Samdi 53 ástarljóð til eiginkonu sinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. janúar 2020 11:00 Söngkonan Anna María Björnsdóttir samdi tónlist við ástarbréf afa síns. Myndir úr einkasafni Ólafur Björn Guðmundsson skrifaði 53 ástarljóð til Elínar Maríusdóttur eiginkonu sinnar. Ljóðin orti hann yfir sextíu ára tímabil og voru þau öll handskrifuð. Anna María Björnsdóttir barnabarn hjónanna samdi tónlist við ljóðin og gaf út á plötu árið 2015 eftir að þau féllu frá. Hún heldur nú tónleika þar sem lögin verða flutt en segist stundum eiga erfitt með að syngja textana vegna söknuðar. „Hann skrifaði ljóðin ekki með neinum boðskap held ég, þetta voru persónuleg ástarljóð bara til hennar. En núna eftir á er hægt að túlka boðskapinn á mismunandi hátt. Það sem mér finnst skína í gegnum ljóðin og það að hann orti þetta mörg ástarljóð til konu sinnar yfir allan þennan tíma er að taka maka sínum ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég held að maður geri það allavega ekki ef maður yrkir ljóð sem þessi með reglulegu millibili,“ segir Anna María um ljóðin. „Eftir að amma veiktist af alzheimer og afi gat lítið unnið úti í garði sem hann annars gerði mikið af, settist hann niður og fór að skrifa þessi ljóð inn í tölvuna sína. Fjölskyldan tók öll ljóðin hans svo saman og prentaði í bók sem fjölskyldan fékk í jólagjöf eitt árið, líklega komin 15 ár síðan. Hann orti líka mörg tækifærisljóð, náttúruljóð og fleira, þau ljóð höfðu flestir séð einhvern tímann en ástarljóðin hafði næstum enginn séð. Ég fór svo fyrst að skoða þessi ljóð almennilega eftir að þau dóu árin 2007 og 2008.“ Ólafur og Elín giftu sig í skrúðgarðinum við Múlakot í Fljótshlíð þann 23.júní 1946, tveimur árum eftir að þau kynntust. Þau eyddu restinni af ævinni saman og ástarsaga þeirra spannar því meira en sextíu ára tímabil. „Þau kynntust í Farfuglum, sem var svona einskonar ferðafélag Íslands á þeim tíma. Skipulögðu ferðalög og fóru í ferðir saman.“ Mynd úr einkasafni Tenging við skáldið og yrkisefnið Anna María segir að hún hafi ákveðið fyrir mörgum árum að semja tónlist við ljóðin en í fyrstu reyndist það henni erfitt. „En ég fór að semja við ljóðin að ég myndi gera plötu með þessum ljóðum einhvern tíma, fannst þau of falleg til að gera það ekki. Ég gerði svo nokkrar tilraunir að semja við þau án árangurs. Svo runnu lögin upp úr mér á stuttum tíma fyrir um sex eða sjö árum síðan.“ Hún segir að það hafi gert upplifunina enn sterkari að hafa svo persónuleg tengsl við ljóðin. „Þetta verkefni er mér mjög kært. Ég hef samið tónlist við ljóð eftir aðra, hef alltaf fundið tengingu við þau ljóð sem ég hef samið við en í þessu tilviki er tengingin held ég sterkari, því ég þekkti báða aðilana í ljóðunum, skáldið og yrkisefnið. Amma og afi stóðu oft ljóslifandi fyrir mér þegar ég var að semja lögin, ég gat líka skoðað myndir og myndefni af þeim til að fá innblástur. Mér finnst ég eiginlega vera mjög heppin að hafa haft aðgang að þessu fallega efni og að það sé innan fjölskyldunnar.“ Anna María segir að hún hafi eingöngu fengið jákvæð viðbrögð frá fjölskyldumeðlimum um þetta verkefni. „Flestum finnst gaman að búið sé að gefa þessum ástarljóðum nýtt líf á þennan hátt. Ég held líka að verkefni eins og þetta fái aðra dýpt þar sem bæði afi og amma eru látin og við erum að segja þeirra sögu eftir þeirra dag.“ Anna María Björnsdóttir flutti nýlega heim eftir tíu ára dvöl í Danmörku. Þar vann hún Dönsku tónlistarverðlaunin með hljómsveitinni IKI.Aðsend mynd Samrýmd hjón og gott teymi Anna María sá samband þeirra með augum barnabarns. Þau hafi alltaf verið ótrúlega skemmtileg og alltaf létt andrúmsloft í kringum þau. „Manni leið alltaf vel með þeim. Þau voru mjög samrýmd og gott teymi. Afi var rólegur en mikill húmoristi á laun. Það var alltaf þægilegt að vera í kringum hann. Amma var alltaf hlæjandi og glöð, vinsæll leikur hjá barnabörnunum var „amma komdu að hlæja“ og svo var bara hlegið. Amma var samt mjög svona heimspekilega þenkjandi hef ég heyrt frá eldri systkinum mínum sem áttu mjög heimspekilegar umræður við hana um lífið og tilveruna.“ Platan kom út árið 2015 en Anna María segir að enn þann dag í dag eigi hún stundum erfitt með að syngja lögin því ljóðin fái hana til að tárast, stundum yfir söknuði, stundum yfir fegurðinni í orðunum. „Fljótlega eftir að ég man eftir mér var amma komin með alzheimer en það var samt alltaf gaman að heimsækja hana, hún gat ennþá hlegið og verið glöð. Afa heimsótti ég svo meira allt þar til hann dó árið 2008 og átti ég ótrúlega góðar stundir með honum þar sem hann sagði mér til dæmis frá gömlu dögunum, þar sem hann bjó í torfbænum Tungu í Skagafirði.“ Ólafur Björn afi Önnu Maríu kenndi henni mikilvægi þess að sinna áhugamálum sínum og að það er hægt að gera þau að hluta af lífi sínu. „Garðvinna hefur held ég verið hans hugleiðsla en hann eyddi miklum tíma við að dunda sér í garðinum og úti í gróðurhúsinu. Þessi tenging við náttúruna sem afi hafði og skín í gegnum ljóðin hans hafa einnig haft áhrif á mig, einskonar lotning fyrir náttúrunni. Amma hefur líka ómeðvitað kennt mér fíflaskap og ærslagang.“ Ætluðu að hittast „að handan“ Anna María segir að efni ljóðanna hafi breyst töluvert í gegnum árin þó að rauði þráðurinn í þeim hafi alltaf verið ástin. „Eftir að hafa grúskað í ljóðunum hans finnst mér eins og í byrjun hafi hann verið að yrkja um ástina í núinu, brosið hennar, hvernig honum líður með henni en einnig draumar og vonir um framtíðina. Það gerir hann til dæmis í ljóðinu Ljóðabréf. „... Ég hugsa um það, hvort ástin okkar alla sigri ei þraut og okkur fylgi, er fölna lokkar, fram á huldu braut. ...“ Ljóðabréf orti hann 18. júní 1945. Á stöku stað í þessum fyrstu ljóðum yrkir hann þó um dauðann á mjög fallegan hátt. Það gerir hann til dæmis í Rökkurljóði. „... Þegar hinzta kvöldið kemur kveð ég lífsins strönd glaður, og í gullnu skini glitra sólarlönd. Þar sem rætast draumar dýrir dags, sem eitt sinn var. - Þeir sem unnast hér í heimi hittast aftur þar. ...“ Hann yrkir þetta ljóð á svipuðum tíma og Ljóðabréfið sem segir að hann hafi séð fyrir sér að þau myndu hittast aftur „að handan“ eftir þeirra dag. Og þó voru þau bara 26 eða 27 ára þegar þetta var ort. Í einu af síðustu ljóðunum sem hann orti horfir hann yfir farinn veg með henni og lýsir honum. Það gerir hann til dæmis í ljóðinu Í ljósi augna þinna. Þetta ljóð orti hann árið 1992 og þau farin að eldast. „Eins og ljúfur, bjartur dagur hefur líf mitt gengið hjá, í ljósi augna þinna. Svifið eins og blærinn um sumarfjöllin blá til sólskinsdrauma minna. --- Draumanna, sem lifðu í ljósi augna þinna.“ Ólafur og Elín ásamt börnum sínum.Mynd úr einkasafni Hlýjaði hjartarótunum Anna María flutti nýverið til Íslands eftir 10 ára búsetu í Danmörku. Hún söng lengi í Norrænu spunasönghljómsveitinni IKI, gaf út tvær plötur með þeim. Önnur þeirra vann Dönsku tónlistarverðlaunin árið 2011. Anna María gaf einnig út sólóplötuna Saknað fornaldar árið 2012. Söngkonan gaf svo út plötuna sína, Hver stund með þér - ástarljóð afa til ömmu í 60 ár, árið 2015. Samhliða því var unnin heimildarmynd um verkefnið. Myndin var frumsýnd á RIFF árið 2015 og verður sýnd á RÚV þann 15. janúar klukkan 20:20. Að því tilefni ætlar Anna María að halda tónleika í Iðnó þann 20. janúar næstkomandi. Hún segist hafa lært mikið af því að gera heimildarmynd um þetta verkefni. „Afi átti gamla kvikmyndatökuvél og hafði tekið upp þöglar kvikmyndir. Pabbi minn hafði svo farið með VHS myndavélina sína nokkrum áratugum síðar og tekið upp lífið heima hjá þeim í Langagerði. Tjarnargatan var svo í samstarfi við okkur í upptökunum á viðtölunum og myndefni fyrir tónlistina sem notað var í heimildarmyndina. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir leikstýrði myndinni sem var alveg frábært, hún hafði einmitt gert heimildarmynd um ástarsögu ömmu hennar og afa áður þannig hún var fullkomin að fá í þetta verkefni. Ólafur Már Björnsson elsti bróðir minn sá svo um klippingu á myndinni.“ Þau fengu einnig ljósmyndir héðan og þaðan úr fjölskyldunni þannig að þau höfðu úr nógu efni að vinna úr. „Ég myndi segja að það meira hlýjaði hjartarótunum að skoða allt þetta gamla myndefni og veitti mér líka innblástur á margan hátt. Það var til töluvert af myndefni frá ferðalögum um Ísland, ekta útilegustemningu og þetta hefur fengið mig til að vilja skapa fleiri svoleiðis minningar.“ Anna María segir að hjónin hafi verið sterkt teymi. Ljóðin sem afi hennar samdi hafi sýnt að hann tók eiginkonu sinni aldrei sem sjálfsögðum hlut.Myndir úr einkasafni Skildu ekki orð í ljóðunum Anna María segir að þetta verkefni hafi verið virkilega skemmtilegt og veitt henni mikinn innblástur á sama tíma. Önnu Maríu fannst ekki erfitt að skoða myndir og myndbönd frá hjónabandi þeirra Ólafar og Elínar og rifja upp minningar. „Viðbrögðin við plötunni hafa verið mjög góð. Verkefnið er svo tímalaust og það tengja flestir við fallega ástarsögu á einhvern hátt. Ég gaf plötuna út á Íslandi og í Þýskalandi á Nordic Notes útgáfufyrirtæki. Ég fór í eitt tónleikaferðalag um Þýskaland og Sviss til að kynna plötuna á vegum Nordic Notes en tók eftir það smá pásu. Það var mjög gaman að sjá Þjóðverjana og Svisslendingana tengja við verkefnið, þó þeir skildu ekki orð í ljóðunum.“Tónleikar Önnu Maríu verða í Iðnó mánudaginn 20. janúar klukkan 20. „Undirbúningurinn gengur vel, er í fullum gangi og nóg að gera. Á tónleikunum verður tónlistin af plötunni flutt ásamt brotum úr heimildarmyndinni. Ég er með alveg frábæra hljómsveit með mér; Andri Ólafsson bassi og söngur, Magnús Tryggvason Eliassen trommur, Gunnar Jónsson gítar og söngur, Grímur Helgason klarínett, Margrét Arnardóttir harmonikka, Unnur Jónsdóttir selló, Björn Már Ólafsson sög, Jesper Pedersen söngur, ég syng og spila á píanó. Svavar Knútur syngur með á plötunni en verður því miður ekki með á þessum tónleikunum.“ Anna María byrjaði fyrst að skoða ljóðin almennilega eftir að amma hennar og afi létust, með árs millibili, 2007 og 2008.Mynd úr einkasafni Anna María segir að hún eigi mjög erfitt með að velja eitt ljóð í uppáhaldi af þessum 53 sem afi hennar skrifaði. „En ef ég á að velja eitt sem mér finnst mjög fallegt og hreyfir við mér í hvert sinn þá er það Eitt lítið ljóð.“ Ljóðið var samið í ágúst árið 1951. „Ég get ekki sungið þér sólfagran óð né seitt burtu kulda og hregg, en örlítið fátæklegt, flöktandi ljóð að fótum þér hikandi legg. Og þó eru í ljóðinu líf mitt og sál mín lofgjörð og þökk fyrir allt, sem tendraði í hjarta mér brennandi bál og bugaði skammdegið kalt. Þú komst inn í líf mitt sem ljómandi vor og lífgaðir blómin mín öll. Og andblær þinn vermdi mín vonlausu spor er ég villtist um tómleikans fjöll. Þá varð förin mér ljúf, þá varð gatan mér greið, þá fékk ganga mín stefnu og mið. Þá varð framundan blómskrýdd og brosandi leið, þar blasti nú hamingjan við. Þú færðir mér lífið, þú færðir mér allt, sem fegurst og dýrast ég ann. Þú veizt kannski ei sjálf hve í sál mér var kalt unz ég sumar þíns ástríkis fann. En í hjarta mér geymi ég glitrandi sjóð, eina gleym-mér-ei, hún er til þín! -Svona örlítið fátæklegt, flöktandi ljóð er minn fjársjóður, ástin mín!“ Anna María segir að hún tárist stundum þegar hún syngur texta afa síns.Aðsend mynd Anna María segir að hún sé núna að vinna í nýrri tónlist og í þetta skiptið er hún bæði að semja lög og texta. „Ég er í fyrsta sinn að semja mína eigin texta, sem er alveg nýtt fyrir mér. Ég reikna með að gefa út EP plötu í ár með þeirri tónlist.“ Ástin og lífið Tónlist Viðtal Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ólafur Björn Guðmundsson skrifaði 53 ástarljóð til Elínar Maríusdóttur eiginkonu sinnar. Ljóðin orti hann yfir sextíu ára tímabil og voru þau öll handskrifuð. Anna María Björnsdóttir barnabarn hjónanna samdi tónlist við ljóðin og gaf út á plötu árið 2015 eftir að þau féllu frá. Hún heldur nú tónleika þar sem lögin verða flutt en segist stundum eiga erfitt með að syngja textana vegna söknuðar. „Hann skrifaði ljóðin ekki með neinum boðskap held ég, þetta voru persónuleg ástarljóð bara til hennar. En núna eftir á er hægt að túlka boðskapinn á mismunandi hátt. Það sem mér finnst skína í gegnum ljóðin og það að hann orti þetta mörg ástarljóð til konu sinnar yfir allan þennan tíma er að taka maka sínum ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég held að maður geri það allavega ekki ef maður yrkir ljóð sem þessi með reglulegu millibili,“ segir Anna María um ljóðin. „Eftir að amma veiktist af alzheimer og afi gat lítið unnið úti í garði sem hann annars gerði mikið af, settist hann niður og fór að skrifa þessi ljóð inn í tölvuna sína. Fjölskyldan tók öll ljóðin hans svo saman og prentaði í bók sem fjölskyldan fékk í jólagjöf eitt árið, líklega komin 15 ár síðan. Hann orti líka mörg tækifærisljóð, náttúruljóð og fleira, þau ljóð höfðu flestir séð einhvern tímann en ástarljóðin hafði næstum enginn séð. Ég fór svo fyrst að skoða þessi ljóð almennilega eftir að þau dóu árin 2007 og 2008.“ Ólafur og Elín giftu sig í skrúðgarðinum við Múlakot í Fljótshlíð þann 23.júní 1946, tveimur árum eftir að þau kynntust. Þau eyddu restinni af ævinni saman og ástarsaga þeirra spannar því meira en sextíu ára tímabil. „Þau kynntust í Farfuglum, sem var svona einskonar ferðafélag Íslands á þeim tíma. Skipulögðu ferðalög og fóru í ferðir saman.“ Mynd úr einkasafni Tenging við skáldið og yrkisefnið Anna María segir að hún hafi ákveðið fyrir mörgum árum að semja tónlist við ljóðin en í fyrstu reyndist það henni erfitt. „En ég fór að semja við ljóðin að ég myndi gera plötu með þessum ljóðum einhvern tíma, fannst þau of falleg til að gera það ekki. Ég gerði svo nokkrar tilraunir að semja við þau án árangurs. Svo runnu lögin upp úr mér á stuttum tíma fyrir um sex eða sjö árum síðan.“ Hún segir að það hafi gert upplifunina enn sterkari að hafa svo persónuleg tengsl við ljóðin. „Þetta verkefni er mér mjög kært. Ég hef samið tónlist við ljóð eftir aðra, hef alltaf fundið tengingu við þau ljóð sem ég hef samið við en í þessu tilviki er tengingin held ég sterkari, því ég þekkti báða aðilana í ljóðunum, skáldið og yrkisefnið. Amma og afi stóðu oft ljóslifandi fyrir mér þegar ég var að semja lögin, ég gat líka skoðað myndir og myndefni af þeim til að fá innblástur. Mér finnst ég eiginlega vera mjög heppin að hafa haft aðgang að þessu fallega efni og að það sé innan fjölskyldunnar.“ Anna María segir að hún hafi eingöngu fengið jákvæð viðbrögð frá fjölskyldumeðlimum um þetta verkefni. „Flestum finnst gaman að búið sé að gefa þessum ástarljóðum nýtt líf á þennan hátt. Ég held líka að verkefni eins og þetta fái aðra dýpt þar sem bæði afi og amma eru látin og við erum að segja þeirra sögu eftir þeirra dag.“ Anna María Björnsdóttir flutti nýlega heim eftir tíu ára dvöl í Danmörku. Þar vann hún Dönsku tónlistarverðlaunin með hljómsveitinni IKI.Aðsend mynd Samrýmd hjón og gott teymi Anna María sá samband þeirra með augum barnabarns. Þau hafi alltaf verið ótrúlega skemmtileg og alltaf létt andrúmsloft í kringum þau. „Manni leið alltaf vel með þeim. Þau voru mjög samrýmd og gott teymi. Afi var rólegur en mikill húmoristi á laun. Það var alltaf þægilegt að vera í kringum hann. Amma var alltaf hlæjandi og glöð, vinsæll leikur hjá barnabörnunum var „amma komdu að hlæja“ og svo var bara hlegið. Amma var samt mjög svona heimspekilega þenkjandi hef ég heyrt frá eldri systkinum mínum sem áttu mjög heimspekilegar umræður við hana um lífið og tilveruna.“ Platan kom út árið 2015 en Anna María segir að enn þann dag í dag eigi hún stundum erfitt með að syngja lögin því ljóðin fái hana til að tárast, stundum yfir söknuði, stundum yfir fegurðinni í orðunum. „Fljótlega eftir að ég man eftir mér var amma komin með alzheimer en það var samt alltaf gaman að heimsækja hana, hún gat ennþá hlegið og verið glöð. Afa heimsótti ég svo meira allt þar til hann dó árið 2008 og átti ég ótrúlega góðar stundir með honum þar sem hann sagði mér til dæmis frá gömlu dögunum, þar sem hann bjó í torfbænum Tungu í Skagafirði.“ Ólafur Björn afi Önnu Maríu kenndi henni mikilvægi þess að sinna áhugamálum sínum og að það er hægt að gera þau að hluta af lífi sínu. „Garðvinna hefur held ég verið hans hugleiðsla en hann eyddi miklum tíma við að dunda sér í garðinum og úti í gróðurhúsinu. Þessi tenging við náttúruna sem afi hafði og skín í gegnum ljóðin hans hafa einnig haft áhrif á mig, einskonar lotning fyrir náttúrunni. Amma hefur líka ómeðvitað kennt mér fíflaskap og ærslagang.“ Ætluðu að hittast „að handan“ Anna María segir að efni ljóðanna hafi breyst töluvert í gegnum árin þó að rauði þráðurinn í þeim hafi alltaf verið ástin. „Eftir að hafa grúskað í ljóðunum hans finnst mér eins og í byrjun hafi hann verið að yrkja um ástina í núinu, brosið hennar, hvernig honum líður með henni en einnig draumar og vonir um framtíðina. Það gerir hann til dæmis í ljóðinu Ljóðabréf. „... Ég hugsa um það, hvort ástin okkar alla sigri ei þraut og okkur fylgi, er fölna lokkar, fram á huldu braut. ...“ Ljóðabréf orti hann 18. júní 1945. Á stöku stað í þessum fyrstu ljóðum yrkir hann þó um dauðann á mjög fallegan hátt. Það gerir hann til dæmis í Rökkurljóði. „... Þegar hinzta kvöldið kemur kveð ég lífsins strönd glaður, og í gullnu skini glitra sólarlönd. Þar sem rætast draumar dýrir dags, sem eitt sinn var. - Þeir sem unnast hér í heimi hittast aftur þar. ...“ Hann yrkir þetta ljóð á svipuðum tíma og Ljóðabréfið sem segir að hann hafi séð fyrir sér að þau myndu hittast aftur „að handan“ eftir þeirra dag. Og þó voru þau bara 26 eða 27 ára þegar þetta var ort. Í einu af síðustu ljóðunum sem hann orti horfir hann yfir farinn veg með henni og lýsir honum. Það gerir hann til dæmis í ljóðinu Í ljósi augna þinna. Þetta ljóð orti hann árið 1992 og þau farin að eldast. „Eins og ljúfur, bjartur dagur hefur líf mitt gengið hjá, í ljósi augna þinna. Svifið eins og blærinn um sumarfjöllin blá til sólskinsdrauma minna. --- Draumanna, sem lifðu í ljósi augna þinna.“ Ólafur og Elín ásamt börnum sínum.Mynd úr einkasafni Hlýjaði hjartarótunum Anna María flutti nýverið til Íslands eftir 10 ára búsetu í Danmörku. Hún söng lengi í Norrænu spunasönghljómsveitinni IKI, gaf út tvær plötur með þeim. Önnur þeirra vann Dönsku tónlistarverðlaunin árið 2011. Anna María gaf einnig út sólóplötuna Saknað fornaldar árið 2012. Söngkonan gaf svo út plötuna sína, Hver stund með þér - ástarljóð afa til ömmu í 60 ár, árið 2015. Samhliða því var unnin heimildarmynd um verkefnið. Myndin var frumsýnd á RIFF árið 2015 og verður sýnd á RÚV þann 15. janúar klukkan 20:20. Að því tilefni ætlar Anna María að halda tónleika í Iðnó þann 20. janúar næstkomandi. Hún segist hafa lært mikið af því að gera heimildarmynd um þetta verkefni. „Afi átti gamla kvikmyndatökuvél og hafði tekið upp þöglar kvikmyndir. Pabbi minn hafði svo farið með VHS myndavélina sína nokkrum áratugum síðar og tekið upp lífið heima hjá þeim í Langagerði. Tjarnargatan var svo í samstarfi við okkur í upptökunum á viðtölunum og myndefni fyrir tónlistina sem notað var í heimildarmyndina. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir leikstýrði myndinni sem var alveg frábært, hún hafði einmitt gert heimildarmynd um ástarsögu ömmu hennar og afa áður þannig hún var fullkomin að fá í þetta verkefni. Ólafur Már Björnsson elsti bróðir minn sá svo um klippingu á myndinni.“ Þau fengu einnig ljósmyndir héðan og þaðan úr fjölskyldunni þannig að þau höfðu úr nógu efni að vinna úr. „Ég myndi segja að það meira hlýjaði hjartarótunum að skoða allt þetta gamla myndefni og veitti mér líka innblástur á margan hátt. Það var til töluvert af myndefni frá ferðalögum um Ísland, ekta útilegustemningu og þetta hefur fengið mig til að vilja skapa fleiri svoleiðis minningar.“ Anna María segir að hjónin hafi verið sterkt teymi. Ljóðin sem afi hennar samdi hafi sýnt að hann tók eiginkonu sinni aldrei sem sjálfsögðum hlut.Myndir úr einkasafni Skildu ekki orð í ljóðunum Anna María segir að þetta verkefni hafi verið virkilega skemmtilegt og veitt henni mikinn innblástur á sama tíma. Önnu Maríu fannst ekki erfitt að skoða myndir og myndbönd frá hjónabandi þeirra Ólafar og Elínar og rifja upp minningar. „Viðbrögðin við plötunni hafa verið mjög góð. Verkefnið er svo tímalaust og það tengja flestir við fallega ástarsögu á einhvern hátt. Ég gaf plötuna út á Íslandi og í Þýskalandi á Nordic Notes útgáfufyrirtæki. Ég fór í eitt tónleikaferðalag um Þýskaland og Sviss til að kynna plötuna á vegum Nordic Notes en tók eftir það smá pásu. Það var mjög gaman að sjá Þjóðverjana og Svisslendingana tengja við verkefnið, þó þeir skildu ekki orð í ljóðunum.“Tónleikar Önnu Maríu verða í Iðnó mánudaginn 20. janúar klukkan 20. „Undirbúningurinn gengur vel, er í fullum gangi og nóg að gera. Á tónleikunum verður tónlistin af plötunni flutt ásamt brotum úr heimildarmyndinni. Ég er með alveg frábæra hljómsveit með mér; Andri Ólafsson bassi og söngur, Magnús Tryggvason Eliassen trommur, Gunnar Jónsson gítar og söngur, Grímur Helgason klarínett, Margrét Arnardóttir harmonikka, Unnur Jónsdóttir selló, Björn Már Ólafsson sög, Jesper Pedersen söngur, ég syng og spila á píanó. Svavar Knútur syngur með á plötunni en verður því miður ekki með á þessum tónleikunum.“ Anna María byrjaði fyrst að skoða ljóðin almennilega eftir að amma hennar og afi létust, með árs millibili, 2007 og 2008.Mynd úr einkasafni Anna María segir að hún eigi mjög erfitt með að velja eitt ljóð í uppáhaldi af þessum 53 sem afi hennar skrifaði. „En ef ég á að velja eitt sem mér finnst mjög fallegt og hreyfir við mér í hvert sinn þá er það Eitt lítið ljóð.“ Ljóðið var samið í ágúst árið 1951. „Ég get ekki sungið þér sólfagran óð né seitt burtu kulda og hregg, en örlítið fátæklegt, flöktandi ljóð að fótum þér hikandi legg. Og þó eru í ljóðinu líf mitt og sál mín lofgjörð og þökk fyrir allt, sem tendraði í hjarta mér brennandi bál og bugaði skammdegið kalt. Þú komst inn í líf mitt sem ljómandi vor og lífgaðir blómin mín öll. Og andblær þinn vermdi mín vonlausu spor er ég villtist um tómleikans fjöll. Þá varð förin mér ljúf, þá varð gatan mér greið, þá fékk ganga mín stefnu og mið. Þá varð framundan blómskrýdd og brosandi leið, þar blasti nú hamingjan við. Þú færðir mér lífið, þú færðir mér allt, sem fegurst og dýrast ég ann. Þú veizt kannski ei sjálf hve í sál mér var kalt unz ég sumar þíns ástríkis fann. En í hjarta mér geymi ég glitrandi sjóð, eina gleym-mér-ei, hún er til þín! -Svona örlítið fátæklegt, flöktandi ljóð er minn fjársjóður, ástin mín!“ Anna María segir að hún tárist stundum þegar hún syngur texta afa síns.Aðsend mynd Anna María segir að hún sé núna að vinna í nýrri tónlist og í þetta skiptið er hún bæði að semja lög og texta. „Ég er í fyrsta sinn að semja mína eigin texta, sem er alveg nýtt fyrir mér. Ég reikna með að gefa út EP plötu í ár með þeirri tónlist.“
Ástin og lífið Tónlist Viðtal Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira