Kolbeinn í botnbaráttu í fyrsta sinn: „Erfitt að vera utan vallar“ Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 16:30 Kolbeinn Sigþórsson í leiknum við Östersund í fyrrakvöld. VÍSIR/GETTY Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur til keppni í gær en náði ekki að koma í veg fyrir enn eitt tap AIK sem er einu stigi frá botnsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Kolbeinn hafði verið frá keppni í rúman mánuð þegar hann lék seinni hálfleikinn í 1-0 tapi gegn Östersund í gær. Í fjarveru Kolbeins hefur AIK gengið allt í óhag, enn verr en fyrr á leiktíðinni, en liðið vann aðeins einn leik af níu þá daga sem Kolbeins naut ekki við. Kolbeinn segir í samtali við Fotbollskanalen að það hafi verið afar erfitt að fylgjast með sínu liði síðustu vikur. „Já, auðvitað. Ég vil vera á vellinum og reyna að hjálpa til og nýta mína reynslu. Þegar þú getur ekki sinnt þínu starfi, ert á hliðarlínunni og sérð að liðið nær ekki að gera það sem að allir vilja, þá er erfitt að vera utan vallar. Það er allt auðveldara þegar hlutirnir ganga vel en svona er boltinn og við verðum að átta okkur á þeirri stöðu sem við erum í. Við verðum að snúa genginu við eins fljótt og hægt er,“ sagði Kolbeinn, feginn að vera farinn að geta spilað aftur. „Það var frábært að komast aftur inn á völlinn. Ég hefði viljað gera það fyrr því ég hef misst af níu leikjum, en ég er ánægður með að vera kominn aftur og vonandi get ég staðið fyrir mínu,“ sagði Kolbeinn. Ný reynsla fyrir mig Kolbeinn kom til AIK í fyrravor eftir leiðindatíma hjá Nantes í Frakklandi þar sem meiðsli og deilur við eiganda félagsins urðu til þess að hann spilaði varla fótbolta í tvö og hálft ár. Hann hefur einnig spilað með Ajax og AZ í Hollandi, þar sem hann raðaði inn mörkum, og aldrei leikið með liði í eins slæmri stöðu og AIK er nú. „Ég hef aldrei verið í botnbaráttu áður svo þetta er ný reynsla fyrir mig. Það hefur samt gengið upp og niður, og pressa verið til staðar, hvar sem ég hef verið en með öðrum hætti en núna. Við erum með nógu gott lið til að snúa genginu við,“ segir Kolbeinn sem er ekki viss um að hann sé kominn í líkamlegt ástand til að byrja leikinn við Falkenberg á sunnudag. „Við verðum að sjá til. Ég spilaði mínar fyrstu mínútur núna og hafði bara viku til að undirbúa mig fyrir þennan leik. Við sjáum til hvernig ég jafna mig en ef það gengur vel eru allar líkur á að ég verði klár í slaginn.“ Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. ágúst 2020 19:02 Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. 12. ágúst 2020 16:10 Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur til keppni í gær en náði ekki að koma í veg fyrir enn eitt tap AIK sem er einu stigi frá botnsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Kolbeinn hafði verið frá keppni í rúman mánuð þegar hann lék seinni hálfleikinn í 1-0 tapi gegn Östersund í gær. Í fjarveru Kolbeins hefur AIK gengið allt í óhag, enn verr en fyrr á leiktíðinni, en liðið vann aðeins einn leik af níu þá daga sem Kolbeins naut ekki við. Kolbeinn segir í samtali við Fotbollskanalen að það hafi verið afar erfitt að fylgjast með sínu liði síðustu vikur. „Já, auðvitað. Ég vil vera á vellinum og reyna að hjálpa til og nýta mína reynslu. Þegar þú getur ekki sinnt þínu starfi, ert á hliðarlínunni og sérð að liðið nær ekki að gera það sem að allir vilja, þá er erfitt að vera utan vallar. Það er allt auðveldara þegar hlutirnir ganga vel en svona er boltinn og við verðum að átta okkur á þeirri stöðu sem við erum í. Við verðum að snúa genginu við eins fljótt og hægt er,“ sagði Kolbeinn, feginn að vera farinn að geta spilað aftur. „Það var frábært að komast aftur inn á völlinn. Ég hefði viljað gera það fyrr því ég hef misst af níu leikjum, en ég er ánægður með að vera kominn aftur og vonandi get ég staðið fyrir mínu,“ sagði Kolbeinn. Ný reynsla fyrir mig Kolbeinn kom til AIK í fyrravor eftir leiðindatíma hjá Nantes í Frakklandi þar sem meiðsli og deilur við eiganda félagsins urðu til þess að hann spilaði varla fótbolta í tvö og hálft ár. Hann hefur einnig spilað með Ajax og AZ í Hollandi, þar sem hann raðaði inn mörkum, og aldrei leikið með liði í eins slæmri stöðu og AIK er nú. „Ég hef aldrei verið í botnbaráttu áður svo þetta er ný reynsla fyrir mig. Það hefur samt gengið upp og niður, og pressa verið til staðar, hvar sem ég hef verið en með öðrum hætti en núna. Við erum með nógu gott lið til að snúa genginu við,“ segir Kolbeinn sem er ekki viss um að hann sé kominn í líkamlegt ástand til að byrja leikinn við Falkenberg á sunnudag. „Við verðum að sjá til. Ég spilaði mínar fyrstu mínútur núna og hafði bara viku til að undirbúa mig fyrir þennan leik. Við sjáum til hvernig ég jafna mig en ef það gengur vel eru allar líkur á að ég verði klár í slaginn.“
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. ágúst 2020 19:02 Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. 12. ágúst 2020 16:10 Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. ágúst 2020 19:02
Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. 12. ágúst 2020 16:10
Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn