Áfram átök í Minsk Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2020 20:40 Særður mótmælandi borinn í skjól í Minsk. Vísir/AP Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. Samkvæmt opinberum tölum fékko Alexander Lukashenko, sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, 80 prósent atkvæða. Hann hefur verið við völd í landinu frá árinu 1994. Eftirlitsaðilar fengu ekki að aðgang að kosningunum og Lukashenko hefur verið sakaður um svindl. Samkvæmt frétt Reuters hafa eftirlitsaðilar ekki talið sanngjarnar kosningar hafa farið fram í Hvíta-Rússlandi síðan árið 1995. Öryggissveitir skutu tárágasi að mótmælendum og beittu kylfum í átökum í kvöld. Jafnvel hafa fregnir borist af skothríð og fjöldahandtökum. Fregnir hafa sömuleiðis borist af miklum mótmælum víða um landið. Svetlana Tikhanouskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, er einnig sögð vera týnd en Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, sagði frá því á Twitter í kvöld að hann hafi reynt að ná í hana í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Tried to reach Svetlana #Tikhanovskaya for several hours. Her whereabouts not known even to her staff. Concerned about her safety. #Belarus pic.twitter.com/bkGbqWnu9Y— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) August 10, 2020 Einn blaðamaður segist hafa náð sambandi við starfsmenn framboðs Tikhanouskaya og að þau segi hana óhullta. Tikhanouskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til foresta eftir að eiginmaður hennar, sem haffði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Þar að auki hafa nokkrir starfsmenn framboðs hennar verið handteknir. Tikhanouskaya sagði í morgun að hún liti á sig sem sigurvegara kosninganna. Meintar niðurstöður þeirra færu gegn almennri skynsemi og yfirvöld ættu að íhuga hvernig best væri að láta af völdum með friðsömum hætti. Samkvæmt BBC sagði lögreglan fyrr í kvöld að komið hefði verið í veg fyrir banatilræði gegn Tikhanouskaya. Lokað hefur verið á internetið víða í Hvíta-Rússlandi en Lukashenko hefur talað um mótmælendur sem „rollur“ sem fylgi skipunum óprúttinna erlendra aðila. Hann hefur sömuleiðis kallað mótmælendur fyllibyttur og fíkla. Hann heldur því farm að hann sé það eina sem standi í vegi vargaldar í Hvíta-Rússlandi. #Belarus: riot police in #Brest fired stun grenades to break up the protesters pic.twitter.com/so6YwI1OFg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 10, 2020 Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. Samkvæmt opinberum tölum fékko Alexander Lukashenko, sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, 80 prósent atkvæða. Hann hefur verið við völd í landinu frá árinu 1994. Eftirlitsaðilar fengu ekki að aðgang að kosningunum og Lukashenko hefur verið sakaður um svindl. Samkvæmt frétt Reuters hafa eftirlitsaðilar ekki talið sanngjarnar kosningar hafa farið fram í Hvíta-Rússlandi síðan árið 1995. Öryggissveitir skutu tárágasi að mótmælendum og beittu kylfum í átökum í kvöld. Jafnvel hafa fregnir borist af skothríð og fjöldahandtökum. Fregnir hafa sömuleiðis borist af miklum mótmælum víða um landið. Svetlana Tikhanouskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, er einnig sögð vera týnd en Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, sagði frá því á Twitter í kvöld að hann hafi reynt að ná í hana í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Tried to reach Svetlana #Tikhanovskaya for several hours. Her whereabouts not known even to her staff. Concerned about her safety. #Belarus pic.twitter.com/bkGbqWnu9Y— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) August 10, 2020 Einn blaðamaður segist hafa náð sambandi við starfsmenn framboðs Tikhanouskaya og að þau segi hana óhullta. Tikhanouskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til foresta eftir að eiginmaður hennar, sem haffði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Þar að auki hafa nokkrir starfsmenn framboðs hennar verið handteknir. Tikhanouskaya sagði í morgun að hún liti á sig sem sigurvegara kosninganna. Meintar niðurstöður þeirra færu gegn almennri skynsemi og yfirvöld ættu að íhuga hvernig best væri að láta af völdum með friðsömum hætti. Samkvæmt BBC sagði lögreglan fyrr í kvöld að komið hefði verið í veg fyrir banatilræði gegn Tikhanouskaya. Lokað hefur verið á internetið víða í Hvíta-Rússlandi en Lukashenko hefur talað um mótmælendur sem „rollur“ sem fylgi skipunum óprúttinna erlendra aðila. Hann hefur sömuleiðis kallað mótmælendur fyllibyttur og fíkla. Hann heldur því farm að hann sé það eina sem standi í vegi vargaldar í Hvíta-Rússlandi. #Belarus: riot police in #Brest fired stun grenades to break up the protesters pic.twitter.com/so6YwI1OFg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 10, 2020
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39
Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30