Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2020 18:30 Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Abbas Ibrahim, hershöfðingi og yfirmaður almannavarna í Líbanon, sagði skýringuna líklega þá að eldur hefði borist í vöruskemmu með sprengifimu efni sem var gert upptækt. Hann hafnaði vangaveltum um ísraelska eldflaugaárás og að eldur hefði borist í flugelda. Líbanski miðillinn LBCI hafði eftir heimildarmönnum að um hafi verið að ræða natríumnítrat, einnig kallað Chile saltpétur, sem var gert upptækt fyrir meira en ári. Mörg hundruð særðust og eru spítalar sagðir yfirfullir. AP greinir frá að yfir 50 séu látnir og að yfir 2.500 hafi særst. Sjónarvottar sögðu við líbanska miðla að tugir látinna væru á vettvangi. Þá hafa líbanskir miðlar sagt að fólk gæti verið fast undir rústum byggingarinnar. Borgarbúar í allt að tíu kílómetra fjarlægð frá sprengingunni greindu frá brotnum rúðum og öðru tjóni á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis var greint frá annarri mögulegri sprengingu við hús Hariri-fjölskyldunnar en þær fréttir hafa ekki verið staðfestar. Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður óhultur en kona hans og dóttir lítillega slasaðar. Búist er við dómi í máli Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra sem var myrtur árið 2005, í lok vikunnar en sakborningar eru fjórir liðsmenn Hezbollah-samtakanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 17:14 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Abbas Ibrahim, hershöfðingi og yfirmaður almannavarna í Líbanon, sagði skýringuna líklega þá að eldur hefði borist í vöruskemmu með sprengifimu efni sem var gert upptækt. Hann hafnaði vangaveltum um ísraelska eldflaugaárás og að eldur hefði borist í flugelda. Líbanski miðillinn LBCI hafði eftir heimildarmönnum að um hafi verið að ræða natríumnítrat, einnig kallað Chile saltpétur, sem var gert upptækt fyrir meira en ári. Mörg hundruð særðust og eru spítalar sagðir yfirfullir. AP greinir frá að yfir 50 séu látnir og að yfir 2.500 hafi særst. Sjónarvottar sögðu við líbanska miðla að tugir látinna væru á vettvangi. Þá hafa líbanskir miðlar sagt að fólk gæti verið fast undir rústum byggingarinnar. Borgarbúar í allt að tíu kílómetra fjarlægð frá sprengingunni greindu frá brotnum rúðum og öðru tjóni á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis var greint frá annarri mögulegri sprengingu við hús Hariri-fjölskyldunnar en þær fréttir hafa ekki verið staðfestar. Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður óhultur en kona hans og dóttir lítillega slasaðar. Búist er við dómi í máli Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra sem var myrtur árið 2005, í lok vikunnar en sakborningar eru fjórir liðsmenn Hezbollah-samtakanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 17:14 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 17:14