Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2020 10:26 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki kominn með endanlegar tölur en þetta er orðinn langstærsti dagurinn,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í samtali við Vísi. Víðir var nýkominn af fundi stýrihóps sóttvarnalæknis og almannavarna. Þar var farið yfir stöðuna í faraldrinum. Hópurinn hafði meðferðis upplýsingar um fjölda þeirra sem greindist með smit í gær. Boðað hafði verið að hópurinn myndi endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar á þessum fundi. „Sú umræða var stutt,“ segir Víðir. „Umræðan snerist meira um að herða aðgerðirnar heldur en að veita eitthvað svigrúm til undanþága. Þetta er allt í skoðun ennþá en það er ljóst að við þurfum að herða umræðuna um að gildandi reglum verði framfylgt betur en verið hefur. Það er alveg ljóst að það þarf miklu frekar að herða á tveggja metra reglunni en að fækka þeim sem mega koma saman. En þetta er allt í skoðun,“segir Víðir. Víðir segir að verið sé að meta þann fjölda smita sem hefur greinst síðustu vikuna og hvort aðrar aðgerðir hefðu reynst betur í því samhengi eða hvort strangari eftirfylgni og útfærsla á þeim reglum sem eru í gildi hefði dugað. Hvaða annara aðgerða hefði verið hægt að grípa til? „Ef við skoðum hvað við vorum með í seinni hlutanum í mars, þá vorum við komin niður í 20 manna samkomubann og lokuðum ýmissi starfsemi sem er opin í dag. Það voru töluvert harðari aðgerðir í gangi frá 24. mars heldur en við erum með núna. En við höfum verulegar áhyggjur af því að þurfa að ganga lengra en við gerum núna.“ Víðir segir að áherslan verði lögð á að fjalla um þær aðgerðir sem eru í gildi í dag og hversu mikilvægt sé að framfylgja þeim. „En við viljum skoða einhverja daga í viðbót áður en við grípum til harðari aðgerða og eigum eftir að ræða við aðila innan heilbrigðiskerfisins, hvernig ástandið er á þessu fólki sem er með Covid núna, hvort álag hafi myndast á heilbrigðiskerfið.“ Nýjar tölur verða birtar á covid.is klukkan 11. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
„Ég er ekki kominn með endanlegar tölur en þetta er orðinn langstærsti dagurinn,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í samtali við Vísi. Víðir var nýkominn af fundi stýrihóps sóttvarnalæknis og almannavarna. Þar var farið yfir stöðuna í faraldrinum. Hópurinn hafði meðferðis upplýsingar um fjölda þeirra sem greindist með smit í gær. Boðað hafði verið að hópurinn myndi endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar á þessum fundi. „Sú umræða var stutt,“ segir Víðir. „Umræðan snerist meira um að herða aðgerðirnar heldur en að veita eitthvað svigrúm til undanþága. Þetta er allt í skoðun ennþá en það er ljóst að við þurfum að herða umræðuna um að gildandi reglum verði framfylgt betur en verið hefur. Það er alveg ljóst að það þarf miklu frekar að herða á tveggja metra reglunni en að fækka þeim sem mega koma saman. En þetta er allt í skoðun,“segir Víðir. Víðir segir að verið sé að meta þann fjölda smita sem hefur greinst síðustu vikuna og hvort aðrar aðgerðir hefðu reynst betur í því samhengi eða hvort strangari eftirfylgni og útfærsla á þeim reglum sem eru í gildi hefði dugað. Hvaða annara aðgerða hefði verið hægt að grípa til? „Ef við skoðum hvað við vorum með í seinni hlutanum í mars, þá vorum við komin niður í 20 manna samkomubann og lokuðum ýmissi starfsemi sem er opin í dag. Það voru töluvert harðari aðgerðir í gangi frá 24. mars heldur en við erum með núna. En við höfum verulegar áhyggjur af því að þurfa að ganga lengra en við gerum núna.“ Víðir segir að áherslan verði lögð á að fjalla um þær aðgerðir sem eru í gildi í dag og hversu mikilvægt sé að framfylgja þeim. „En við viljum skoða einhverja daga í viðbót áður en við grípum til harðari aðgerða og eigum eftir að ræða við aðila innan heilbrigðiskerfisins, hvernig ástandið er á þessu fólki sem er með Covid núna, hvort álag hafi myndast á heilbrigðiskerfið.“ Nýjar tölur verða birtar á covid.is klukkan 11.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira