Gunnhildur rætt við nokkur félög Anton Ingi Leifsson skrifar 2. ágúst 2020 19:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er þaulreynd landsliðskona. vísir/skjáskot Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir vill komast til Evrópu á láni til þess að spila fótbolta en hefur ekki ákveðið sig hvort að það verður að spila hér á Íslandi eða annars staðar í Evrópu. Gunnhildur Yrsa er samningsbundin Utah Royals í Bandaríkjunum en tímabilinu þar er lokið eftir að Utah datt út eftir vítaspyrnukeppni. Gunnhildur Yrsa hefur undanfarið verið orðuð við bæði uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, sem og Val en hún segir að hún ætli sér að komast til Evrópu til þess að vera í sem bestu formi fyrir landsleikina í haust. „Ég er komin heim tímabundið. Það eru landsleikir í september, október og nóvember og fyrir mér er það númer eitt. Ég mun gera hvað sem er, sem er best fyrir landsliðið í augnablikinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa. „Ég veit að ég þarf að spila í Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í haust. Það er mikilvægt að ég haldi mér í leikformi. Ég þarf að ná leikjum og það er ekkert víst að það verði leikir úti.“ „Bandaríkin eru búin að loka og það er engin að hleypa bandarískum flugum inn þá er mjög erfitt fyrir mig að vera úti og koma heim í landsleiki. Þá þyrfti ég að vera í sóttkví, spila leiki og fara aftur til baka í sóttkví.“ „Akkúrat núna er það mjög óhentugt fyrir mig. Ef ég fer eitthvað þá er það á láni og svo fer ég aftur til Bandaríkjanna.“ Gunnhildur ásamt skoskum liðsfélaga hafa fengið undanþágu hjá Utah til þess að finna sér nýtt lið og fara á láni vegna þess að bæði Ísland og Skotland eiga mikilvæga leiki í undankeppninni í haust. „Ég er með smá undanþágu því ég er í landsliðinu og við eigum undankeppnina í haust. Við erum tvær; ég og ein frá Skotlandi sem eru í þessum aðstæðum.“ „Þau eru að gera undanþágu út af því. Þau gera sér grein fyrir að það verður ekkert auðvelt að ferðast á milli landa og komast í þessa leiki.“ „Öll hin landsliðin eru bara með æfingaleiki ef þau verða með leiki svo það er aðeins öðruvísi fyrir mig. Það tók smá tíma en þau eru skilningsrík og skilja mig í þessu. Þau vita að landsliðið er númer eitt.“ Hún segist vera búin að ræða við nokkur félög en segir að ákvörðunin hvar hún muni spila í haust ekki enn liggja fyrir. „Ég er búin að tala við nokkur félög. Ég vissi að ég þyrfti smá tíma. Það hefur verið mikið álag að vera þarna úti en ég fór hringinn í kringum Ísland og hef tekið smá tíma í að hugsa þetta. Ég hef enn ekki ákveðið mig svo þetta kemur í ljós,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Gunnhildur Yrsa Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Segir varnarleik Stjörnunnar afleitan og að liðið þurfi ekki nýjan framherja Leikmannamál Stjörnunnar voru til umræðu í síðasta þætti Pepsi Max markanna. Þar kom fram að liðið þurfi alls ekki nýjan framherja en að varnarleikur liðsins sé afleitur og nýr miðvörður ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. 1. ágúst 2020 07:00 Segir að Gunnhildur Yrsa gæti verið á leið í Garðabæinn Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mögulega á leið til Stjörnunnar og myndi þá klára tímabilið í Pepsi Max deild kvenna með Garðbæingum. 31. júlí 2020 15:30 Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00 Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir vill komast til Evrópu á láni til þess að spila fótbolta en hefur ekki ákveðið sig hvort að það verður að spila hér á Íslandi eða annars staðar í Evrópu. Gunnhildur Yrsa er samningsbundin Utah Royals í Bandaríkjunum en tímabilinu þar er lokið eftir að Utah datt út eftir vítaspyrnukeppni. Gunnhildur Yrsa hefur undanfarið verið orðuð við bæði uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, sem og Val en hún segir að hún ætli sér að komast til Evrópu til þess að vera í sem bestu formi fyrir landsleikina í haust. „Ég er komin heim tímabundið. Það eru landsleikir í september, október og nóvember og fyrir mér er það númer eitt. Ég mun gera hvað sem er, sem er best fyrir landsliðið í augnablikinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa. „Ég veit að ég þarf að spila í Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í haust. Það er mikilvægt að ég haldi mér í leikformi. Ég þarf að ná leikjum og það er ekkert víst að það verði leikir úti.“ „Bandaríkin eru búin að loka og það er engin að hleypa bandarískum flugum inn þá er mjög erfitt fyrir mig að vera úti og koma heim í landsleiki. Þá þyrfti ég að vera í sóttkví, spila leiki og fara aftur til baka í sóttkví.“ „Akkúrat núna er það mjög óhentugt fyrir mig. Ef ég fer eitthvað þá er það á láni og svo fer ég aftur til Bandaríkjanna.“ Gunnhildur ásamt skoskum liðsfélaga hafa fengið undanþágu hjá Utah til þess að finna sér nýtt lið og fara á láni vegna þess að bæði Ísland og Skotland eiga mikilvæga leiki í undankeppninni í haust. „Ég er með smá undanþágu því ég er í landsliðinu og við eigum undankeppnina í haust. Við erum tvær; ég og ein frá Skotlandi sem eru í þessum aðstæðum.“ „Þau eru að gera undanþágu út af því. Þau gera sér grein fyrir að það verður ekkert auðvelt að ferðast á milli landa og komast í þessa leiki.“ „Öll hin landsliðin eru bara með æfingaleiki ef þau verða með leiki svo það er aðeins öðruvísi fyrir mig. Það tók smá tíma en þau eru skilningsrík og skilja mig í þessu. Þau vita að landsliðið er númer eitt.“ Hún segist vera búin að ræða við nokkur félög en segir að ákvörðunin hvar hún muni spila í haust ekki enn liggja fyrir. „Ég er búin að tala við nokkur félög. Ég vissi að ég þyrfti smá tíma. Það hefur verið mikið álag að vera þarna úti en ég fór hringinn í kringum Ísland og hef tekið smá tíma í að hugsa þetta. Ég hef enn ekki ákveðið mig svo þetta kemur í ljós,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Gunnhildur Yrsa
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Segir varnarleik Stjörnunnar afleitan og að liðið þurfi ekki nýjan framherja Leikmannamál Stjörnunnar voru til umræðu í síðasta þætti Pepsi Max markanna. Þar kom fram að liðið þurfi alls ekki nýjan framherja en að varnarleikur liðsins sé afleitur og nýr miðvörður ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. 1. ágúst 2020 07:00 Segir að Gunnhildur Yrsa gæti verið á leið í Garðabæinn Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mögulega á leið til Stjörnunnar og myndi þá klára tímabilið í Pepsi Max deild kvenna með Garðbæingum. 31. júlí 2020 15:30 Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00 Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira
Segir varnarleik Stjörnunnar afleitan og að liðið þurfi ekki nýjan framherja Leikmannamál Stjörnunnar voru til umræðu í síðasta þætti Pepsi Max markanna. Þar kom fram að liðið þurfi alls ekki nýjan framherja en að varnarleikur liðsins sé afleitur og nýr miðvörður ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. 1. ágúst 2020 07:00
Segir að Gunnhildur Yrsa gæti verið á leið í Garðabæinn Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mögulega á leið til Stjörnunnar og myndi þá klára tímabilið í Pepsi Max deild kvenna með Garðbæingum. 31. júlí 2020 15:30
Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00
Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31