Hollenski hjólreiðamaðurinn, Fabio Jakobsen, lenti heldur betur illa í því á fyrsta stigi Tour de Poland en hann klessti harkalega á auglýsingaskilti.
Jakobsen barðist um forystu sætið við Dylan Groenewegen frá Team Jumbo-Visma en endaði á því að rekast utan í skiltið og stórslasa sig.
Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var settur í öndunarvél en hann meiddist bæði á höfði og brjósti. Þetta staðfestu forráðamenn keppninnar.
Massive crash on the finish line in stage 1 of @Tour_de_Pologne! #TDP20 ( @sport_tvppl) pic.twitter.com/mwvDwS9Y3i
— World Cycling Stats (@wcsbike) August 5, 2020
Þó hefur læknir á sjúkrahúsinu í Sosnowiec staðfest að líða hans er stöðug en hann mun þó þurfa gangast undir aðgerð á andliti og höfuðkúpu.
Atvikið átti sér stað undir lok keppninnar er hann og Groenewegen kepptu um fyrsta sætið en þeir hjóluðu hlið við hlið rétt áður en Jakobsen skall á skiltinu með hörmulegum afleiðingum.
Groenewegen kom fyrstur í mark en var síðar meir dæmdur úr keppni eftir atvikið. Hjólreiðasamtökin hörmuðu hegðun hans í yfirlýsingu sinni eftir keppnina.
First stage of Tour de Poland overshadowed by horror crash as Fabio Jakobsen flies over the BARRIERS causing mass pile-up https://t.co/htagNCNeCJ
— MailOnline Sport (@MailSport) August 5, 2020