Umfjöllun: Selfoss - Fylkir 0-1 | Fylkir stal stigunum þremur á Selfossi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 15:51 Dagný Brynjarsdóttir - sem og aðrir Selfyssingar - fann enga leið fram hjá Cecilíu Rán í marki Fylkis í dag. Vísir/Bára Fylkir vann ótrúlegan 1-0 sigur á Selfossi í dag er Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu fór aftur af stað. Sigurinn var allt annað en sanngjarn en heimastúlkur réðu lögum og lofum frá upphafi til enda. Markið kom í uppbótartíma og má með sanni segja að Fylkir hafi stolið þremur stigum á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag. Aðstæður til knattspyrnu voru upp á tíu í dag og það nýttu Selfyssingar sér. Þær léku frábærlega nær allan leikinn en náðu á einhvern ótrúlegan hátt ekki að nýta þann fjölda færa sem þær fengu. Þegar heimastúlkur komust loks í gegnum þéttan varnarmúr Fylkis – sem nánast spilaði með alla leikmenn á bakvið boltann í dag – þá beið þeirra Cecilía Rán Rúnarsdóttir en hún var í banastuði í marki Fylkis í dag. Cecilía varði 2-3 frábærlega í fyrri hálfleik, þá sérstaklega skalla Hólmfríðar Magnúsardóttur sem markvörðurinn efnilegi blakaði í slánna. Þá átti hún einkar auðvelt með að vaða út í teiginn og grípa aukaspyrnur Selfyssinga en heimastúlkur sendu nær allar aukaspyrnur beint í lúkurnar á Cecilíu. Cecilía Rán átti stóran þátt í að Fylkisstúlkur fóru með öll 3 stigin heim. Hér má sjá frábæra markvörslu hjá hinni bráðefnilegu Cecilíu. #pepsimax #bestasætið pic.twitter.com/Cb0OC7SEsO— Stöð 2 Sport (@St2Sport) August 16, 2020 Að því sögðu fengu gestirnir langbesta færi fyrri hálfleiks eftir að Anna Björk Kristjánsdóttir – miðvörður Selfyssinga – rann á rassinn. Brynja Arna Níelsdóttir var í góðu skotfæri hægra megin í vítateignum og lét vaða. Boltinn stefndi í stöng og inn en Kaylan Jenna Marckese varði meistaralega í markinu. Staðan því markalaus í hálfleik. Gestirnir hættu sér framar í síðari hálfleik en hann spilaðist samt sem áður nokkuð eins og sá fyrri. Fylkir fékk nokkur ágætis skotfæri en ekkert mikið meira en það. Á sama tíma fengu heimastúlkur nóg af færum til að skora en allt kom fyrir ekki. Hólmfríður mun eflaust eiga erfitt með að sofna en hún klúðraði algjöru dauðafæri um miðbik síðari hálfleiks ásamt því að fá nokkur önnur fín færi. Dagný Brynjarsdóttir fékk einnig mjög góð færi færi – bæði í opnum leik sem og eftir hornspyrnur Clöru Sigurðardóttur. Dagný setti boltann hins vegar annað hvort fram hjá markinu eða í hendurnar á Cecilíu. Eflaust á hún einnig eftir að eiga erfitt með svefn í nótt. Aftur voru það þó gestirnir sem fengu besta færið en Bryndís Arna skallaði frábæra fyrirgjöf frá vinstri yfir markið en Kaylan var komin vel út úr markinu. Markvörðurinn greip í tómt en sem betur fer fyrir hana – og Selfoss – fór boltinn yfir markið. Þetta var á 83. mínútu og hefi að öllum líkindum verið sigurmark leiksins. Sigurmarkið kom hins vegar í uppbótartíma. Bryndís Arna fékk þá fyrirgjöf frá Maríu Evu Eyjólfsdóttir af hægri vængnum. Kaylan kom út í Bryndísi en náði ekki knettinum og náði Bryndís að slæma fæti í knöttinn sem söng í netinu. Staðan orðin 1-0 og reyndust það lokatölur. Sannkallað rán um hábjartan dag á Selfossi. Af hverju vann Fylkir? Það er erfitt að svara því. Þær nýttu eitt af þeim þremur góðu færum sem þær fengu á meðan Selfyssingar nýttu engin af sínum. Hverjar stóðu upp úr ? Cecilía Rán átti stórbrotinn leik í marki Fylkis og var verðskuldað valin besti leikmaður vallarins. Þvílík og önnur eins frammistaðan. Bryndís Arna var mjög góð í fremstu víglínu þrátt fyrir að fá úr litlu að moða. Þá átti María Eva góðan leik í hægri bakverði. Hjá Selfyssingum var Kaylan mjög góð í markinu þó maður setji smá spurningamerki við mark Fylkis. Clara Sigurðardóttir var góð á miðjunni og Tiffany var góð í fremstu víglínu. Hólmfríður hefði svo líklega skorað í nær öllum öðrum leikjum miðað við færin sem hún fékk en Cecilía sá alltaf við henni. Hvað mátti betur fara? Færanýting Selfyssinga var vægast sagt skelfileg. Dagný fékk nóg af færum til að skora en því miður tókst henni ekki að hitta markið í öllum þeirra. Þá hefðu Selfyssingar mögulega mátt taka fleiri áhættur fram á við en að því sögðu vildu þær ekki taka óþarfa áhættur með staðan var enn markalaus. Hvað gerist næst? Eftir aðeins þrjá daga verða Eyjastúlkur í heimsókn í Árbænum en degi síðar taka Selfyssingar á móti KR-ingum hér á Selfossi. Pepsi Max-deild karla UMF Selfoss Fylkir Fótbolti Íslenski boltinn
Fylkir vann ótrúlegan 1-0 sigur á Selfossi í dag er Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu fór aftur af stað. Sigurinn var allt annað en sanngjarn en heimastúlkur réðu lögum og lofum frá upphafi til enda. Markið kom í uppbótartíma og má með sanni segja að Fylkir hafi stolið þremur stigum á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag. Aðstæður til knattspyrnu voru upp á tíu í dag og það nýttu Selfyssingar sér. Þær léku frábærlega nær allan leikinn en náðu á einhvern ótrúlegan hátt ekki að nýta þann fjölda færa sem þær fengu. Þegar heimastúlkur komust loks í gegnum þéttan varnarmúr Fylkis – sem nánast spilaði með alla leikmenn á bakvið boltann í dag – þá beið þeirra Cecilía Rán Rúnarsdóttir en hún var í banastuði í marki Fylkis í dag. Cecilía varði 2-3 frábærlega í fyrri hálfleik, þá sérstaklega skalla Hólmfríðar Magnúsardóttur sem markvörðurinn efnilegi blakaði í slánna. Þá átti hún einkar auðvelt með að vaða út í teiginn og grípa aukaspyrnur Selfyssinga en heimastúlkur sendu nær allar aukaspyrnur beint í lúkurnar á Cecilíu. Cecilía Rán átti stóran þátt í að Fylkisstúlkur fóru með öll 3 stigin heim. Hér má sjá frábæra markvörslu hjá hinni bráðefnilegu Cecilíu. #pepsimax #bestasætið pic.twitter.com/Cb0OC7SEsO— Stöð 2 Sport (@St2Sport) August 16, 2020 Að því sögðu fengu gestirnir langbesta færi fyrri hálfleiks eftir að Anna Björk Kristjánsdóttir – miðvörður Selfyssinga – rann á rassinn. Brynja Arna Níelsdóttir var í góðu skotfæri hægra megin í vítateignum og lét vaða. Boltinn stefndi í stöng og inn en Kaylan Jenna Marckese varði meistaralega í markinu. Staðan því markalaus í hálfleik. Gestirnir hættu sér framar í síðari hálfleik en hann spilaðist samt sem áður nokkuð eins og sá fyrri. Fylkir fékk nokkur ágætis skotfæri en ekkert mikið meira en það. Á sama tíma fengu heimastúlkur nóg af færum til að skora en allt kom fyrir ekki. Hólmfríður mun eflaust eiga erfitt með að sofna en hún klúðraði algjöru dauðafæri um miðbik síðari hálfleiks ásamt því að fá nokkur önnur fín færi. Dagný Brynjarsdóttir fékk einnig mjög góð færi færi – bæði í opnum leik sem og eftir hornspyrnur Clöru Sigurðardóttur. Dagný setti boltann hins vegar annað hvort fram hjá markinu eða í hendurnar á Cecilíu. Eflaust á hún einnig eftir að eiga erfitt með svefn í nótt. Aftur voru það þó gestirnir sem fengu besta færið en Bryndís Arna skallaði frábæra fyrirgjöf frá vinstri yfir markið en Kaylan var komin vel út úr markinu. Markvörðurinn greip í tómt en sem betur fer fyrir hana – og Selfoss – fór boltinn yfir markið. Þetta var á 83. mínútu og hefi að öllum líkindum verið sigurmark leiksins. Sigurmarkið kom hins vegar í uppbótartíma. Bryndís Arna fékk þá fyrirgjöf frá Maríu Evu Eyjólfsdóttir af hægri vængnum. Kaylan kom út í Bryndísi en náði ekki knettinum og náði Bryndís að slæma fæti í knöttinn sem söng í netinu. Staðan orðin 1-0 og reyndust það lokatölur. Sannkallað rán um hábjartan dag á Selfossi. Af hverju vann Fylkir? Það er erfitt að svara því. Þær nýttu eitt af þeim þremur góðu færum sem þær fengu á meðan Selfyssingar nýttu engin af sínum. Hverjar stóðu upp úr ? Cecilía Rán átti stórbrotinn leik í marki Fylkis og var verðskuldað valin besti leikmaður vallarins. Þvílík og önnur eins frammistaðan. Bryndís Arna var mjög góð í fremstu víglínu þrátt fyrir að fá úr litlu að moða. Þá átti María Eva góðan leik í hægri bakverði. Hjá Selfyssingum var Kaylan mjög góð í markinu þó maður setji smá spurningamerki við mark Fylkis. Clara Sigurðardóttir var góð á miðjunni og Tiffany var góð í fremstu víglínu. Hólmfríður hefði svo líklega skorað í nær öllum öðrum leikjum miðað við færin sem hún fékk en Cecilía sá alltaf við henni. Hvað mátti betur fara? Færanýting Selfyssinga var vægast sagt skelfileg. Dagný fékk nóg af færum til að skora en því miður tókst henni ekki að hitta markið í öllum þeirra. Þá hefðu Selfyssingar mögulega mátt taka fleiri áhættur fram á við en að því sögðu vildu þær ekki taka óþarfa áhættur með staðan var enn markalaus. Hvað gerist næst? Eftir aðeins þrjá daga verða Eyjastúlkur í heimsókn í Árbænum en degi síðar taka Selfyssingar á móti KR-ingum hér á Selfossi.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti