Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 10:44 Loftmynd af Stuðlagili. Vísir/Vilhelm Stefanía Katrín Karlsdóttir, landeigandi á Grund Efri-Jökuldal þar sem Stuðlagil er að finna, segir dreifingu mynda af gilinu á internetinu á við faraldur. Mikið hefur borið á því að ferðamenn heimsæki gilið í þeim tilgangi að berja það augum, og margir smella jafnvel af einni mynd fyrir Instagram, en Stefanía segist engar tekjur hafa af ferðum fólks inn á landið hjá sér. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Stefanía að á síðustu þremur árum, eftir að Jökulsá var stífluð við Kárahnjúkavirkjun, hafi gilið orðið vinsælt meðal ferðamanna. WOW-air hafi meðal annars notað myndir af gilinu í kynningarefni frá sér, án þess að láta landeigendur vita eða spyrja leyfis. „Svo er þetta bara eins og hver annar faraldur, og eiginlega verra en faraldur. Það verður alveg gífurleg dreifing á myndum á Instagram og fleiri samfélagsmiðlum,“ segir Stefanía. Hún segir þessa dreifingu valda því að æ fleiri vilji berja gilið augum. Hún segir að í byrjun hafi ekki verið nein aðstaða til þess að taka á móti fólki, bara vegurinn að bænum á Grund. „Í byrjun var það þannig að útlendingarnir voru fyrri til að uppgötva þetta gil. Íslendingar komu seinna. Það var ekki fyrr en á þessu ári sem við sáum Íslendinga að koma af einhverju viti.“ Hún segir að á síðasta ári hafi komið mikill fjöldi fólks, og telur að um 90 prósent þeirra sem komu í gilið hafi verið erlendir ferðamenn. Í ár hafi hlutfallinu þá líklega verið snúið á haus. Teljari sem settur var upp í sumarbyrjun sýnir að um 15.000 manns hafi lagt leið sína að gilinu í sumar. Þá segir hún íslensku ferðamennina ganga mun betur um svæðið en þeir erlendu. Engar tekjur enn „Það eru margir sem halda að við sitjum á gullkistu en ég hef nú ekki séð þá kistu, né hef reynt að opna hana, en hún er bara tóm. Það eru engar tekjur enn þá,“ segir Stefanía. Hún bætir við að hún hafi þó fengið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp lágmarksinnviði á borð við bílastæði, afmarkaða göngustíga að gilinu og merkingar. Þá hafi verið smíðaðir pallar og stigar inni á landi hennar í fyrra. „Þetta er bara heljarinnar verkefni og auðvitað er þetta íþyngjandi. Við sitjum faktíst uppi með þetta,“ segir Stefanía. Hún segir landeigendum hafa staðið nokkrir kostir til boða: Að aðhafast ekkert, að loka landareigninni sem hún segir erfitt og illframkvæmanlegt eða að „reyna að gera eitthvað.“ Tækifærin eflaust að finna Stefanía segist þó telja að í þessari miklu aðsókn að gilinu geti falist einhver tækifæri. „Það má alveg líta á svona nýjung sem tækifæri og tækifæri felast eflaust í einhverri þjónustuuppbygginu.“ Hún segir þó að opinberar tölur Ferðamálastofu og Hagstofunnar bendi til þess að 70 prósent erlendra ferðamanna sem ferðast á Austurlandi komi á tímabilinu maí til september. „Þá erum við að horfa á það að uppbygging miðast eingöngu við sumarið. Svo kemur Covid, þá eru ekki erlendir ferðamenn. Þá erum við með Íslendinga, og eins og við vitum mætavel, þeir elta veðrið,“ segir Stefanía og bætir við að Íslendingar ferðist lang mest frá 20. júní fram að verslunarmannahelgi, sem er um sex vikna tímabil. „Ef maður ætlar að fara mjög mikla uppbyggingu upp á milljónatugi lengst uppi í sveit þar sem er ekki einu sinni starfsmannaaðstaða, það er ekki gott að ana að neinu þarna.“ Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Stefaníu í heild sinni. Eins og áður sagði hefur Stuðlagil sótt í sig veðrið sem vinsæll viðkomustaður ferðamanna, innlendra sem erlendra, sem margir hverjir eru ólmir í að birta myndir af gilinu og, eftir atvikum, sjálfum sér með. Því til stuðnings má benda á að sé staðsetningarmerking gilsins á Instagram skoðuð má sjá ógrynni nýrri og eldri mynda frá gilinu, eins og sjá má hér að ofan. Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rangt var haft eftir í fyrri fyrirsögn. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fljótsdalshérað Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Stefanía Katrín Karlsdóttir, landeigandi á Grund Efri-Jökuldal þar sem Stuðlagil er að finna, segir dreifingu mynda af gilinu á internetinu á við faraldur. Mikið hefur borið á því að ferðamenn heimsæki gilið í þeim tilgangi að berja það augum, og margir smella jafnvel af einni mynd fyrir Instagram, en Stefanía segist engar tekjur hafa af ferðum fólks inn á landið hjá sér. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Stefanía að á síðustu þremur árum, eftir að Jökulsá var stífluð við Kárahnjúkavirkjun, hafi gilið orðið vinsælt meðal ferðamanna. WOW-air hafi meðal annars notað myndir af gilinu í kynningarefni frá sér, án þess að láta landeigendur vita eða spyrja leyfis. „Svo er þetta bara eins og hver annar faraldur, og eiginlega verra en faraldur. Það verður alveg gífurleg dreifing á myndum á Instagram og fleiri samfélagsmiðlum,“ segir Stefanía. Hún segir þessa dreifingu valda því að æ fleiri vilji berja gilið augum. Hún segir að í byrjun hafi ekki verið nein aðstaða til þess að taka á móti fólki, bara vegurinn að bænum á Grund. „Í byrjun var það þannig að útlendingarnir voru fyrri til að uppgötva þetta gil. Íslendingar komu seinna. Það var ekki fyrr en á þessu ári sem við sáum Íslendinga að koma af einhverju viti.“ Hún segir að á síðasta ári hafi komið mikill fjöldi fólks, og telur að um 90 prósent þeirra sem komu í gilið hafi verið erlendir ferðamenn. Í ár hafi hlutfallinu þá líklega verið snúið á haus. Teljari sem settur var upp í sumarbyrjun sýnir að um 15.000 manns hafi lagt leið sína að gilinu í sumar. Þá segir hún íslensku ferðamennina ganga mun betur um svæðið en þeir erlendu. Engar tekjur enn „Það eru margir sem halda að við sitjum á gullkistu en ég hef nú ekki séð þá kistu, né hef reynt að opna hana, en hún er bara tóm. Það eru engar tekjur enn þá,“ segir Stefanía. Hún bætir við að hún hafi þó fengið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp lágmarksinnviði á borð við bílastæði, afmarkaða göngustíga að gilinu og merkingar. Þá hafi verið smíðaðir pallar og stigar inni á landi hennar í fyrra. „Þetta er bara heljarinnar verkefni og auðvitað er þetta íþyngjandi. Við sitjum faktíst uppi með þetta,“ segir Stefanía. Hún segir landeigendum hafa staðið nokkrir kostir til boða: Að aðhafast ekkert, að loka landareigninni sem hún segir erfitt og illframkvæmanlegt eða að „reyna að gera eitthvað.“ Tækifærin eflaust að finna Stefanía segist þó telja að í þessari miklu aðsókn að gilinu geti falist einhver tækifæri. „Það má alveg líta á svona nýjung sem tækifæri og tækifæri felast eflaust í einhverri þjónustuuppbygginu.“ Hún segir þó að opinberar tölur Ferðamálastofu og Hagstofunnar bendi til þess að 70 prósent erlendra ferðamanna sem ferðast á Austurlandi komi á tímabilinu maí til september. „Þá erum við að horfa á það að uppbygging miðast eingöngu við sumarið. Svo kemur Covid, þá eru ekki erlendir ferðamenn. Þá erum við með Íslendinga, og eins og við vitum mætavel, þeir elta veðrið,“ segir Stefanía og bætir við að Íslendingar ferðist lang mest frá 20. júní fram að verslunarmannahelgi, sem er um sex vikna tímabil. „Ef maður ætlar að fara mjög mikla uppbyggingu upp á milljónatugi lengst uppi í sveit þar sem er ekki einu sinni starfsmannaaðstaða, það er ekki gott að ana að neinu þarna.“ Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Stefaníu í heild sinni. Eins og áður sagði hefur Stuðlagil sótt í sig veðrið sem vinsæll viðkomustaður ferðamanna, innlendra sem erlendra, sem margir hverjir eru ólmir í að birta myndir af gilinu og, eftir atvikum, sjálfum sér með. Því til stuðnings má benda á að sé staðsetningarmerking gilsins á Instagram skoðuð má sjá ógrynni nýrri og eldri mynda frá gilinu, eins og sjá má hér að ofan. Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rangt var haft eftir í fyrri fyrirsögn.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fljótsdalshérað Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira