Boð og bönn um ástarsambönd stjórnenda á vinnustöðum Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 09:00 Steve Easterbrook fyrrum forstjóri McDonalds var sagt upp síðastliðið haust eftir að upp komst um ástarsambönd hans við þrjá starfsmenn. Nú hefur McDonalds ákveðið að höfða mál á hendur Easterbrook. Vísir/Getty Fyrir tæpu ári síðan var forstjóri McDonalds, Steve Easterbrook, látinn taka pokann sinn eftir að upp komst um ástarsambönd sem hann hafði átt við þrjá starfsmenn félagsins. Skipti þá engu máli þótt Easterbrook væri fráskilinn og hefði frá árinu 2015, þegar hann tók við sem forstjóri McDonalds, notið mikillar velgengni í starfi með tilheyrandi áhuga fjárfesta á félaginu. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér á þeim tíma og CNN fjallaði meðal annars um, var tilgreind ástæða uppsagnarinnar sú að Easterbrook hefði brotið siðareglur félagsins með því að hafa átt í samneyti við starfsmann. Margir kunna að halda að skýringin á þessum reglum megi rekja til #metoo byltingarinnar. Svo er þó ekki því allt frá árinu 2011 þegar mál Dominique Strauss-Kahn kom upp, hafa reglulega sprottið upp umræður um það hvort fyrirtæki eigi að setja sér reglur sem banna stjórnendum að eiga í ástarsamböndum við undirmenn sína. Í upphafi máls Strauss-Kahn, sem þá var forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, var hann sakaður um að hafa reynt að nauðga þernu á hóteli í New York. Það mál vatt reyndar upp á sig og endaði með að teygja anga sína víðar. Eftir stóð umræðan um það hvort ástarsambönd stjórnenda við undirmenn sína ætti að banna því í slíkum samböndum væri yfirburðarstaða stjórnandans alltaf til staðar. Er þeim fyrirtækjum sagt fara fjölgandi í Bandaríkjunum sem tekið hafa upp siðareglur sambærilegar og McDonalds. Í kjölfar #metoo fjölgaði þeim vinnustöðum enn frekar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Þannig þurfti þingmaðurinn Katie Hill að segja af sér þingmennsku í október 2019 en hún var sökuð um að hafa átt í ástarsambandi við tvo starfsmenn þinghússins. Hill neitaði öðru sambandinu en viðurkenndi að hafa átt í sambandi við unga konu sem þar starfaði. Boð og bönn um ástarsambönd stjórnenda á vinnustöðum eru þó mjög umdeild. Einn þeirra sem gagnrýnt hefur reglur sem þessar er Mark Kluger, einn stofnenda lögfræðifyrirtækisins Kluger Healy í New Jersey. Hann segir vinnuveitendum ekkert koma það við hvað fullorðið gerir í ástarmálum. Þá segir hann það staðreynd að sama hvaða reglur séu settar, fólk muni alltaf taka upp ástarsamband ef það vill gera það. Kluger segir reyndar framhjáhöld á vinnustöðum flóknari fyrirbæri. Þar geti afleiðingarnar verið aðrar og meiri ef upp kemst um samband. Til dæmis aukinn kjaftagangur, baktal eða minni tiltrú starfsmanna á tilteknum stjórnanda. Framhjáhöld séu líka annars eðlis því þau komi inn á gildi og lífsviðhorf fólks, hvað er rétt og hvað er rangt. Kluger segir þó að ekki sé heldur hægt að setja reglur sem banni stjórnendum að halda framhjá á vinnustöðum sínum enda séu engin lög sem banni það yfir höfuð. Þar af leiðandi séu reglur vinnuveitenda óraunhæfar og aðeins til þess gerðar að þær verði brotnar. Í máli McDonalds við fyrrum forstjóra sinn er því hins vegar haldið fram að um margs konar brot sé að ræða. Easterbrook er til dæmis sakaður um að hafa með markvissum hætti logið og beitt ýmsum brögðum til að reyna að koma í veg fyrir að upp kæmist um ástarsamböndin hans. Þá er hann sagður hafa misnotað tölvupóst sinn með því að senda sjálfum sér mikið magn af nektarmyndum og myndböndum, meðal annars af þeim konum sem hann átti í sambandi við. Loks heldur félagið því fram að Easterbrook hafi veitt starfsmanni vilyrði fyrir fjárhagslegum ávinningi eftir að hafa stundað kynlíf með viðkomandi í tvö skipti. Var mál McDonald dómtekið síðastliðinn mánudag. Prófessorinn Vanessa K. Bohns, sem starfar við Cornell háskóla í Bandaríkjunum, er ein þeirra sem segir reglur sem banna ástarsambönd á vinnustöðum af hinu góða og mál McDonalds sé enn ein staðfestingin á því að svo sé. Hún segir rannsóknir styðja við að reglur séu settar, til að mynda hafi þær sýnt að valdafólk er oft ekki meðvitað um það sjálft hversu mikil áhrif það getur haft á undirmenn sína. Þá sé alltaf hætta á hagsmunaárekstrum þegar að um ástarsambönd stjórnanda við undirmann sinn er að ræða. Stjórnun Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Fyrir tæpu ári síðan var forstjóri McDonalds, Steve Easterbrook, látinn taka pokann sinn eftir að upp komst um ástarsambönd sem hann hafði átt við þrjá starfsmenn félagsins. Skipti þá engu máli þótt Easterbrook væri fráskilinn og hefði frá árinu 2015, þegar hann tók við sem forstjóri McDonalds, notið mikillar velgengni í starfi með tilheyrandi áhuga fjárfesta á félaginu. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér á þeim tíma og CNN fjallaði meðal annars um, var tilgreind ástæða uppsagnarinnar sú að Easterbrook hefði brotið siðareglur félagsins með því að hafa átt í samneyti við starfsmann. Margir kunna að halda að skýringin á þessum reglum megi rekja til #metoo byltingarinnar. Svo er þó ekki því allt frá árinu 2011 þegar mál Dominique Strauss-Kahn kom upp, hafa reglulega sprottið upp umræður um það hvort fyrirtæki eigi að setja sér reglur sem banna stjórnendum að eiga í ástarsamböndum við undirmenn sína. Í upphafi máls Strauss-Kahn, sem þá var forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, var hann sakaður um að hafa reynt að nauðga þernu á hóteli í New York. Það mál vatt reyndar upp á sig og endaði með að teygja anga sína víðar. Eftir stóð umræðan um það hvort ástarsambönd stjórnenda við undirmenn sína ætti að banna því í slíkum samböndum væri yfirburðarstaða stjórnandans alltaf til staðar. Er þeim fyrirtækjum sagt fara fjölgandi í Bandaríkjunum sem tekið hafa upp siðareglur sambærilegar og McDonalds. Í kjölfar #metoo fjölgaði þeim vinnustöðum enn frekar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Þannig þurfti þingmaðurinn Katie Hill að segja af sér þingmennsku í október 2019 en hún var sökuð um að hafa átt í ástarsambandi við tvo starfsmenn þinghússins. Hill neitaði öðru sambandinu en viðurkenndi að hafa átt í sambandi við unga konu sem þar starfaði. Boð og bönn um ástarsambönd stjórnenda á vinnustöðum eru þó mjög umdeild. Einn þeirra sem gagnrýnt hefur reglur sem þessar er Mark Kluger, einn stofnenda lögfræðifyrirtækisins Kluger Healy í New Jersey. Hann segir vinnuveitendum ekkert koma það við hvað fullorðið gerir í ástarmálum. Þá segir hann það staðreynd að sama hvaða reglur séu settar, fólk muni alltaf taka upp ástarsamband ef það vill gera það. Kluger segir reyndar framhjáhöld á vinnustöðum flóknari fyrirbæri. Þar geti afleiðingarnar verið aðrar og meiri ef upp kemst um samband. Til dæmis aukinn kjaftagangur, baktal eða minni tiltrú starfsmanna á tilteknum stjórnanda. Framhjáhöld séu líka annars eðlis því þau komi inn á gildi og lífsviðhorf fólks, hvað er rétt og hvað er rangt. Kluger segir þó að ekki sé heldur hægt að setja reglur sem banni stjórnendum að halda framhjá á vinnustöðum sínum enda séu engin lög sem banni það yfir höfuð. Þar af leiðandi séu reglur vinnuveitenda óraunhæfar og aðeins til þess gerðar að þær verði brotnar. Í máli McDonalds við fyrrum forstjóra sinn er því hins vegar haldið fram að um margs konar brot sé að ræða. Easterbrook er til dæmis sakaður um að hafa með markvissum hætti logið og beitt ýmsum brögðum til að reyna að koma í veg fyrir að upp kæmist um ástarsamböndin hans. Þá er hann sagður hafa misnotað tölvupóst sinn með því að senda sjálfum sér mikið magn af nektarmyndum og myndböndum, meðal annars af þeim konum sem hann átti í sambandi við. Loks heldur félagið því fram að Easterbrook hafi veitt starfsmanni vilyrði fyrir fjárhagslegum ávinningi eftir að hafa stundað kynlíf með viðkomandi í tvö skipti. Var mál McDonald dómtekið síðastliðinn mánudag. Prófessorinn Vanessa K. Bohns, sem starfar við Cornell háskóla í Bandaríkjunum, er ein þeirra sem segir reglur sem banna ástarsambönd á vinnustöðum af hinu góða og mál McDonalds sé enn ein staðfestingin á því að svo sé. Hún segir rannsóknir styðja við að reglur séu settar, til að mynda hafi þær sýnt að valdafólk er oft ekki meðvitað um það sjálft hversu mikil áhrif það getur haft á undirmenn sína. Þá sé alltaf hætta á hagsmunaárekstrum þegar að um ástarsambönd stjórnanda við undirmann sinn er að ræða.
Stjórnun Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira