Margir feður teldu það rugl að hætta í skóla til að láta berja sig í búri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 14:00 Halli og Gunni Nelson voru gestir hjá Sölva Tryggvasyni. Skjáskot Feðgarnir Gunni og Halli Nelson eru nýjustu gestirnir í podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar fara þeir feðgar yfir ferilinn hjá Gunna, samskiptin við Conor McGregor og margt fleira. Haraldur faðir Gunna segir að strákurinn hafi notað tækifærið og hætt í Menntaskólanum við Sund þegar hann var í vinnuferð erlendis. „Hann var alltaf fínn námsmaður og svona, en hann notaði tækifærið og hætti í menntaskóla á meðan ég var úti og tilkynnti mér það þegar ég kom heim, það var haldinn fjölskyldufundur í kjölfarið,” segir Halli. Hann fann strax að stráknum var alvara með þessu og ástríðan fyrir íþróttinni væri mjög mikil og því hafi ekkert annað komið til greina en að styðja við bakið á honum. Gunni segir að það sé alls ekki sjálfgefið að foreldrar sjái hlutina með sömu augum og pabbi hans og mamma. „Ég hugsa að það væru margir feður sem teldu að þetta væri tómt rugl að hætta í skóla til þess að fara að láta berja sig inni í einhverju búri.” Taugahrúga fyrir hvern bardaga Gunni vill meina að rektor Menntaskólans við Sund eigi í raun stóran hluta í þessari ákvörðun, þar sem hann fékk hann til að hugsa sinn gang. „Hann boðaði mig á fund af því ég var búinn að mæta svo illa, af því ég var bara alltaf á æfingum og eitthvað svona. Mér gekk svo sem ágætlega og náði prófum þótt ég væri ekkert að sinna þessu. Á fundinum segir hann: „Þú þarft að fara að hugsa þinn gang vinur minn og ákveða hvað þú vilt gera“ og ég man að ég hugsaði að þetta væri bara hárrétt hjá honum og ég sagði honum að ég væri hættur.“ Halli segist yfirleitt vera taugahrúga rétt áður en Gunni fer inn í búrið fyrir bardaga, en það lagist svo um leið og bardaginn byrjar. „Ég er náttúrulega alltaf á barmi taugaáfalls þarna á hliðarlínunni. Ég er miklu stressaðri en hann. Auðvitað er þetta barnið mitt og ég viðurkenni það fúslega að ég er mjög taugastrekktur fyrir bardaga. En svo er það þannig þegar bardaginn byrjar að þá er maður svo mikið inni í búrinu með honum að það dregur úr stressinu.“ Í viðtalinu fer Sölvi yfir það með feðgunum hvernig öll þessi vegferð í UFC hefur verið, hæðirnar, lægðirnar, sambandið við Conor McGregor og margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Podcast með Sölva Tryggva MMA Tengdar fréttir Skíthræddir við Benna Ólsara Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. 6. ágúst 2020 12:30 „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. 31. júlí 2020 14:28 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Feðgarnir Gunni og Halli Nelson eru nýjustu gestirnir í podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar fara þeir feðgar yfir ferilinn hjá Gunna, samskiptin við Conor McGregor og margt fleira. Haraldur faðir Gunna segir að strákurinn hafi notað tækifærið og hætt í Menntaskólanum við Sund þegar hann var í vinnuferð erlendis. „Hann var alltaf fínn námsmaður og svona, en hann notaði tækifærið og hætti í menntaskóla á meðan ég var úti og tilkynnti mér það þegar ég kom heim, það var haldinn fjölskyldufundur í kjölfarið,” segir Halli. Hann fann strax að stráknum var alvara með þessu og ástríðan fyrir íþróttinni væri mjög mikil og því hafi ekkert annað komið til greina en að styðja við bakið á honum. Gunni segir að það sé alls ekki sjálfgefið að foreldrar sjái hlutina með sömu augum og pabbi hans og mamma. „Ég hugsa að það væru margir feður sem teldu að þetta væri tómt rugl að hætta í skóla til þess að fara að láta berja sig inni í einhverju búri.” Taugahrúga fyrir hvern bardaga Gunni vill meina að rektor Menntaskólans við Sund eigi í raun stóran hluta í þessari ákvörðun, þar sem hann fékk hann til að hugsa sinn gang. „Hann boðaði mig á fund af því ég var búinn að mæta svo illa, af því ég var bara alltaf á æfingum og eitthvað svona. Mér gekk svo sem ágætlega og náði prófum þótt ég væri ekkert að sinna þessu. Á fundinum segir hann: „Þú þarft að fara að hugsa þinn gang vinur minn og ákveða hvað þú vilt gera“ og ég man að ég hugsaði að þetta væri bara hárrétt hjá honum og ég sagði honum að ég væri hættur.“ Halli segist yfirleitt vera taugahrúga rétt áður en Gunni fer inn í búrið fyrir bardaga, en það lagist svo um leið og bardaginn byrjar. „Ég er náttúrulega alltaf á barmi taugaáfalls þarna á hliðarlínunni. Ég er miklu stressaðri en hann. Auðvitað er þetta barnið mitt og ég viðurkenni það fúslega að ég er mjög taugastrekktur fyrir bardaga. En svo er það þannig þegar bardaginn byrjar að þá er maður svo mikið inni í búrinu með honum að það dregur úr stressinu.“ Í viðtalinu fer Sölvi yfir það með feðgunum hvernig öll þessi vegferð í UFC hefur verið, hæðirnar, lægðirnar, sambandið við Conor McGregor og margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan:
Podcast með Sölva Tryggva MMA Tengdar fréttir Skíthræddir við Benna Ólsara Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. 6. ágúst 2020 12:30 „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. 31. júlí 2020 14:28 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Skíthræddir við Benna Ólsara Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. 6. ágúst 2020 12:30
„Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29
Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. 31. júlí 2020 14:28
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“