Mikið að gera í ferðaþjónustu á Ísafirði í sumar: „Íslendingar skemmtilegastir því þeir éta og drekka allan daginn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hafþór Gunnarsson skrifa 31. júlí 2020 21:30 Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. Sumarið fór betur en á horfðist á Ísafirði en þar hefur aðsókn í ferðaþjónustunni verið mikil. „Við bjuggumst ekki við að hún yrði svona góð. Það var kannski svolítil svartsýni þarna í mars og apríl,“ sagði Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðarstofu. „Það er búið að ganga miklu miklu betur en maður þorði að vona þegar maður gerði áætlanir í maí og seinni hluti júní og júlí hefur Ísafjörður nánast verið uppseldur þannig bæði í mat og gistingu þannig að það hefur verið ánægjulegt,“ sagði Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Hótel Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur.Vísir/Egill Íslendingar hafa verið um 70% gesta á hótelinu í júlí. „Íslendingurinn er náttúrulega lang skemmtilegasti viðskiptavinurinn hann spjallar mikið og svo spillir það ekki fyrir að hann étur og drekkur allan daginn þannig að við erum ákaflega ánægð að fá Íslendinginn í heimsókn,“ sagði Daníel. Tjöruhúsið þurfti meðal annars að bæta við starfsfólki vegna aðsóknar. „Já þess hefur þurft en svo þarf ég að reka þá núna,“ sagði Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu. Fólk hræðist þó að Íslendingar hætti að ferðast um landið um miðjan ágúst. „Sérstaklega um svona miðjan ágúst þegar skólarnir byrja þá fara allir Íslendingar heim aftur en það er búinn að vera gríðarlegur fjöldi af fólki hérna,“ sagði Magnús. „Tjalsvæðið á Patreksfirði er fullt um verslunarmannahelgina og þeir eru að vísa á önnur tjaldsvæði á svæðinu þannig að við búumst við að það verði eitthvað út ágúst vonandi,“ sagði Díana. Ferðamaður sem vanur er að dvelja á svæðinu sagði að veitingastaðir væru uppseldir á hverju kvöldi. „Það er nú bara svo erfitt að komast hér að. Það var fullbókað í gær, biðlisti og líka fullbókað í dag þannig ég sit bara hér í rigningunni og borða. Þetta er ágætt, þetta verður bara svolítið blautur matur. Það er eina vandamálið,“ sagði Kristján H. Kristjánsson, ferðamaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. Sumarið fór betur en á horfðist á Ísafirði en þar hefur aðsókn í ferðaþjónustunni verið mikil. „Við bjuggumst ekki við að hún yrði svona góð. Það var kannski svolítil svartsýni þarna í mars og apríl,“ sagði Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðarstofu. „Það er búið að ganga miklu miklu betur en maður þorði að vona þegar maður gerði áætlanir í maí og seinni hluti júní og júlí hefur Ísafjörður nánast verið uppseldur þannig bæði í mat og gistingu þannig að það hefur verið ánægjulegt,“ sagði Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Hótel Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur.Vísir/Egill Íslendingar hafa verið um 70% gesta á hótelinu í júlí. „Íslendingurinn er náttúrulega lang skemmtilegasti viðskiptavinurinn hann spjallar mikið og svo spillir það ekki fyrir að hann étur og drekkur allan daginn þannig að við erum ákaflega ánægð að fá Íslendinginn í heimsókn,“ sagði Daníel. Tjöruhúsið þurfti meðal annars að bæta við starfsfólki vegna aðsóknar. „Já þess hefur þurft en svo þarf ég að reka þá núna,“ sagði Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu. Fólk hræðist þó að Íslendingar hætti að ferðast um landið um miðjan ágúst. „Sérstaklega um svona miðjan ágúst þegar skólarnir byrja þá fara allir Íslendingar heim aftur en það er búinn að vera gríðarlegur fjöldi af fólki hérna,“ sagði Magnús. „Tjalsvæðið á Patreksfirði er fullt um verslunarmannahelgina og þeir eru að vísa á önnur tjaldsvæði á svæðinu þannig að við búumst við að það verði eitthvað út ágúst vonandi,“ sagði Díana. Ferðamaður sem vanur er að dvelja á svæðinu sagði að veitingastaðir væru uppseldir á hverju kvöldi. „Það er nú bara svo erfitt að komast hér að. Það var fullbókað í gær, biðlisti og líka fullbókað í dag þannig ég sit bara hér í rigningunni og borða. Þetta er ágætt, þetta verður bara svolítið blautur matur. Það er eina vandamálið,“ sagði Kristján H. Kristjánsson, ferðamaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira