Dagskráin í dag: Íslandsmótið í FIFA 20 og pílumót í beinni, spurningaþættir um fótbolta og hápunktar Tiger Woods Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 06:00 Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA 20. VÍSIR/GETTY Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Það verða beinar útsendingar á Sportstöðvunum í dag, frá keppni í FIFA 20 fótboltatölvuleiknum og sérstöku móti bestu pílukastara heims. Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA síðdegis en undanúrslitin hefjast kl. 15 á Stöð 2 eSport, eða Stöð 2 Sport 4. FIFA 20 tölvuleikurinn er afar vinsæll hér á landi og bestu spilarar landsins hafa blandað sér í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Pílukastarar eiga svo sviðið á Stöð 2 Sport kl. 18.30 þegar þeir mætast á PDC Home Tour. Mótið er sérstakt að því leyti að vegna kórónuveirufaraldursins þá spila menn heima hjá sér og mætast því í raun í gegnum internetið ef svo má segja. Á Stöð 2 Sport verða einnig endursýndir þættir um helstu krakkamót landsins í fótbolta, og perluleikir úr efstu deildum í fótbolta og körfubolta sýndir, auk fleira efnis. Stöð 2 Sport 2 Sparkspekingar ættu að fylgjast vel með Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem sýndir verða skemmtilegir spurningaþættir sem bera heitið Manstu. Gummi Ben stýrir þáttunum og eru meðal annars sérþættir um helstu stórlið ensku úrvalsdeildarinnar. Einnig verða sýndir þættir úr smiðju Gumma um ensku stórliðin, þar sem hann ræðir við valinkunna gesti. Þá má sjá heimildarmynd um Keflvíkinginn Guðmund Steinarsson og þegar Auðunn Blöndal heimsótti Martin Hermannsson og Sunnu Tsunami í Atvinnumönnunum okkar. Stöð 2 Sport 3 Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir úrslitaleikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gegnum árin. Stöð 2 eSport Undanúrslitin og úrslitin á Íslandsmótinu í FIFA 20 hefjast kl. 15 og ætti að vera lokið um kl. 18. Þar leika bestu FIFA-spilarar landsins í beinni útsendingu. Fleira efni er á stöðinni í dag, til að mynda útsendingar frá leikjum í League of Legends í íslensku Vodafone-deildinni. Stöð 2 Golf Aðdáendur Tiger Woods fá nóg fyrir sinn snúð á Stöð 2 Golf þar sem sýndir verða þættir um nokkra af hápunktum ferilsins hjá þessum magnaða kylfingi. Þar verður einnig sýnd útsending frá lokadegi US Open 2017 og 2018, og lokadegi The Players 2009. Rafíþróttir Pepsi Max-deild karla Dominos-deild karla Meistaradeild Evrópu Golf Pílukast Tengdar fréttir Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30 Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Það verða beinar útsendingar á Sportstöðvunum í dag, frá keppni í FIFA 20 fótboltatölvuleiknum og sérstöku móti bestu pílukastara heims. Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA síðdegis en undanúrslitin hefjast kl. 15 á Stöð 2 eSport, eða Stöð 2 Sport 4. FIFA 20 tölvuleikurinn er afar vinsæll hér á landi og bestu spilarar landsins hafa blandað sér í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Pílukastarar eiga svo sviðið á Stöð 2 Sport kl. 18.30 þegar þeir mætast á PDC Home Tour. Mótið er sérstakt að því leyti að vegna kórónuveirufaraldursins þá spila menn heima hjá sér og mætast því í raun í gegnum internetið ef svo má segja. Á Stöð 2 Sport verða einnig endursýndir þættir um helstu krakkamót landsins í fótbolta, og perluleikir úr efstu deildum í fótbolta og körfubolta sýndir, auk fleira efnis. Stöð 2 Sport 2 Sparkspekingar ættu að fylgjast vel með Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem sýndir verða skemmtilegir spurningaþættir sem bera heitið Manstu. Gummi Ben stýrir þáttunum og eru meðal annars sérþættir um helstu stórlið ensku úrvalsdeildarinnar. Einnig verða sýndir þættir úr smiðju Gumma um ensku stórliðin, þar sem hann ræðir við valinkunna gesti. Þá má sjá heimildarmynd um Keflvíkinginn Guðmund Steinarsson og þegar Auðunn Blöndal heimsótti Martin Hermannsson og Sunnu Tsunami í Atvinnumönnunum okkar. Stöð 2 Sport 3 Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir úrslitaleikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gegnum árin. Stöð 2 eSport Undanúrslitin og úrslitin á Íslandsmótinu í FIFA 20 hefjast kl. 15 og ætti að vera lokið um kl. 18. Þar leika bestu FIFA-spilarar landsins í beinni útsendingu. Fleira efni er á stöðinni í dag, til að mynda útsendingar frá leikjum í League of Legends í íslensku Vodafone-deildinni. Stöð 2 Golf Aðdáendur Tiger Woods fá nóg fyrir sinn snúð á Stöð 2 Golf þar sem sýndir verða þættir um nokkra af hápunktum ferilsins hjá þessum magnaða kylfingi. Þar verður einnig sýnd útsending frá lokadegi US Open 2017 og 2018, og lokadegi The Players 2009.
Rafíþróttir Pepsi Max-deild karla Dominos-deild karla Meistaradeild Evrópu Golf Pílukast Tengdar fréttir Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30 Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30
Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00