Ósáttir með ráðherra: „Þegar hann vaknar á morgun mun honum líða eins og mesta fífli Danmerkur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. ágúst 2020 09:30 Mattias Tesfaye á fundi. Hann er ekki vinsælasti maðurinn í Danmörku. vísir/getty Forráðamenn FCK voru allt annað en sáttir við tíst Mattias Tesfaye, útlendinga- og aðlögunaráðherra, og hafa krafið hann um afsökunarbeiðni sem þeir hafa nú fengið. Mattias er stuðningsmaður AGF í Danmörku og hann lét eftirfarandi tíst í loftið skömmu fyrir leik FCK gegn Manchester United í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „FCK-United? Gæti aldrei dreymt um að þessi félög myndu vinna fótboltaleik. En hvort liðið vona ég mest að tapi? Ég vona að Judas Stage og Kamil Paycheck tapi,“ skrifaði Mattias. FCK tager afstand fra Mattias Tesfayes tweet https://t.co/uE2POLeJNs— Jes Mortensen (@JesMortensen) August 10, 2020 Síðar eyddi Mattias tístinu sínu en Jens Stage kom frá AGF til FCK og Kamil Wilczek, sem áður spilaði með erkifjendunum í Bröndby, spilar nú með FCK. FCK birti svo yfirlýsingu fyrir leikinn í gærkvöldi þar sem þeir kröfðu ráðherrann um afsökunarbeiðni en báðir leikmenn hafa setið undir hótunum frá bæði stuðningsmönnum AGF og Bröndby. „Það er eitt að stuðnigsmenn sendi hvorum öðrum pillu en að ráðherra noti svona tón finnst okkur óskiljanlegt og óafsakanlegt,“ en Mattias sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. „Í staðinn gæti ráðherrann kannski glaðst yfir að ungur maður eins og Mohamed Daramy, sem fékk ríkisborgararétt nýlega, getur í kvöld spilað gegn nokkrum af bestu fótboltamönnum í heimi, sem er afrakstur mikillar vinnu,“ sagði enn fremur í yfirlýsingu FCK. Ståle Solbakken, þjálfari FCK, er ekki vanur að sitja á sínum skoðunum og hann hafði þetta að segja um málið. „Þegar hann vaknar á morgun, mun honum líða eins og mesta fífli Danmerkur,“ sagði kjarnyrtur Norðmaðurinn í gær. Ståle Solbakken skulle lige have forklaret, hvad sagen med @mattiastesfaye handlede om, inden han svarede, som Ståle nu kan svare: https://t.co/Q2JwnmRGm9— Daniel Nøjsen Fallah (@danielnojsen) August 10, 2020 Evrópudeild UEFA Danmörk Danski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Forráðamenn FCK voru allt annað en sáttir við tíst Mattias Tesfaye, útlendinga- og aðlögunaráðherra, og hafa krafið hann um afsökunarbeiðni sem þeir hafa nú fengið. Mattias er stuðningsmaður AGF í Danmörku og hann lét eftirfarandi tíst í loftið skömmu fyrir leik FCK gegn Manchester United í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „FCK-United? Gæti aldrei dreymt um að þessi félög myndu vinna fótboltaleik. En hvort liðið vona ég mest að tapi? Ég vona að Judas Stage og Kamil Paycheck tapi,“ skrifaði Mattias. FCK tager afstand fra Mattias Tesfayes tweet https://t.co/uE2POLeJNs— Jes Mortensen (@JesMortensen) August 10, 2020 Síðar eyddi Mattias tístinu sínu en Jens Stage kom frá AGF til FCK og Kamil Wilczek, sem áður spilaði með erkifjendunum í Bröndby, spilar nú með FCK. FCK birti svo yfirlýsingu fyrir leikinn í gærkvöldi þar sem þeir kröfðu ráðherrann um afsökunarbeiðni en báðir leikmenn hafa setið undir hótunum frá bæði stuðningsmönnum AGF og Bröndby. „Það er eitt að stuðnigsmenn sendi hvorum öðrum pillu en að ráðherra noti svona tón finnst okkur óskiljanlegt og óafsakanlegt,“ en Mattias sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. „Í staðinn gæti ráðherrann kannski glaðst yfir að ungur maður eins og Mohamed Daramy, sem fékk ríkisborgararétt nýlega, getur í kvöld spilað gegn nokkrum af bestu fótboltamönnum í heimi, sem er afrakstur mikillar vinnu,“ sagði enn fremur í yfirlýsingu FCK. Ståle Solbakken, þjálfari FCK, er ekki vanur að sitja á sínum skoðunum og hann hafði þetta að segja um málið. „Þegar hann vaknar á morgun, mun honum líða eins og mesta fífli Danmerkur,“ sagði kjarnyrtur Norðmaðurinn í gær. Ståle Solbakken skulle lige have forklaret, hvad sagen med @mattiastesfaye handlede om, inden han svarede, som Ståle nu kan svare: https://t.co/Q2JwnmRGm9— Daniel Nøjsen Fallah (@danielnojsen) August 10, 2020
Evrópudeild UEFA Danmörk Danski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira