Zidane segir að Bale hafi ekki viljað spila gegn City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2020 23:00 Bale sagði við Zidane að hann nennti ekki með í leikinn gegn City. Diego Souto/Getty Images Það vakti athygli að Gareth Bale var ekki hluti af 24 manna hópi Real Madrid sem mun ferðast til Portúgal þar sem liðið mætir Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú hefur Zinedine Zidane – þjálfari Real – sagt að Bale hafi einfaldlega ekki viljað spila gegn City og því hafi hann verið skilinn eftir heima. Zidane vildi ekki fara út í smáatriði en það er raun öruggt að Real mun reyna að losa Walesverjann í sumar. Real Madrid head coach Zinedine Zidane has said Gareth Bale was left out of the squad to face Manchester City because he "didn't want to play".— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 6, 2020 Það gæti reynst þrautin þyngri en Bale situr á einum stærsta samningi síðari ára. Samkvæmt Alvaro Montero, sérfræðingi Sky Sports, þá er ekkert lið í heiminum sem myndi borga Bale sömu laun og hann fær hjá Real. Síðasta sumar var leikmaðurinn orðaður við Jiangsu Suning í Kína en ekkert varð af þeim félagaskiptum. Bale sjálfur vill helst fara aftur til Englands þar sem hann lék á sínum tíma með Southampton og Tottenham Hotspur. Montero telur að Bale muni einfaldlega sitja á bekknum hjá Real á þessum líka fína samning. Nýkrýndir Spánarmeistarar Real eru 2-1 undir gegn Manchester City en liðin mætast í síðari leik 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar annað kvöld. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Það vakti athygli að Gareth Bale var ekki hluti af 24 manna hópi Real Madrid sem mun ferðast til Portúgal þar sem liðið mætir Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú hefur Zinedine Zidane – þjálfari Real – sagt að Bale hafi einfaldlega ekki viljað spila gegn City og því hafi hann verið skilinn eftir heima. Zidane vildi ekki fara út í smáatriði en það er raun öruggt að Real mun reyna að losa Walesverjann í sumar. Real Madrid head coach Zinedine Zidane has said Gareth Bale was left out of the squad to face Manchester City because he "didn't want to play".— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 6, 2020 Það gæti reynst þrautin þyngri en Bale situr á einum stærsta samningi síðari ára. Samkvæmt Alvaro Montero, sérfræðingi Sky Sports, þá er ekkert lið í heiminum sem myndi borga Bale sömu laun og hann fær hjá Real. Síðasta sumar var leikmaðurinn orðaður við Jiangsu Suning í Kína en ekkert varð af þeim félagaskiptum. Bale sjálfur vill helst fara aftur til Englands þar sem hann lék á sínum tíma með Southampton og Tottenham Hotspur. Montero telur að Bale muni einfaldlega sitja á bekknum hjá Real á þessum líka fína samning. Nýkrýndir Spánarmeistarar Real eru 2-1 undir gegn Manchester City en liðin mætast í síðari leik 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar annað kvöld. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira