„The Rock“ eignaðist XFL og hjálpaði fyrrum eiginkonu sinni að skrifa söguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 16:30 Dwayne Johnson ætlar sér að bjarga XFL-atvinnumannadeildinni og er með fyrrum eiginkonu sína með sér í liði. EPA/CARSTEN KOALL XFL-deildin var sett á laggirnar af Vince McMahon, stjórnarformanni WWE, en menn þar á bæ urðu að hætta leik í vor og lýsa yfir gjaldþroti vegna kórónuveirufaraldursins Dwayne „The Rock“ Johnson hefur nú keypt deildina af Vince McMahon ásamt viðskiptafélaga sínum og fyrrum eiginkonu sinni Dany Garcia en með þeim er einnig fjárfestingafélagið RedBird sem er í eigu Gerry Cardinale. Þessir þrír aðilar borguðu samtals fimmtán milljónir Bandaríkjadala fyrir XFL-deildina eða meira en tvo milljarða íslenskra króna. Samningar náðust skömmu áður en bjóða átti deildina upp. „Það er Hollywood endir á söluferlinu okkar og við tekur nýr spennandi kafli fyrir deildina. Dwayne, Dany og Gerry eru draumalið eiganda og XFL-deildin gæti ekki verið í betri höndum,“ sagði forsetinn og framkvæmdastjórinn Jeffrey Pollack. „The Rock“ hjálpaði þar með fyrrum eiginkonu sinni að skrifa söguna. Dany Garcia er er nefnilega fyrsta konan til að eignast atvinnumannadeild í Bandaríkjunum án þess að eiga einhvern hlut í deild sem eigandi félags. „Ákvörðun mín að fjárfesta í XFL-deildinni með viðskiptafélögum mínum, Dany Garcia og Gerry Cardinale, á rót sína í tveimur hlutum, ástríðu minni fyrir amerískum fótbolta og löngun minni til að hugsa vel um stuðningsmennina,“ var haft eftir Dwayne „The Rock“ Johnson. View this post on Instagram Boss moves @danygarciaco A post shared by espnW (@espnw) on Aug 3, 2020 at 6:57pm PDT 2020 tímabilið var það fyrsta í sögu XFL-deildarinnar en átta félög voru í deildinni eða Dallas Renegades, Houston Roughnecks, Los Angeles Wildcats, Seattle Dragons, DC Defenders, New York Guardians, St. Louis BattleHawks og Tampa Bay Vipers. Áhuginn var talsverður í fyrstu vikunni en áhorfið hafði síðan dregist saman þegar kórónuveirufaraldurinn helltist yfir heiminn og allt íþróttalíf heimsins sigldi í strand. NFL Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
XFL-deildin var sett á laggirnar af Vince McMahon, stjórnarformanni WWE, en menn þar á bæ urðu að hætta leik í vor og lýsa yfir gjaldþroti vegna kórónuveirufaraldursins Dwayne „The Rock“ Johnson hefur nú keypt deildina af Vince McMahon ásamt viðskiptafélaga sínum og fyrrum eiginkonu sinni Dany Garcia en með þeim er einnig fjárfestingafélagið RedBird sem er í eigu Gerry Cardinale. Þessir þrír aðilar borguðu samtals fimmtán milljónir Bandaríkjadala fyrir XFL-deildina eða meira en tvo milljarða íslenskra króna. Samningar náðust skömmu áður en bjóða átti deildina upp. „Það er Hollywood endir á söluferlinu okkar og við tekur nýr spennandi kafli fyrir deildina. Dwayne, Dany og Gerry eru draumalið eiganda og XFL-deildin gæti ekki verið í betri höndum,“ sagði forsetinn og framkvæmdastjórinn Jeffrey Pollack. „The Rock“ hjálpaði þar með fyrrum eiginkonu sinni að skrifa söguna. Dany Garcia er er nefnilega fyrsta konan til að eignast atvinnumannadeild í Bandaríkjunum án þess að eiga einhvern hlut í deild sem eigandi félags. „Ákvörðun mín að fjárfesta í XFL-deildinni með viðskiptafélögum mínum, Dany Garcia og Gerry Cardinale, á rót sína í tveimur hlutum, ástríðu minni fyrir amerískum fótbolta og löngun minni til að hugsa vel um stuðningsmennina,“ var haft eftir Dwayne „The Rock“ Johnson. View this post on Instagram Boss moves @danygarciaco A post shared by espnW (@espnw) on Aug 3, 2020 at 6:57pm PDT 2020 tímabilið var það fyrsta í sögu XFL-deildarinnar en átta félög voru í deildinni eða Dallas Renegades, Houston Roughnecks, Los Angeles Wildcats, Seattle Dragons, DC Defenders, New York Guardians, St. Louis BattleHawks og Tampa Bay Vipers. Áhuginn var talsverður í fyrstu vikunni en áhorfið hafði síðan dregist saman þegar kórónuveirufaraldurinn helltist yfir heiminn og allt íþróttalíf heimsins sigldi í strand.
NFL Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira