Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 10:44 Loftmynd af Stuðlagili. Vísir/Vilhelm Stefanía Katrín Karlsdóttir, landeigandi á Grund Efri-Jökuldal þar sem Stuðlagil er að finna, segir dreifingu mynda af gilinu á internetinu á við faraldur. Mikið hefur borið á því að ferðamenn heimsæki gilið í þeim tilgangi að berja það augum, og margir smella jafnvel af einni mynd fyrir Instagram, en Stefanía segist engar tekjur hafa af ferðum fólks inn á landið hjá sér. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Stefanía að á síðustu þremur árum, eftir að Jökulsá var stífluð við Kárahnjúkavirkjun, hafi gilið orðið vinsælt meðal ferðamanna. WOW-air hafi meðal annars notað myndir af gilinu í kynningarefni frá sér, án þess að láta landeigendur vita eða spyrja leyfis. „Svo er þetta bara eins og hver annar faraldur, og eiginlega verra en faraldur. Það verður alveg gífurleg dreifing á myndum á Instagram og fleiri samfélagsmiðlum,“ segir Stefanía. Hún segir þessa dreifingu valda því að æ fleiri vilji berja gilið augum. Hún segir að í byrjun hafi ekki verið nein aðstaða til þess að taka á móti fólki, bara vegurinn að bænum á Grund. „Í byrjun var það þannig að útlendingarnir voru fyrri til að uppgötva þetta gil. Íslendingar komu seinna. Það var ekki fyrr en á þessu ári sem við sáum Íslendinga að koma af einhverju viti.“ Hún segir að á síðasta ári hafi komið mikill fjöldi fólks, og telur að um 90 prósent þeirra sem komu í gilið hafi verið erlendir ferðamenn. Í ár hafi hlutfallinu þá líklega verið snúið á haus. Teljari sem settur var upp í sumarbyrjun sýnir að um 15.000 manns hafi lagt leið sína að gilinu í sumar. Þá segir hún íslensku ferðamennina ganga mun betur um svæðið en þeir erlendu. Engar tekjur enn „Það eru margir sem halda að við sitjum á gullkistu en ég hef nú ekki séð þá kistu, né hef reynt að opna hana, en hún er bara tóm. Það eru engar tekjur enn þá,“ segir Stefanía. Hún bætir við að hún hafi þó fengið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp lágmarksinnviði á borð við bílastæði, afmarkaða göngustíga að gilinu og merkingar. Þá hafi verið smíðaðir pallar og stigar inni á landi hennar í fyrra. „Þetta er bara heljarinnar verkefni og auðvitað er þetta íþyngjandi. Við sitjum faktíst uppi með þetta,“ segir Stefanía. Hún segir landeigendum hafa staðið nokkrir kostir til boða: Að aðhafast ekkert, að loka landareigninni sem hún segir erfitt og illframkvæmanlegt eða að „reyna að gera eitthvað.“ Tækifærin eflaust að finna Stefanía segist þó telja að í þessari miklu aðsókn að gilinu geti falist einhver tækifæri. „Það má alveg líta á svona nýjung sem tækifæri og tækifæri felast eflaust í einhverri þjónustuuppbygginu.“ Hún segir þó að opinberar tölur Ferðamálastofu og Hagstofunnar bendi til þess að 70 prósent erlendra ferðamanna sem ferðast á Austurlandi komi á tímabilinu maí til september. „Þá erum við að horfa á það að uppbygging miðast eingöngu við sumarið. Svo kemur Covid, þá eru ekki erlendir ferðamenn. Þá erum við með Íslendinga, og eins og við vitum mætavel, þeir elta veðrið,“ segir Stefanía og bætir við að Íslendingar ferðist lang mest frá 20. júní fram að verslunarmannahelgi, sem er um sex vikna tímabil. „Ef maður ætlar að fara mjög mikla uppbyggingu upp á milljónatugi lengst uppi í sveit þar sem er ekki einu sinni starfsmannaaðstaða, það er ekki gott að ana að neinu þarna.“ Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Stefaníu í heild sinni. Eins og áður sagði hefur Stuðlagil sótt í sig veðrið sem vinsæll viðkomustaður ferðamanna, innlendra sem erlendra, sem margir hverjir eru ólmir í að birta myndir af gilinu og, eftir atvikum, sjálfum sér með. Því til stuðnings má benda á að sé staðsetningarmerking gilsins á Instagram skoðuð má sjá ógrynni nýrri og eldri mynda frá gilinu, eins og sjá má hér að ofan. Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rangt var haft eftir í fyrri fyrirsögn. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fljótsdalshérað Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Stefanía Katrín Karlsdóttir, landeigandi á Grund Efri-Jökuldal þar sem Stuðlagil er að finna, segir dreifingu mynda af gilinu á internetinu á við faraldur. Mikið hefur borið á því að ferðamenn heimsæki gilið í þeim tilgangi að berja það augum, og margir smella jafnvel af einni mynd fyrir Instagram, en Stefanía segist engar tekjur hafa af ferðum fólks inn á landið hjá sér. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Stefanía að á síðustu þremur árum, eftir að Jökulsá var stífluð við Kárahnjúkavirkjun, hafi gilið orðið vinsælt meðal ferðamanna. WOW-air hafi meðal annars notað myndir af gilinu í kynningarefni frá sér, án þess að láta landeigendur vita eða spyrja leyfis. „Svo er þetta bara eins og hver annar faraldur, og eiginlega verra en faraldur. Það verður alveg gífurleg dreifing á myndum á Instagram og fleiri samfélagsmiðlum,“ segir Stefanía. Hún segir þessa dreifingu valda því að æ fleiri vilji berja gilið augum. Hún segir að í byrjun hafi ekki verið nein aðstaða til þess að taka á móti fólki, bara vegurinn að bænum á Grund. „Í byrjun var það þannig að útlendingarnir voru fyrri til að uppgötva þetta gil. Íslendingar komu seinna. Það var ekki fyrr en á þessu ári sem við sáum Íslendinga að koma af einhverju viti.“ Hún segir að á síðasta ári hafi komið mikill fjöldi fólks, og telur að um 90 prósent þeirra sem komu í gilið hafi verið erlendir ferðamenn. Í ár hafi hlutfallinu þá líklega verið snúið á haus. Teljari sem settur var upp í sumarbyrjun sýnir að um 15.000 manns hafi lagt leið sína að gilinu í sumar. Þá segir hún íslensku ferðamennina ganga mun betur um svæðið en þeir erlendu. Engar tekjur enn „Það eru margir sem halda að við sitjum á gullkistu en ég hef nú ekki séð þá kistu, né hef reynt að opna hana, en hún er bara tóm. Það eru engar tekjur enn þá,“ segir Stefanía. Hún bætir við að hún hafi þó fengið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp lágmarksinnviði á borð við bílastæði, afmarkaða göngustíga að gilinu og merkingar. Þá hafi verið smíðaðir pallar og stigar inni á landi hennar í fyrra. „Þetta er bara heljarinnar verkefni og auðvitað er þetta íþyngjandi. Við sitjum faktíst uppi með þetta,“ segir Stefanía. Hún segir landeigendum hafa staðið nokkrir kostir til boða: Að aðhafast ekkert, að loka landareigninni sem hún segir erfitt og illframkvæmanlegt eða að „reyna að gera eitthvað.“ Tækifærin eflaust að finna Stefanía segist þó telja að í þessari miklu aðsókn að gilinu geti falist einhver tækifæri. „Það má alveg líta á svona nýjung sem tækifæri og tækifæri felast eflaust í einhverri þjónustuuppbygginu.“ Hún segir þó að opinberar tölur Ferðamálastofu og Hagstofunnar bendi til þess að 70 prósent erlendra ferðamanna sem ferðast á Austurlandi komi á tímabilinu maí til september. „Þá erum við að horfa á það að uppbygging miðast eingöngu við sumarið. Svo kemur Covid, þá eru ekki erlendir ferðamenn. Þá erum við með Íslendinga, og eins og við vitum mætavel, þeir elta veðrið,“ segir Stefanía og bætir við að Íslendingar ferðist lang mest frá 20. júní fram að verslunarmannahelgi, sem er um sex vikna tímabil. „Ef maður ætlar að fara mjög mikla uppbyggingu upp á milljónatugi lengst uppi í sveit þar sem er ekki einu sinni starfsmannaaðstaða, það er ekki gott að ana að neinu þarna.“ Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Stefaníu í heild sinni. Eins og áður sagði hefur Stuðlagil sótt í sig veðrið sem vinsæll viðkomustaður ferðamanna, innlendra sem erlendra, sem margir hverjir eru ólmir í að birta myndir af gilinu og, eftir atvikum, sjálfum sér með. Því til stuðnings má benda á að sé staðsetningarmerking gilsins á Instagram skoðuð má sjá ógrynni nýrri og eldri mynda frá gilinu, eins og sjá má hér að ofan. Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rangt var haft eftir í fyrri fyrirsögn.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fljótsdalshérað Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent