Vísuðu á bug sögusögnum um erlenda vændiskonu Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:51 Þríeykið sést hér undirbúa sig fyrir fund dagsins. lögreglan Almannavarnir segja ekkert hæft í orðrómi þess efnis að kórónuveirutilfellið sem landsmenn fást nú við megi rekja til vændiskaupa. Sóttvarnalæknir segist hreinlega aldrei hafa heyrt á þennan orðróm minnst. Sú flökkusaga hefur verið á kreiki að það afbrigði veirunnar sem nú skýtur upp kollinum víða um land hafi borist hingað til lands með vændiskaupanda. Áður hefur komið fram að afbrigðið eigi ekki uppruna sinn í einu „öruggu landanna“ svokölluðu, en farþegar þaðan þurfa ekki að undirgangast skimun á landamærunum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins vakti máls á orðrómnum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Spurði Þríeykið hvort eitthvað væri hæft í þeim sögusögnum „að smitið sem nú er í gangi megi rekja til vændissölu erlendis frá. Hefur eitthvað slíkt komið fram við smitrakningu,“ spurði fréttamaður ríkismiðilsins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greip boltann á lofti. „Nei, þetta er saga sem við höfum alveg heyrt en það er enginn fótur fyrir því samkvæmt okkar vinnu. Þannig að nei, það er enginn fótur fyrir því.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kom af fjöllum og hristi höfuðið. „Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta,“ sagði Þórólfur og Alma Möller landlæknir tók undir það. Tilslakanir voru í fyrirrúmi á fundi dagsins, eftir jákvæðar niðurstöður úr skimunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir sagðist þannig ekki telja tilefni til að herða höft frekar á þessari stundu. Ennfremur segist Þórólfur hafa lagt fram nokkrar tillögur undir heilbrigðisráðherra um hvernig framtíðarfyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða skuli háttað. Hann segist þó sjálfur þeirrar skoðunar að blanda af skimun og sóttkví sé áfram vænlegasti kosturinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Almannavarnir segja ekkert hæft í orðrómi þess efnis að kórónuveirutilfellið sem landsmenn fást nú við megi rekja til vændiskaupa. Sóttvarnalæknir segist hreinlega aldrei hafa heyrt á þennan orðróm minnst. Sú flökkusaga hefur verið á kreiki að það afbrigði veirunnar sem nú skýtur upp kollinum víða um land hafi borist hingað til lands með vændiskaupanda. Áður hefur komið fram að afbrigðið eigi ekki uppruna sinn í einu „öruggu landanna“ svokölluðu, en farþegar þaðan þurfa ekki að undirgangast skimun á landamærunum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins vakti máls á orðrómnum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Spurði Þríeykið hvort eitthvað væri hæft í þeim sögusögnum „að smitið sem nú er í gangi megi rekja til vændissölu erlendis frá. Hefur eitthvað slíkt komið fram við smitrakningu,“ spurði fréttamaður ríkismiðilsins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greip boltann á lofti. „Nei, þetta er saga sem við höfum alveg heyrt en það er enginn fótur fyrir því samkvæmt okkar vinnu. Þannig að nei, það er enginn fótur fyrir því.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kom af fjöllum og hristi höfuðið. „Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta,“ sagði Þórólfur og Alma Möller landlæknir tók undir það. Tilslakanir voru í fyrirrúmi á fundi dagsins, eftir jákvæðar niðurstöður úr skimunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir sagðist þannig ekki telja tilefni til að herða höft frekar á þessari stundu. Ennfremur segist Þórólfur hafa lagt fram nokkrar tillögur undir heilbrigðisráðherra um hvernig framtíðarfyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða skuli háttað. Hann segist þó sjálfur þeirrar skoðunar að blanda af skimun og sóttkví sé áfram vænlegasti kosturinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35