„Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 13:39 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir stöðuna grafalvarlega. Vísir/Jóhann Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun vegna þess að fjörutíu og átta íbúar í Eyjum eru nú í sóttkví. Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19 og vinnur smitrakningateymið nú að því að rekja ferðir hinna smituðu. Enn hefur ekkert smit verið staðfest í Eyjum. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir fólk eðlilega í áfalli. „Eðlilega er það, alls staðar þar sem þetta kemur upp er það áfall en þetta er það sem menn geta búist við og var búið að vara við að geti komið upp hvar sem er, önnur bylgja kæmi og við verðum bara að takast á við það. Við munum gera það bara með svipuðum hætti og áður.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tekur undir það. „Veiran er komin aftur af stað og það er búið að sannast, þetta er stærsti dagurinn síðan í apríl í innanlandssmitum. Auðvitað fer um fólk, við auðvitað vorum í mjög erfiðri stöðu í vetur, það var hópsýking í Vestmannaeyjum þá þannig að fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert. Við tökum því mjög alvarlega að þetta sé komið af stað aftur.“ Aðgerðastjórnin var virkjuð í morgun og að sögn Írisar verður fundað eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. „Staðan er alvarleg og við þurfum öll að hjálpast að.“ Hvort grípa þurfi til hertra aðgerða muni koma í ljós en búið sé að grípa til hertara aðgerða á hjúkrunarheimilinu eins og annars staðar á landinu. Verið sé að fara yfir alla ferla í tengslum við leikskóla- og skólahald en grunnskólahald hefst þegar líður á mánuðinn. Eftir eigi að koma í ljós hvort gripið verði til hertari aðgerða. „Aðgerðastjórn er búin að funda núna í dag og síðan verður bara séð hvernig framhaldið verður. Það á bara eftir að koma í ljós. Það hefur enn ekki komið upp staðfest smit hjá þeim sem hér búa en það á eftir að koma í ljós ef svo verður,“ segir Jóhannes. „Við munum taka stöðuna í hvert sinn sem eitthvað mál kemur upp. Við munum bara taka á þessu sem er núna, fólki sem er í sóttkví og aðstoða það eftir föngum ef á þarf að halda. Fáum Rauða krossinn með okkur í það ef það þarf aðstoð þetta fólk. Þannig að við munum bara vinna þetta mál eins og við höfum gert áður.“ Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 „Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun vegna þess að fjörutíu og átta íbúar í Eyjum eru nú í sóttkví. Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19 og vinnur smitrakningateymið nú að því að rekja ferðir hinna smituðu. Enn hefur ekkert smit verið staðfest í Eyjum. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir fólk eðlilega í áfalli. „Eðlilega er það, alls staðar þar sem þetta kemur upp er það áfall en þetta er það sem menn geta búist við og var búið að vara við að geti komið upp hvar sem er, önnur bylgja kæmi og við verðum bara að takast á við það. Við munum gera það bara með svipuðum hætti og áður.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tekur undir það. „Veiran er komin aftur af stað og það er búið að sannast, þetta er stærsti dagurinn síðan í apríl í innanlandssmitum. Auðvitað fer um fólk, við auðvitað vorum í mjög erfiðri stöðu í vetur, það var hópsýking í Vestmannaeyjum þá þannig að fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert. Við tökum því mjög alvarlega að þetta sé komið af stað aftur.“ Aðgerðastjórnin var virkjuð í morgun og að sögn Írisar verður fundað eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. „Staðan er alvarleg og við þurfum öll að hjálpast að.“ Hvort grípa þurfi til hertra aðgerða muni koma í ljós en búið sé að grípa til hertara aðgerða á hjúkrunarheimilinu eins og annars staðar á landinu. Verið sé að fara yfir alla ferla í tengslum við leikskóla- og skólahald en grunnskólahald hefst þegar líður á mánuðinn. Eftir eigi að koma í ljós hvort gripið verði til hertari aðgerða. „Aðgerðastjórn er búin að funda núna í dag og síðan verður bara séð hvernig framhaldið verður. Það á bara eftir að koma í ljós. Það hefur enn ekki komið upp staðfest smit hjá þeim sem hér búa en það á eftir að koma í ljós ef svo verður,“ segir Jóhannes. „Við munum taka stöðuna í hvert sinn sem eitthvað mál kemur upp. Við munum bara taka á þessu sem er núna, fólki sem er í sóttkví og aðstoða það eftir föngum ef á þarf að halda. Fáum Rauða krossinn með okkur í það ef það þarf aðstoð þetta fólk. Þannig að við munum bara vinna þetta mál eins og við höfum gert áður.“
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 „Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43
„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56
Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55