarlausir hjá í slíku feigðarflani með fjöregg þjóðarinnar. Laxa- og silungsstofnar munu þurrkast út Áhrifi sjókvíaeldis á þorskinn eru sem sagt enn óþekkt. Sama gildir ekki um eyðingarmátt þessa iðnaðar þegar kemur að villtum laxi og silungi. Í Noregi bera tæplega 70 prósent villtra laxastofna merki erfðablöndunar við eldislax. Þar hefur erfðaefni úr þessu hraðvaxta húsdýri komið inn í náttúruval, sem hefur orðið til á þúsundum ára, með þeim ömurlegu afleiðingum að geta villtra stofna til að lifa af í náttúrunni hefur beðið hnekki. Í Djúpinu eru fjölmargar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem hafa átt þar heimkynni löngu áður en Ísland var numið. Þeir munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef eldi í opnum sjókvíum verður heimilað í Djúpinu. Kæru lesendur, munið þetta: Sá ráðherra og sú ríkisstjórnar sem hleypir sjókvíaeldi í Djúpið á sinni vakt mun sitja uppi með ábyrgð á þeirri atlögu gegn lífríki Íslands. Ingólfur Ásgeirsson er flugstjóri og meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - iwf.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Á myndum á nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar um dreifingu veiða á Íslandsmiðum má sjá að Halamið út af Vestfjörðum og sjálft Djúpið eru eftirsóttustu og gjöfulustu fiskimið við landið. Uppeldisstöðvar þorsksins og fjölmargra annarra nytjafisktegunda eru á Vestfjörðum og þá sérstaklega í Djúpinu. Það er ekki að ástæðulausu að Djúpið hefur löngum verið kallað helsta matarkista Íslendinga. Á meðfylgjandi mynd af vef Hafrannsóknastofnunar sést glögglega hversu feikilega dýrmætt forðabúr Djúpið er. Feigðarflan með fjöreggið Það stappar nærri sturlun að áform séu uppi um að setja þarna niður tugþúsundir tonna af eldislaxi í opnum sjókvíum, jafnvel þó áhrif svo gríðarmikils lífmassa á vistkerfi svæðisins hafi ekki verið rannsökuð. Dökka svæðið í gula fletinum út af Vestfjörðum er á Halamiðum, gjöfulustu fiskimiðum við Ísland. Litirnir á kortinu sýna þau mið sem fiskiskipaflotinn sótti árið 2018. Takið líka eftir hversu fengsælt er í Djúpinu. Þar eru uppeldisstöðvar margra fisktegunda.Mynd af vef Hafró Norskir sjómenn halda því fram að sjókvíaeldið þar við land hafi haft skelfileg áhrif á rækjustofna og þorskinn. Þeir beinlínis fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. Hrikalegar afleiðingar skordýraeitursins sem notað er í sjókvíaeldi, fyrir rækjuna eru vel þekktar. Norðmenn er hins vegar bara rétt nýbyrjaðir að rannsaka áhrif sjókvíaeldis á þorskstofninn en haustið 2018 ákvað norska ríkisstjórnin að setja fjármagn að andvirði um 650 milljónum íslenskra króna í það verkefni. Rannsóknin hófst svo í janúar 2019 og á að standa í fimm ár. Meðal annars á að rannsaka hvort sjókvíaeldið fæli þorskinn burt og hvort það hafi áhrif á fæðu hans og vöxt. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að í Noregi hrygnir þorsksstofninn við ströndina og heldur svo út til hafs. Þar er miklu minna um að fiskungviði haldi sig inn til fjarða eins og á við hér þar sem þorskurinn hrygnir í fjörðunum. Það er algjört glapræði ef sjávarútvegsráðherra ætlar að láta þessar tilraunir fara fram í náttúrunni sjálfri hér á Íslandi. Því skal seint trúað að útvegsmenn landsins muni sitja aðgerðarlausir hjá í slíku feigðarflani með fjöregg þjóðarinnar. Laxa- og silungsstofnar munu þurrkast út Áhrifi sjókvíaeldis á þorskinn eru sem sagt enn óþekkt. Sama gildir ekki um eyðingarmátt þessa iðnaðar þegar kemur að villtum laxi og silungi. Í Noregi bera tæplega 70 prósent villtra laxastofna merki erfðablöndunar við eldislax. Þar hefur erfðaefni úr þessu hraðvaxta húsdýri komið inn í náttúruval, sem hefur orðið til á þúsundum ára, með þeim ömurlegu afleiðingum að geta villtra stofna til að lifa af í náttúrunni hefur beðið hnekki. Í Djúpinu eru fjölmargar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem hafa átt þar heimkynni löngu áður en Ísland var numið. Þeir munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef eldi í opnum sjókvíum verður heimilað í Djúpinu. Kæru lesendur, munið þetta: Sá ráðherra og sú ríkisstjórnar sem hleypir sjókvíaeldi í Djúpið á sinni vakt mun sitja uppi með ábyrgð á þeirri atlögu gegn lífríki Íslands. Ingólfur Ásgeirsson er flugstjóri og meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - iwf.is
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar