Skora á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2020 22:32 Frá lagningu bundins slitlags á Grafningsveg í síðustu viku. Mynd/Jakob Guðnason. Söfnun undirskrifta er hafin til stuðnings áskorun til Vegagerðarinnar um að lokið verði við malbikun síðasta kafla Grafningsvegar, eins kílómetra búts vestan við Írafossvirkjun. Fyrir undirskriftasöfnuninni stendur Jakob Guðnason, staðarhaldari skátamiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni. „Við viljum að Vegagerðin klári að leggja bundið slitlag á Grafningsveg númer 360,“ segir í texta undirskriftalistans. „Nú í sumar verður búið að leggja bundið slitlag á Grafningsveg frá Úlfljótsvatni að Hagavík við Þingvallavatn. Þegar því lýkur verður hægt að aka hringinn í kringum Þingvallavatn og Úlfljótsvatn að undanskildum rúmlega eins kílómetra kafla frá brúnni við Írafoss og að gatnamótum Grafningsvegar nr. 360 og Grafningsvegar neðri númer 350. Vegagerðin hefur síðustu ár heflað þennan vegkafla án þess þó að bæta efni í hann og standa því stórgrýti uppúr honum öllum og þess á milli stórar og leiðinlegar holur,“ segir í áskoruninni. Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Vegarkaflinn sem um ræðir liggur upp brekkuna sem sést ofarlega vinstra megin á myndinni.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef heyrt bæði að Landsvirkjun eigi þennan kafla og Vegagerðin vilji að þeir lagi þetta, sem er undarlegt því þennan kafla átti að klæða fyrir 10 til 15 árum þegar klæðning var lögð framhjá Úlfljótsvatni en var skorið niður vegna kostnaðar,“ segir Jakob þegar fréttastofa spurði hvort hann hefði fengið skýringar á því hversvegna þessi eini vegstubbur væri skilinn eftir. „Eins hef ég heyrt að þeir vilji breyta vegstæðinu við brúna. Vegagerðin hefur ekki viljað svara mér með þetta,“ segir Jakob. Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Landsvirkjun Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Söfnun undirskrifta er hafin til stuðnings áskorun til Vegagerðarinnar um að lokið verði við malbikun síðasta kafla Grafningsvegar, eins kílómetra búts vestan við Írafossvirkjun. Fyrir undirskriftasöfnuninni stendur Jakob Guðnason, staðarhaldari skátamiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni. „Við viljum að Vegagerðin klári að leggja bundið slitlag á Grafningsveg númer 360,“ segir í texta undirskriftalistans. „Nú í sumar verður búið að leggja bundið slitlag á Grafningsveg frá Úlfljótsvatni að Hagavík við Þingvallavatn. Þegar því lýkur verður hægt að aka hringinn í kringum Þingvallavatn og Úlfljótsvatn að undanskildum rúmlega eins kílómetra kafla frá brúnni við Írafoss og að gatnamótum Grafningsvegar nr. 360 og Grafningsvegar neðri númer 350. Vegagerðin hefur síðustu ár heflað þennan vegkafla án þess þó að bæta efni í hann og standa því stórgrýti uppúr honum öllum og þess á milli stórar og leiðinlegar holur,“ segir í áskoruninni. Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Vegarkaflinn sem um ræðir liggur upp brekkuna sem sést ofarlega vinstra megin á myndinni.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef heyrt bæði að Landsvirkjun eigi þennan kafla og Vegagerðin vilji að þeir lagi þetta, sem er undarlegt því þennan kafla átti að klæða fyrir 10 til 15 árum þegar klæðning var lögð framhjá Úlfljótsvatni en var skorið niður vegna kostnaðar,“ segir Jakob þegar fréttastofa spurði hvort hann hefði fengið skýringar á því hversvegna þessi eini vegstubbur væri skilinn eftir. „Eins hef ég heyrt að þeir vilji breyta vegstæðinu við brúna. Vegagerðin hefur ekki viljað svara mér með þetta,“ segir Jakob.
Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Landsvirkjun Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira