Stjarnan næst titlinum og KR ekki í fallsæti Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 08:00 Stjarnan er með flest stig að meðaltali í leik í Pepsi Max-deild karla og það er frekar auðvelt að reikna út meðalstigafjölda Blikakvenna í leikjum liðsins í sumar því liðð hefur unnið þá alla. samsett/hag/daníel Boltinn byrjar aftur að rúlla í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem segja má að Stjarnan sé næst titlinum. Breiðablik stendur vel að vígi í Pepsi Max-deild kvenna þar sem heil umferð fer fram á sunnudag og mánudag. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins olli því að ekki hefur verið spilað í deildunum síðan í júlí. Ekki er ljóst hvenær frestaðir leikir verða settir á dagskrá, og verði frekari tafir á Íslandsmótinu er alls kostar óvíst að það takist að ljúka því. KSÍ hefur sett reglur um að keppni verði að vera lokið 1. desember. Jafnframt verður að ljúka 2/3 hluta leikja í hverri deild til að niðurstaða þar verði tekin gild. Verði deild ekki fullkláruð verður liðum raðað eftir meðalstigafjölda í leik. Að því leyti stendur Stjarnan best að vígi í Pepsi-deild karla (þrátt fyrir að vera í 4. sæti) með 2,33 stig að meðaltali í sínum sex leikjum. Fresta þurfti þremur leikjum liðsins á meðan að það var í sóttkví um tveggja vikna skeið í lok júní og byrjun júlí. Miðað við meðalstigafjölda er Stjarnan efst í Pepsi Max-deild karla með 2,33 stig, KR næst með 2,13, topplið Vals í 3. sæti með 2,11 stig og FH í 4. sæti með 1,75 stig. Staða neðstu liða er óbreytt. Staðan í Pepsi Max-deild karla. Eins og sjá má á Stjarnan 2-3 leiki til góða á önnur lið. Til að keppnistímabilið hjá körlunum teljist gilt þurfa að lágmarki 89 leikir að vera spilaðir í deildinni. Nú þegar ágúst er tæplega hálfnaður eru spilaðir leikir 51 talsins og því vantar 38 leiki upp á að mótið teljist gilt. Það eru sex heilar umferðir og tveimur leikjum betur. Leikir helgarinnar í Pepsi Max-deild karla Föstudagurinn 14. ágústKl.18.00 KR - FH Kl. 19.15 Stjarnan - GróttaLaugardagurinn 15. ágústKl. 16.00 ÍA - Fylkir Kl. 16.00 Valur - KASunnudagurinn 16. ágústKl. 17.00 HK - Fjölnir Kl. 19.15 Víkingur R. - BreiðablikMánudagurinn 17. ágústKl. 18.00 FH - Stjarnan Þrátt fyrir að þrjú lið í Pepsi Max-deild kvenna hafi þurft að fara í sóttkví í sumar, og þar af KR-ingar tvisvar, hafa liðin leikið 7-8 leiki hvert. KR er í fallsæti eins og er, en miðað við meðalstigafjölda í leik er liðið fyrir ofan Þrótt og Stjörnuna. Stjarnan og FH eru því í fallsætum miðað við meðalstigafjölda. Breiðablik er í góðum málum með fullt hús stiga eftir sjö leiki, eða þrjú stig að meðaltali í leik. Valskonur hafa leikið einum leik meira og eru með 2,4 stig að meðaltali í leik, og Fylkir er í 3. sæti með 1,7 stig að meðaltali í leik. Staðan í Pepsi Max-deild kvenna. KR væri ekki í fallsæti ef miðað væri við meðalstigafjölda í leik. Tíu lið eru í Pepsi Max-deild kvenna en ekki tólf eins og hjá körlunum. Konurnar þurfa því að spila 60 leiki til að mótið telji og vantar 23 leiki upp á til þess. Þar þarf því að spila fjórar heilar umferðir og þremur leikjum betur. Næstu leikir í Pepsi Max-deild kvenna: Sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 14.00 Selfoss – Fylkir Kl. 14.00 Þróttur R. – ÍBV Kl. 16.00 Stjarnan – Þór/KA Kl. 16.00 FH - Breiðablik Mánudaginn 17. ágúst: Kl. 18.00 KR – Valur Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00 Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. 2. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Boltinn byrjar aftur að rúlla í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem segja má að Stjarnan sé næst titlinum. Breiðablik stendur vel að vígi í Pepsi Max-deild kvenna þar sem heil umferð fer fram á sunnudag og mánudag. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins olli því að ekki hefur verið spilað í deildunum síðan í júlí. Ekki er ljóst hvenær frestaðir leikir verða settir á dagskrá, og verði frekari tafir á Íslandsmótinu er alls kostar óvíst að það takist að ljúka því. KSÍ hefur sett reglur um að keppni verði að vera lokið 1. desember. Jafnframt verður að ljúka 2/3 hluta leikja í hverri deild til að niðurstaða þar verði tekin gild. Verði deild ekki fullkláruð verður liðum raðað eftir meðalstigafjölda í leik. Að því leyti stendur Stjarnan best að vígi í Pepsi-deild karla (þrátt fyrir að vera í 4. sæti) með 2,33 stig að meðaltali í sínum sex leikjum. Fresta þurfti þremur leikjum liðsins á meðan að það var í sóttkví um tveggja vikna skeið í lok júní og byrjun júlí. Miðað við meðalstigafjölda er Stjarnan efst í Pepsi Max-deild karla með 2,33 stig, KR næst með 2,13, topplið Vals í 3. sæti með 2,11 stig og FH í 4. sæti með 1,75 stig. Staða neðstu liða er óbreytt. Staðan í Pepsi Max-deild karla. Eins og sjá má á Stjarnan 2-3 leiki til góða á önnur lið. Til að keppnistímabilið hjá körlunum teljist gilt þurfa að lágmarki 89 leikir að vera spilaðir í deildinni. Nú þegar ágúst er tæplega hálfnaður eru spilaðir leikir 51 talsins og því vantar 38 leiki upp á að mótið teljist gilt. Það eru sex heilar umferðir og tveimur leikjum betur. Leikir helgarinnar í Pepsi Max-deild karla Föstudagurinn 14. ágústKl.18.00 KR - FH Kl. 19.15 Stjarnan - GróttaLaugardagurinn 15. ágústKl. 16.00 ÍA - Fylkir Kl. 16.00 Valur - KASunnudagurinn 16. ágústKl. 17.00 HK - Fjölnir Kl. 19.15 Víkingur R. - BreiðablikMánudagurinn 17. ágústKl. 18.00 FH - Stjarnan Þrátt fyrir að þrjú lið í Pepsi Max-deild kvenna hafi þurft að fara í sóttkví í sumar, og þar af KR-ingar tvisvar, hafa liðin leikið 7-8 leiki hvert. KR er í fallsæti eins og er, en miðað við meðalstigafjölda í leik er liðið fyrir ofan Þrótt og Stjörnuna. Stjarnan og FH eru því í fallsætum miðað við meðalstigafjölda. Breiðablik er í góðum málum með fullt hús stiga eftir sjö leiki, eða þrjú stig að meðaltali í leik. Valskonur hafa leikið einum leik meira og eru með 2,4 stig að meðaltali í leik, og Fylkir er í 3. sæti með 1,7 stig að meðaltali í leik. Staðan í Pepsi Max-deild kvenna. KR væri ekki í fallsæti ef miðað væri við meðalstigafjölda í leik. Tíu lið eru í Pepsi Max-deild kvenna en ekki tólf eins og hjá körlunum. Konurnar þurfa því að spila 60 leiki til að mótið telji og vantar 23 leiki upp á til þess. Þar þarf því að spila fjórar heilar umferðir og þremur leikjum betur. Næstu leikir í Pepsi Max-deild kvenna: Sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 14.00 Selfoss – Fylkir Kl. 14.00 Þróttur R. – ÍBV Kl. 16.00 Stjarnan – Þór/KA Kl. 16.00 FH - Breiðablik Mánudaginn 17. ágúst: Kl. 18.00 KR – Valur
Leikir helgarinnar í Pepsi Max-deild karla Föstudagurinn 14. ágústKl.18.00 KR - FH Kl. 19.15 Stjarnan - GróttaLaugardagurinn 15. ágústKl. 16.00 ÍA - Fylkir Kl. 16.00 Valur - KASunnudagurinn 16. ágústKl. 17.00 HK - Fjölnir Kl. 19.15 Víkingur R. - BreiðablikMánudagurinn 17. ágústKl. 18.00 FH - Stjarnan
Næstu leikir í Pepsi Max-deild kvenna: Sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 14.00 Selfoss – Fylkir Kl. 14.00 Þróttur R. – ÍBV Kl. 16.00 Stjarnan – Þór/KA Kl. 16.00 FH - Breiðablik Mánudaginn 17. ágúst: Kl. 18.00 KR – Valur
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00 Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. 2. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30
Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00
Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. 2. ágúst 2020 12:45