Fólk sem veðjar á Vestfirði Guðmundur Gunnarsson skrifar 10. janúar 2020 09:00 Vestfirðir væru í vondum málum ef ekki væri fyrir innspýtingu fólks af erlendum uppruna. Þetta er staðreynd. Byggðirnar væru fámennari, fyrirtækin veikari og mannlífið fábrotnara. Samt getur maður vart vafrað um internetið öðruvísi en að rekast á þjóðrembu, hræðsluáróður og óbeislaða andúð í garð þeirra sem hafa kosið að deila pleisinu með okkur. Mest er þetta reyndar endemis bull og rangfærslur. En förum aðeins yfir þetta. Tuttugu prósent þeirra sem búa á Vestfjörðum í dag fæddust í öðru landi eða eiga foreldra sem fæddust utan Íslands. Þessi hópur er oft kallaður innflytjendur. Nú eða bara Pólverjar, sem er beinlínis kjánalegt því orðið er notað óháð því hvar viðkomandi á rætur. Í mínum huga eru þau fyrst og fremst Vestfirðingar. Ég vona bara að þau skilgreini sig þannig líka. Með tíð og tíma. Ólíkir bakpokar auðga nefnilega samfélög og menningarleg fjölbreytni er fjársjóður, ekki veikleiki. Þvert á fyrirferðarmikla umræðu hafa rannsóknir sýnt að innflytjendur auka beinlínis framleiðni í samfélögum. Klippt og skorið. Sama hvort um er að ræða Serba á Íslandi, Hondúra í Frakklandi eða Íslending í Kanada. Þeir sem fæðast í öðru landi, eða hafa reynslu af því að búa annarsstaðar, koma inn í samfélög með miklu fleiri kosti en ókosti. Slík reynsla veitir annað sjónsvið, víðari linsu og mikilvægan samanburð. Vestfirðingar af erlendum uppruna búa þannig yfir öðruvísi færni en þeir sem fyrir eru. Þau koma inn með nýjar hugmyndir og önnur tengsl. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem fyrir eru. Öðru nær. Allir eru mikilvægir og þetta snýst fyrst og fremst um ótvíræða kosti fjölbreytninnar. Við verðum að fara að viðurkenna og hampa því opinberlega að Vestfirðir, eins og mörg önnur landsvæði, hafa hagnast gríðarlega á erlendri innspýtingu síðustu áratugina. Bæði í efnahagslegum og menningarlegum skilningi. Við eigum því að tala fjölmenninguna upp, ekki niður. Vera stolt af henni. Og talandi um stolt og stöðu Vestfjarða. Hvernig höldum við að staðan væri á Vestfjörðum ef erlendra áhrifa hefði ekki notið við á meðan við sigldum í gegnum langvarandi niðursveiflu og fólksfækkun? Niðursveiflu sem var svo djúp og langvinn að stóra efnahagshrunið - sem aldrei náði almennilega vestur - virkar eins og ómerkileg bransasaga í samanburðinum. Hvað væru íbúar Vestfjarða margir í dag ef fólk af erlendum uppruna hefði ekki gert sér grein fyrir atvinnutækifærunum sem Íslendingar fúlsuðu við? Hvernig hefði sjávarútvegsfyrirtækjum og grunnstoðum samfélagsins reitt af án erlends vinnuafls? Hvernig stæðu sveitarfélögin, þjónustan, menningin? Svo mál líka benda á að staðan í dag er enn ósköp svipuð og varnarbaráttan stendur enn yfir. Við erum enn í þeim sporum að þurfa bráðnauðsynlega að laða til okkar fólk. Við þurfum að auka stærðarhagkvæmni og bregðast við breyttri aldurssamsetningu. Allt annað er afneitun. Okkur vantar sem sagt fólk en okkur vantar líka frjóan jarðveg sem elur af sér skapandi hugsun, nýsköpun og ferska nálgun. Við þurfum ekki bara að fjölga Vestfirðingum, við þurfum líka að auka samkeppnishæfni samfélagsins. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að í hópum og samfélögum þar sem fólk af ólíkum uppruna vinnur saman, myndast gjarnan eftirsóknarverður jarðvegur sem beinlínis elur af sér sköpun og frumkvöðlastarf. Þetta er hinn augljósi kjarni máls sem blasir við öllum þeim sem láta ekki ótta við hið óþekkta villa um fyrir sér. Við eigum því að fagna allri fjölbreytni. Bæði í orði og á borði. Fagna hverjum einasta einstaklingi sem ákveður að deila Vestfjörðum með okkur og auðga þannig mannlíf, atvinnulíf og menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að þeim líði vel og að þau fái hlýjar móttökur. Annars höfum við brugðist. Bæði þeim sem hingað koma og okkur sjálfum. Upp með Vestfirði.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Guðmundur Gunnarsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Vestfirðir væru í vondum málum ef ekki væri fyrir innspýtingu fólks af erlendum uppruna. Þetta er staðreynd. Byggðirnar væru fámennari, fyrirtækin veikari og mannlífið fábrotnara. Samt getur maður vart vafrað um internetið öðruvísi en að rekast á þjóðrembu, hræðsluáróður og óbeislaða andúð í garð þeirra sem hafa kosið að deila pleisinu með okkur. Mest er þetta reyndar endemis bull og rangfærslur. En förum aðeins yfir þetta. Tuttugu prósent þeirra sem búa á Vestfjörðum í dag fæddust í öðru landi eða eiga foreldra sem fæddust utan Íslands. Þessi hópur er oft kallaður innflytjendur. Nú eða bara Pólverjar, sem er beinlínis kjánalegt því orðið er notað óháð því hvar viðkomandi á rætur. Í mínum huga eru þau fyrst og fremst Vestfirðingar. Ég vona bara að þau skilgreini sig þannig líka. Með tíð og tíma. Ólíkir bakpokar auðga nefnilega samfélög og menningarleg fjölbreytni er fjársjóður, ekki veikleiki. Þvert á fyrirferðarmikla umræðu hafa rannsóknir sýnt að innflytjendur auka beinlínis framleiðni í samfélögum. Klippt og skorið. Sama hvort um er að ræða Serba á Íslandi, Hondúra í Frakklandi eða Íslending í Kanada. Þeir sem fæðast í öðru landi, eða hafa reynslu af því að búa annarsstaðar, koma inn í samfélög með miklu fleiri kosti en ókosti. Slík reynsla veitir annað sjónsvið, víðari linsu og mikilvægan samanburð. Vestfirðingar af erlendum uppruna búa þannig yfir öðruvísi færni en þeir sem fyrir eru. Þau koma inn með nýjar hugmyndir og önnur tengsl. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem fyrir eru. Öðru nær. Allir eru mikilvægir og þetta snýst fyrst og fremst um ótvíræða kosti fjölbreytninnar. Við verðum að fara að viðurkenna og hampa því opinberlega að Vestfirðir, eins og mörg önnur landsvæði, hafa hagnast gríðarlega á erlendri innspýtingu síðustu áratugina. Bæði í efnahagslegum og menningarlegum skilningi. Við eigum því að tala fjölmenninguna upp, ekki niður. Vera stolt af henni. Og talandi um stolt og stöðu Vestfjarða. Hvernig höldum við að staðan væri á Vestfjörðum ef erlendra áhrifa hefði ekki notið við á meðan við sigldum í gegnum langvarandi niðursveiflu og fólksfækkun? Niðursveiflu sem var svo djúp og langvinn að stóra efnahagshrunið - sem aldrei náði almennilega vestur - virkar eins og ómerkileg bransasaga í samanburðinum. Hvað væru íbúar Vestfjarða margir í dag ef fólk af erlendum uppruna hefði ekki gert sér grein fyrir atvinnutækifærunum sem Íslendingar fúlsuðu við? Hvernig hefði sjávarútvegsfyrirtækjum og grunnstoðum samfélagsins reitt af án erlends vinnuafls? Hvernig stæðu sveitarfélögin, þjónustan, menningin? Svo mál líka benda á að staðan í dag er enn ósköp svipuð og varnarbaráttan stendur enn yfir. Við erum enn í þeim sporum að þurfa bráðnauðsynlega að laða til okkar fólk. Við þurfum að auka stærðarhagkvæmni og bregðast við breyttri aldurssamsetningu. Allt annað er afneitun. Okkur vantar sem sagt fólk en okkur vantar líka frjóan jarðveg sem elur af sér skapandi hugsun, nýsköpun og ferska nálgun. Við þurfum ekki bara að fjölga Vestfirðingum, við þurfum líka að auka samkeppnishæfni samfélagsins. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að í hópum og samfélögum þar sem fólk af ólíkum uppruna vinnur saman, myndast gjarnan eftirsóknarverður jarðvegur sem beinlínis elur af sér sköpun og frumkvöðlastarf. Þetta er hinn augljósi kjarni máls sem blasir við öllum þeim sem láta ekki ótta við hið óþekkta villa um fyrir sér. Við eigum því að fagna allri fjölbreytni. Bæði í orði og á borði. Fagna hverjum einasta einstaklingi sem ákveður að deila Vestfjörðum með okkur og auðga þannig mannlíf, atvinnulíf og menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að þeim líði vel og að þau fái hlýjar móttökur. Annars höfum við brugðist. Bæði þeim sem hingað koma og okkur sjálfum. Upp með Vestfirði.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun