Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 22:42 Þegar allir samningar liggja fyrir verður fjárfestakynning kynnt með ítarlegum upplýsingum fyrir væntanlega fjárfesta. Vísir/Vilhelm Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta verið undirritaðir. Þá ganga samningaviðræður við Boeing vel en þær viðræður snúast um frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX vélanna og að breytingar verði gerðar á framtíðarafhendingu vélanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu nú í kvöld. Þar kemur jafnframt fram að unnið hafi verið að útfærslu á láni með ríkisábyrgð með íslenskum stjórnvöldum, Íslandsbanka og Landsbankanum. Það er þó háð því að hlutafjárútboðið gangi vel og félagið nái sínum markmiðum í þeim efnum. Þegar allir samningar liggja fyrir verður fjárfestakynning kynnt með ítarlegum upplýsingum fyrir væntanlega fjárfesta og þátttakendur í útboðinu en samningar við kröfuhafa og flugstéttir félagsins voru helsta forsenda þess að félagið gæti hafið hlutafjárútboð og lokið við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. „Félagið hefur nú þegar undirritað nýja langtímasamninga við stéttarfélög flugmanna, flugfreyja og flugþjóna og flugvirkja sem munu auka sveigjanleika og samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Samningarnir við kröfuhafa eru háðir því að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár líkt og skilyrðin eru fyrir láni með ríkisábyrgð. Samningaviðræðurnar hafa miðað að því að laga afborganir að væntu sjóðstreymi frá rekstri og munu samningarnir tryggja nauðsynlegan sveigjanleika til að byggja upp starfsemi félagsins hratt og örugglega á ný. Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 22. júlí 2020 09:30 Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Norskur flugrekstrarsérfræðingur telur að íslenska ríkið muni þurfa að eignast hlut í Icelandair. 20. júlí 2020 21:09 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta verið undirritaðir. Þá ganga samningaviðræður við Boeing vel en þær viðræður snúast um frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX vélanna og að breytingar verði gerðar á framtíðarafhendingu vélanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu nú í kvöld. Þar kemur jafnframt fram að unnið hafi verið að útfærslu á láni með ríkisábyrgð með íslenskum stjórnvöldum, Íslandsbanka og Landsbankanum. Það er þó háð því að hlutafjárútboðið gangi vel og félagið nái sínum markmiðum í þeim efnum. Þegar allir samningar liggja fyrir verður fjárfestakynning kynnt með ítarlegum upplýsingum fyrir væntanlega fjárfesta og þátttakendur í útboðinu en samningar við kröfuhafa og flugstéttir félagsins voru helsta forsenda þess að félagið gæti hafið hlutafjárútboð og lokið við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. „Félagið hefur nú þegar undirritað nýja langtímasamninga við stéttarfélög flugmanna, flugfreyja og flugþjóna og flugvirkja sem munu auka sveigjanleika og samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Samningarnir við kröfuhafa eru háðir því að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár líkt og skilyrðin eru fyrir láni með ríkisábyrgð. Samningaviðræðurnar hafa miðað að því að laga afborganir að væntu sjóðstreymi frá rekstri og munu samningarnir tryggja nauðsynlegan sveigjanleika til að byggja upp starfsemi félagsins hratt og örugglega á ný.
Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 22. júlí 2020 09:30 Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Norskur flugrekstrarsérfræðingur telur að íslenska ríkið muni þurfa að eignast hlut í Icelandair. 20. júlí 2020 21:09 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 22. júlí 2020 09:30
Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Norskur flugrekstrarsérfræðingur telur að íslenska ríkið muni þurfa að eignast hlut í Icelandair. 20. júlí 2020 21:09