Líklegt að Ísland lendi á rauðum listum Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 15:22 Ferðalangar frá Íslandi gætu þurft að sæta sóttkví við komuna til Evrópuríkja, fari svo að Ísland lendi á rauðum lista annarra landa. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir gerir allt eins ráð fyrir því að Ísland lendi á „rauðum listum“ annarra þjóða vegna fjölgunar smitaðra síðustu daga. Það sé vissulega áhyggjuefni. Hið svokallaða nýgengi smita innanlands á Íslandi er nú 21. Það þýðir að undanfarna 14 daga hafa greinst 21 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Þessi tala er þó nokkuð hærri á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu, eða 22,1. Það er næst hæsta gildið meðal Norðurlanda en hæst er það í Svíþjóð, 29,5. Stjórnvöld hinna ýmsu landa horfa til nýgengis þegar ákvörðun er tekin um flokkun landa í áhættusvæði vegna kórónuveirudreifingar. Í þessu samhengi má nefna að Norðmenn hyggjast uppfæra lista sinn yfir áhætturíki á föstudag, en þeir hafa miðað við nýgengið 20 til þessa. Fari svo að Ísland lendi á „rauða listanum“ munu Íslendingar sem koma til Noregs t.d. þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það vissulega áhyggjuefni að nýgengi smita skuli hækka á Íslandi. Hann telur það þó mismunandi eftir löndum hvenær þau skilgreina önnur ríki sem áhættusvæði. Til að mynda sé víða horft hlutfalls smitaðra af höfðatölu og hlutfalls jákvæðra sýna af heildarfjölda. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel,“ sagði Þórólfur á fundi dagsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50 Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Sóttvarnalæknir gerir allt eins ráð fyrir því að Ísland lendi á „rauðum listum“ annarra þjóða vegna fjölgunar smitaðra síðustu daga. Það sé vissulega áhyggjuefni. Hið svokallaða nýgengi smita innanlands á Íslandi er nú 21. Það þýðir að undanfarna 14 daga hafa greinst 21 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Þessi tala er þó nokkuð hærri á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu, eða 22,1. Það er næst hæsta gildið meðal Norðurlanda en hæst er það í Svíþjóð, 29,5. Stjórnvöld hinna ýmsu landa horfa til nýgengis þegar ákvörðun er tekin um flokkun landa í áhættusvæði vegna kórónuveirudreifingar. Í þessu samhengi má nefna að Norðmenn hyggjast uppfæra lista sinn yfir áhætturíki á föstudag, en þeir hafa miðað við nýgengið 20 til þessa. Fari svo að Ísland lendi á „rauða listanum“ munu Íslendingar sem koma til Noregs t.d. þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það vissulega áhyggjuefni að nýgengi smita skuli hækka á Íslandi. Hann telur það þó mismunandi eftir löndum hvenær þau skilgreina önnur ríki sem áhættusvæði. Til að mynda sé víða horft hlutfalls smitaðra af höfðatölu og hlutfalls jákvæðra sýna af heildarfjölda. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel,“ sagði Þórólfur á fundi dagsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50 Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50
Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55