Hættir eftir birtingu myndar af sér með buxnaklaufina rennda niður Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2020 09:22 Jerry Falwell yngri tók við embætti forseta skólans eftir að faðir hans lést árið 2007. Getty Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims, hefur samþykkt að láta af störfum sem forseti eftir að hann birti mynd af sér og konu á samfélagsmiðlum þar sem þau voru bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í yfirlýsingu frá Liberty-háskólanum sagði að Falwell – sem er einn dyggasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta – myndi fara í ótímabundið leyfi sem forseti Liberty-háskólans í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Voru ekki gefnar sérstakar skýringar á ákvörðuninni. Falwell hefur sjálfur sagt að myndin, sem hann birti á Instagram, hafi verið „undarleg“, en að þetta hafi allt verið gert í „góðu gamni“. Hann fjarlægði myndina skömmu eftir að birtingu hennar. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristinna boða, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. wut is happening pic.twitter.com/8iEOr9EeRQ— Robert Downen (@RobDownenChron) August 3, 2020 Á umræddri mynd má sjá Falwell með höndina utan um konu sem þó ekki er kona hans og eru þau bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í hinni hendinni heldur hann á glasi með dökkum vökva. „Fleiri myndir úr fríinu. Fjöldi góðra vina heimsóttu okkur á snekkjunni. Ég lofa að það er bara svart vatn í glasinu mínu. Þetta var bara leikmunur,“ sagði Falwell í texta sem fylgdi myndinni. Liberty-háskólinn var stofnaður af föður Falwell í Lynchburg í Virginíu árið 1971 og tók Falwell við embætti forseta skólans eftir að faðir hans lést árið 2007. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims, hefur samþykkt að láta af störfum sem forseti eftir að hann birti mynd af sér og konu á samfélagsmiðlum þar sem þau voru bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í yfirlýsingu frá Liberty-háskólanum sagði að Falwell – sem er einn dyggasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta – myndi fara í ótímabundið leyfi sem forseti Liberty-háskólans í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Voru ekki gefnar sérstakar skýringar á ákvörðuninni. Falwell hefur sjálfur sagt að myndin, sem hann birti á Instagram, hafi verið „undarleg“, en að þetta hafi allt verið gert í „góðu gamni“. Hann fjarlægði myndina skömmu eftir að birtingu hennar. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristinna boða, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. wut is happening pic.twitter.com/8iEOr9EeRQ— Robert Downen (@RobDownenChron) August 3, 2020 Á umræddri mynd má sjá Falwell með höndina utan um konu sem þó ekki er kona hans og eru þau bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í hinni hendinni heldur hann á glasi með dökkum vökva. „Fleiri myndir úr fríinu. Fjöldi góðra vina heimsóttu okkur á snekkjunni. Ég lofa að það er bara svart vatn í glasinu mínu. Þetta var bara leikmunur,“ sagði Falwell í texta sem fylgdi myndinni. Liberty-háskólinn var stofnaður af föður Falwell í Lynchburg í Virginíu árið 1971 og tók Falwell við embætti forseta skólans eftir að faðir hans lést árið 2007.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira