Orðalagið „kannski ekki alveg nógu heppilegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 16:05 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á upplýsingafundinum í dag. Lögreglan Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að orðalagið sem notað er í útlistun á tveggja metra reglunni í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins sé ef til vill ekki nógu heppilegt. Í auglýsingunni sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn segir að tveggja metra regluna skuli tryggja „á milli einstaklinga sem ekki deila heimili“. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við segja regluna nokkuð óskýra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt veitingahús og matsölustaði undanfarna daga til að tryggja að farið sé eftir auglýsingu heilbrigðisráðherra þar sem kveðið er á um tveggja metra reglu. Eins og reglan stendur núna kallar hún á að lögregla tryggi að allt fólk sem sé saman á almannafæri búi saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag hvort kæmi til greina að endurskoða orðalagið. „Þetta er bindandi orðalag eins og þetta er. Þá er þetta beinlínis þannig að fólk þurfi að vera með lögheimili á sama stað, liggur við. En fólk sem er í sama sóttvarnarhólfi eða -kúlu - fjölskyldubönd eða vinnusambandsbönd eða svoleiðis, fólk sem er í mikilli nálægð dagsdaglega - það er ekki óeðlilegt að það fólk sé í meiri nálægð en ókunnugir. En þarna er sannarlega orðalagið kannski ekki alveg nógu heppilegt,“ svaraði Rögnvaldur. Þá ítrekaði Alma Möller landlæknir að allar aðgerðir stjórnvalda í baráttunni gegn veirunni byggðu á trausti til almennings. „Það er aldrei hægt að setja reglur um allt eða fylgja þeim eftir. Þannig að við sýnum fólki traust og treystum á að það sýni skynsemi,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að orðalagið sem notað er í útlistun á tveggja metra reglunni í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins sé ef til vill ekki nógu heppilegt. Í auglýsingunni sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn segir að tveggja metra regluna skuli tryggja „á milli einstaklinga sem ekki deila heimili“. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við segja regluna nokkuð óskýra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt veitingahús og matsölustaði undanfarna daga til að tryggja að farið sé eftir auglýsingu heilbrigðisráðherra þar sem kveðið er á um tveggja metra reglu. Eins og reglan stendur núna kallar hún á að lögregla tryggi að allt fólk sem sé saman á almannafæri búi saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag hvort kæmi til greina að endurskoða orðalagið. „Þetta er bindandi orðalag eins og þetta er. Þá er þetta beinlínis þannig að fólk þurfi að vera með lögheimili á sama stað, liggur við. En fólk sem er í sama sóttvarnarhólfi eða -kúlu - fjölskyldubönd eða vinnusambandsbönd eða svoleiðis, fólk sem er í mikilli nálægð dagsdaglega - það er ekki óeðlilegt að það fólk sé í meiri nálægð en ókunnugir. En þarna er sannarlega orðalagið kannski ekki alveg nógu heppilegt,“ svaraði Rögnvaldur. Þá ítrekaði Alma Möller landlæknir að allar aðgerðir stjórnvalda í baráttunni gegn veirunni byggðu á trausti til almennings. „Það er aldrei hægt að setja reglur um allt eða fylgja þeim eftir. Þannig að við sýnum fólki traust og treystum á að það sýni skynsemi,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira