Eiður Smári: Fannst eins og það hafi verið kippt undan manni fótunum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. ágúst 2020 09:30 Eiður Smári í viðtalinu. vísir/skjáskot Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðaþjálfari FH, segir að það hafi verið eins og kippt hafi verið undan honum fótunum er Pepsi Max-deild karla hafi verið sett á pásu, skömmu eftir að Eiður tók við starfinu. Eiður Smári og Logi Ólafsson náðu einungis þremur deildarleikjum og einum bikarleik áður en allt var sett á pásu vegna kórónuveirunnar. Eiður ræddi við Guðmund Hilmarsson hjá Fésbókar-síðu FHingar um að Pepsi Max-deildin sé að snúa aftur eftir pásu og hvernig FH-ingar hafa nýtt hana. „Ég var tiltölulega nýkominn og nýbyrjaður í starfi og þá var aðeins kippt undan manni fótunum fannst manni. Þetta er því miður heimurinn sem við lifum í, í dag, en ég held að við séum nokkuð sáttir með hvernig við nýttum þessa daga. Við erum fullir tilhlökkunar að byrja að spila,“ sagði Eiður en FH mætir KR í kvöld og Stjörnunni á mánudag. „Við viljum ekki líta of langt fram í tímann þó að það sé stutt á milli. Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum aðeins hvar við stöndum gegn einu af sterkustu liðunum. Það verður frábær áskorun fyrir okkur, sem þjálfarateymi, og sem lið.“ Leikirnir eru mikilvægir fyrir FH-liðið ætli liðið að berjast í hópi þeirra bestu í sumar. „Það er eitt af því sem við höfum talað um. Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið. Þú kemst ekki á toppinn nema að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt og eru leikirnir sem við viljum spila.“ FH hefur fengið tvo nýja leikmenn frá því að Eiður og Logi tóku við. Eggert Gunnþór Jónsson kom heim frá Danmörku og Ólafur Karl Finsen kemur að láni frá Val. „Eggert hefur komið frábærlega inn í þetta og maður hefur nánast ekki tekið eftir honum sem er gott. Í því samhengi að okkur liður eins og hann sé búinn að vera hérna alltaf. Hann hefur komið inn í klefann og náð að aðlagast tiltölulega fljótt. Við vitum alveg hvað við fráum frá Eggerti, ekki bara í næstu leikjum heldur á næstu árum.“ „Svo kemur Óli sem er sérstök týpa en við vitum hvað hann kann í fótbolta. Ef að það verða fyrirsagnirnar hversu góður hann er í fótbolta þá höfum við unnið okkar starf.“ Þetta er fyrsta þjálfarastarf Eiðs hjá félagsliði og hann þrífst í þessu.. „Allar mínar efasemdir áður en ég tók þetta að mér, hvort ég væri tilbúinn í þetta dags daglega, eru allar farnar. Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum deginum,“ en gæti hann hugsað sér að vera lengur hjá FH en út þessa leiktíð? „Það er leikur á morgun,“ sagði Eiður léttur. Leikur FH og KR hefst klukkan 18.00 í kvöld í beinni útsendingu en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðaþjálfari FH, segir að það hafi verið eins og kippt hafi verið undan honum fótunum er Pepsi Max-deild karla hafi verið sett á pásu, skömmu eftir að Eiður tók við starfinu. Eiður Smári og Logi Ólafsson náðu einungis þremur deildarleikjum og einum bikarleik áður en allt var sett á pásu vegna kórónuveirunnar. Eiður ræddi við Guðmund Hilmarsson hjá Fésbókar-síðu FHingar um að Pepsi Max-deildin sé að snúa aftur eftir pásu og hvernig FH-ingar hafa nýtt hana. „Ég var tiltölulega nýkominn og nýbyrjaður í starfi og þá var aðeins kippt undan manni fótunum fannst manni. Þetta er því miður heimurinn sem við lifum í, í dag, en ég held að við séum nokkuð sáttir með hvernig við nýttum þessa daga. Við erum fullir tilhlökkunar að byrja að spila,“ sagði Eiður en FH mætir KR í kvöld og Stjörnunni á mánudag. „Við viljum ekki líta of langt fram í tímann þó að það sé stutt á milli. Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum aðeins hvar við stöndum gegn einu af sterkustu liðunum. Það verður frábær áskorun fyrir okkur, sem þjálfarateymi, og sem lið.“ Leikirnir eru mikilvægir fyrir FH-liðið ætli liðið að berjast í hópi þeirra bestu í sumar. „Það er eitt af því sem við höfum talað um. Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið. Þú kemst ekki á toppinn nema að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt og eru leikirnir sem við viljum spila.“ FH hefur fengið tvo nýja leikmenn frá því að Eiður og Logi tóku við. Eggert Gunnþór Jónsson kom heim frá Danmörku og Ólafur Karl Finsen kemur að láni frá Val. „Eggert hefur komið frábærlega inn í þetta og maður hefur nánast ekki tekið eftir honum sem er gott. Í því samhengi að okkur liður eins og hann sé búinn að vera hérna alltaf. Hann hefur komið inn í klefann og náð að aðlagast tiltölulega fljótt. Við vitum alveg hvað við fráum frá Eggerti, ekki bara í næstu leikjum heldur á næstu árum.“ „Svo kemur Óli sem er sérstök týpa en við vitum hvað hann kann í fótbolta. Ef að það verða fyrirsagnirnar hversu góður hann er í fótbolta þá höfum við unnið okkar starf.“ Þetta er fyrsta þjálfarastarf Eiðs hjá félagsliði og hann þrífst í þessu.. „Allar mínar efasemdir áður en ég tók þetta að mér, hvort ég væri tilbúinn í þetta dags daglega, eru allar farnar. Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum deginum,“ en gæti hann hugsað sér að vera lengur hjá FH en út þessa leiktíð? „Það er leikur á morgun,“ sagði Eiður léttur. Leikur FH og KR hefst klukkan 18.00 í kvöld í beinni útsendingu en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira