Margir feður teldu það rugl að hætta í skóla til að láta berja sig í búri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 14:00 Halli og Gunni Nelson voru gestir hjá Sölva Tryggvasyni. Skjáskot Feðgarnir Gunni og Halli Nelson eru nýjustu gestirnir í podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar fara þeir feðgar yfir ferilinn hjá Gunna, samskiptin við Conor McGregor og margt fleira. Haraldur faðir Gunna segir að strákurinn hafi notað tækifærið og hætt í Menntaskólanum við Sund þegar hann var í vinnuferð erlendis. „Hann var alltaf fínn námsmaður og svona, en hann notaði tækifærið og hætti í menntaskóla á meðan ég var úti og tilkynnti mér það þegar ég kom heim, það var haldinn fjölskyldufundur í kjölfarið,” segir Halli. Hann fann strax að stráknum var alvara með þessu og ástríðan fyrir íþróttinni væri mjög mikil og því hafi ekkert annað komið til greina en að styðja við bakið á honum. Gunni segir að það sé alls ekki sjálfgefið að foreldrar sjái hlutina með sömu augum og pabbi hans og mamma. „Ég hugsa að það væru margir feður sem teldu að þetta væri tómt rugl að hætta í skóla til þess að fara að láta berja sig inni í einhverju búri.” Taugahrúga fyrir hvern bardaga Gunni vill meina að rektor Menntaskólans við Sund eigi í raun stóran hluta í þessari ákvörðun, þar sem hann fékk hann til að hugsa sinn gang. „Hann boðaði mig á fund af því ég var búinn að mæta svo illa, af því ég var bara alltaf á æfingum og eitthvað svona. Mér gekk svo sem ágætlega og náði prófum þótt ég væri ekkert að sinna þessu. Á fundinum segir hann: „Þú þarft að fara að hugsa þinn gang vinur minn og ákveða hvað þú vilt gera“ og ég man að ég hugsaði að þetta væri bara hárrétt hjá honum og ég sagði honum að ég væri hættur.“ Halli segist yfirleitt vera taugahrúga rétt áður en Gunni fer inn í búrið fyrir bardaga, en það lagist svo um leið og bardaginn byrjar. „Ég er náttúrulega alltaf á barmi taugaáfalls þarna á hliðarlínunni. Ég er miklu stressaðri en hann. Auðvitað er þetta barnið mitt og ég viðurkenni það fúslega að ég er mjög taugastrekktur fyrir bardaga. En svo er það þannig þegar bardaginn byrjar að þá er maður svo mikið inni í búrinu með honum að það dregur úr stressinu.“ Í viðtalinu fer Sölvi yfir það með feðgunum hvernig öll þessi vegferð í UFC hefur verið, hæðirnar, lægðirnar, sambandið við Conor McGregor og margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Podcast með Sölva Tryggva MMA Tengdar fréttir Skíthræddir við Benna Ólsara Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. 6. ágúst 2020 12:30 „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. 31. júlí 2020 14:28 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Feðgarnir Gunni og Halli Nelson eru nýjustu gestirnir í podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar fara þeir feðgar yfir ferilinn hjá Gunna, samskiptin við Conor McGregor og margt fleira. Haraldur faðir Gunna segir að strákurinn hafi notað tækifærið og hætt í Menntaskólanum við Sund þegar hann var í vinnuferð erlendis. „Hann var alltaf fínn námsmaður og svona, en hann notaði tækifærið og hætti í menntaskóla á meðan ég var úti og tilkynnti mér það þegar ég kom heim, það var haldinn fjölskyldufundur í kjölfarið,” segir Halli. Hann fann strax að stráknum var alvara með þessu og ástríðan fyrir íþróttinni væri mjög mikil og því hafi ekkert annað komið til greina en að styðja við bakið á honum. Gunni segir að það sé alls ekki sjálfgefið að foreldrar sjái hlutina með sömu augum og pabbi hans og mamma. „Ég hugsa að það væru margir feður sem teldu að þetta væri tómt rugl að hætta í skóla til þess að fara að láta berja sig inni í einhverju búri.” Taugahrúga fyrir hvern bardaga Gunni vill meina að rektor Menntaskólans við Sund eigi í raun stóran hluta í þessari ákvörðun, þar sem hann fékk hann til að hugsa sinn gang. „Hann boðaði mig á fund af því ég var búinn að mæta svo illa, af því ég var bara alltaf á æfingum og eitthvað svona. Mér gekk svo sem ágætlega og náði prófum þótt ég væri ekkert að sinna þessu. Á fundinum segir hann: „Þú þarft að fara að hugsa þinn gang vinur minn og ákveða hvað þú vilt gera“ og ég man að ég hugsaði að þetta væri bara hárrétt hjá honum og ég sagði honum að ég væri hættur.“ Halli segist yfirleitt vera taugahrúga rétt áður en Gunni fer inn í búrið fyrir bardaga, en það lagist svo um leið og bardaginn byrjar. „Ég er náttúrulega alltaf á barmi taugaáfalls þarna á hliðarlínunni. Ég er miklu stressaðri en hann. Auðvitað er þetta barnið mitt og ég viðurkenni það fúslega að ég er mjög taugastrekktur fyrir bardaga. En svo er það þannig þegar bardaginn byrjar að þá er maður svo mikið inni í búrinu með honum að það dregur úr stressinu.“ Í viðtalinu fer Sölvi yfir það með feðgunum hvernig öll þessi vegferð í UFC hefur verið, hæðirnar, lægðirnar, sambandið við Conor McGregor og margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan:
Podcast með Sölva Tryggva MMA Tengdar fréttir Skíthræddir við Benna Ólsara Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. 6. ágúst 2020 12:30 „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. 31. júlí 2020 14:28 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Skíthræddir við Benna Ólsara Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. 6. ágúst 2020 12:30
„Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29
Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. 31. júlí 2020 14:28