Ragnar Sigurðsson er leikmaður FCK í Danmörku. Hann framlengdi á dögunum samning sinn við félagið og mun leika þar í eitt ár í viðbót hið minnsta.
Fjölmiðlateymi FCK er eitt það besta á Norðurlöndunum og eru þeir duglegir að gefa út myndbönd.
Nýjasta myndbandið fjallar einmitt um landsliðsmiðvörðinn okkar en þar eru liðsfélagar hans spurðir út í hvað sé uppáhaldsmatur Ragnars.
„Þekkirðu liðsfélagann?“ heitir þátturinn en samherjar Ragnars fá fjóra valmöguleika.
Pepperóní pítsa, pylsa með öllu, hákarl eða rússnesk rauðrófusúpa voru valmöguleikarnir fjórir.
„Ég get ekki einu sinni borið fram nafnið hans, hvað þá að vita uppáhaldsmatinn hans,“ sagði fyrirliðinn Carlos Zeca.
Afraksturinn má sjá hér að neðan.