Skora á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2020 22:32 Frá lagningu bundins slitlags á Grafningsveg í síðustu viku. Mynd/Jakob Guðnason. Söfnun undirskrifta er hafin til stuðnings áskorun til Vegagerðarinnar um að lokið verði við malbikun síðasta kafla Grafningsvegar, eins kílómetra búts vestan við Írafossvirkjun. Fyrir undirskriftasöfnuninni stendur Jakob Guðnason, staðarhaldari skátamiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni. „Við viljum að Vegagerðin klári að leggja bundið slitlag á Grafningsveg númer 360,“ segir í texta undirskriftalistans. „Nú í sumar verður búið að leggja bundið slitlag á Grafningsveg frá Úlfljótsvatni að Hagavík við Þingvallavatn. Þegar því lýkur verður hægt að aka hringinn í kringum Þingvallavatn og Úlfljótsvatn að undanskildum rúmlega eins kílómetra kafla frá brúnni við Írafoss og að gatnamótum Grafningsvegar nr. 360 og Grafningsvegar neðri númer 350. Vegagerðin hefur síðustu ár heflað þennan vegkafla án þess þó að bæta efni í hann og standa því stórgrýti uppúr honum öllum og þess á milli stórar og leiðinlegar holur,“ segir í áskoruninni. Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Vegarkaflinn sem um ræðir liggur upp brekkuna sem sést ofarlega vinstra megin á myndinni.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef heyrt bæði að Landsvirkjun eigi þennan kafla og Vegagerðin vilji að þeir lagi þetta, sem er undarlegt því þennan kafla átti að klæða fyrir 10 til 15 árum þegar klæðning var lögð framhjá Úlfljótsvatni en var skorið niður vegna kostnaðar,“ segir Jakob þegar fréttastofa spurði hvort hann hefði fengið skýringar á því hversvegna þessi eini vegstubbur væri skilinn eftir. „Eins hef ég heyrt að þeir vilji breyta vegstæðinu við brúna. Vegagerðin hefur ekki viljað svara mér með þetta,“ segir Jakob. Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Landsvirkjun Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Söfnun undirskrifta er hafin til stuðnings áskorun til Vegagerðarinnar um að lokið verði við malbikun síðasta kafla Grafningsvegar, eins kílómetra búts vestan við Írafossvirkjun. Fyrir undirskriftasöfnuninni stendur Jakob Guðnason, staðarhaldari skátamiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni. „Við viljum að Vegagerðin klári að leggja bundið slitlag á Grafningsveg númer 360,“ segir í texta undirskriftalistans. „Nú í sumar verður búið að leggja bundið slitlag á Grafningsveg frá Úlfljótsvatni að Hagavík við Þingvallavatn. Þegar því lýkur verður hægt að aka hringinn í kringum Þingvallavatn og Úlfljótsvatn að undanskildum rúmlega eins kílómetra kafla frá brúnni við Írafoss og að gatnamótum Grafningsvegar nr. 360 og Grafningsvegar neðri númer 350. Vegagerðin hefur síðustu ár heflað þennan vegkafla án þess þó að bæta efni í hann og standa því stórgrýti uppúr honum öllum og þess á milli stórar og leiðinlegar holur,“ segir í áskoruninni. Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Vegarkaflinn sem um ræðir liggur upp brekkuna sem sést ofarlega vinstra megin á myndinni.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef heyrt bæði að Landsvirkjun eigi þennan kafla og Vegagerðin vilji að þeir lagi þetta, sem er undarlegt því þennan kafla átti að klæða fyrir 10 til 15 árum þegar klæðning var lögð framhjá Úlfljótsvatni en var skorið niður vegna kostnaðar,“ segir Jakob þegar fréttastofa spurði hvort hann hefði fengið skýringar á því hversvegna þessi eini vegstubbur væri skilinn eftir. „Eins hef ég heyrt að þeir vilji breyta vegstæðinu við brúna. Vegagerðin hefur ekki viljað svara mér með þetta,“ segir Jakob.
Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Landsvirkjun Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira