Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2020 11:05 Mikil mótmæli hafa verið á götum höfuðborgarinnar Minsk síðustu daga. EPA Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga eftir að forsetaframbjóðandinn Svetlana Tikhanovskaya ákvað að flýja til Litháens í kjölfar forsetakosninga sunnudagsins. Sex þúsund mótmælendur hafa verið handteknir síðustu daga. Landskjörstjórn í Hvíta-Rússlandi segir forsetann Alexander Lúkasjenkó, sem oft hefur verið nefndur síðasti einræðisherra Evrópu, hafa hlotið 80 prósent atkvæða og Tikhanovskaya um 10 prósent. Háværar raddir hafa hins vegar verið uppi um kosningasvindl og samkvæmt Josep Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, voru kosningarnar hvorki frjálsar né sanngjarnar. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir í samtali við SVT að utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB muni ræða saman á fjarfundi á föstudaginn til að ræða þann möguleika að beita Hvíta-Rússlandi viðskiptaþvingunum. Á þeim fundi verði einnig rætt þróun mála í austurhluta Miðjarðarhafs og Líbanon. Linde segir að mögulegar viðskiptaþvinganir myndi beinast gegn þeim sem beri ábyrgð á kosningasvindli, að kosningarnar hafi ekki verið frjálsar og sanngjarnar og því að lögregla hafi beitt mótmælendur ofbeldi. ESB hefur áður beitt einstaklinga sem tengjast Lúkasjenkó nánum böndum viðskiptaþvingunum, en mörgum þeirra refsiaðgerða var aflétt eftir að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi sleppti nokkrum fjölda pólitískra fanga árið 2016. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira
Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga eftir að forsetaframbjóðandinn Svetlana Tikhanovskaya ákvað að flýja til Litháens í kjölfar forsetakosninga sunnudagsins. Sex þúsund mótmælendur hafa verið handteknir síðustu daga. Landskjörstjórn í Hvíta-Rússlandi segir forsetann Alexander Lúkasjenkó, sem oft hefur verið nefndur síðasti einræðisherra Evrópu, hafa hlotið 80 prósent atkvæða og Tikhanovskaya um 10 prósent. Háværar raddir hafa hins vegar verið uppi um kosningasvindl og samkvæmt Josep Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, voru kosningarnar hvorki frjálsar né sanngjarnar. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir í samtali við SVT að utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB muni ræða saman á fjarfundi á föstudaginn til að ræða þann möguleika að beita Hvíta-Rússlandi viðskiptaþvingunum. Á þeim fundi verði einnig rætt þróun mála í austurhluta Miðjarðarhafs og Líbanon. Linde segir að mögulegar viðskiptaþvinganir myndi beinast gegn þeim sem beri ábyrgð á kosningasvindli, að kosningarnar hafi ekki verið frjálsar og sanngjarnar og því að lögregla hafi beitt mótmælendur ofbeldi. ESB hefur áður beitt einstaklinga sem tengjast Lúkasjenkó nánum böndum viðskiptaþvingunum, en mörgum þeirra refsiaðgerða var aflétt eftir að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi sleppti nokkrum fjölda pólitískra fanga árið 2016.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira
Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00
Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46
Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40