Mikið að gera í ferðaþjónustu á Ísafirði í sumar: „Íslendingar skemmtilegastir því þeir éta og drekka allan daginn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hafþór Gunnarsson skrifa 31. júlí 2020 21:30 Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. Sumarið fór betur en á horfðist á Ísafirði en þar hefur aðsókn í ferðaþjónustunni verið mikil. „Við bjuggumst ekki við að hún yrði svona góð. Það var kannski svolítil svartsýni þarna í mars og apríl,“ sagði Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðarstofu. „Það er búið að ganga miklu miklu betur en maður þorði að vona þegar maður gerði áætlanir í maí og seinni hluti júní og júlí hefur Ísafjörður nánast verið uppseldur þannig bæði í mat og gistingu þannig að það hefur verið ánægjulegt,“ sagði Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Hótel Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur.Vísir/Egill Íslendingar hafa verið um 70% gesta á hótelinu í júlí. „Íslendingurinn er náttúrulega lang skemmtilegasti viðskiptavinurinn hann spjallar mikið og svo spillir það ekki fyrir að hann étur og drekkur allan daginn þannig að við erum ákaflega ánægð að fá Íslendinginn í heimsókn,“ sagði Daníel. Tjöruhúsið þurfti meðal annars að bæta við starfsfólki vegna aðsóknar. „Já þess hefur þurft en svo þarf ég að reka þá núna,“ sagði Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu. Fólk hræðist þó að Íslendingar hætti að ferðast um landið um miðjan ágúst. „Sérstaklega um svona miðjan ágúst þegar skólarnir byrja þá fara allir Íslendingar heim aftur en það er búinn að vera gríðarlegur fjöldi af fólki hérna,“ sagði Magnús. „Tjalsvæðið á Patreksfirði er fullt um verslunarmannahelgina og þeir eru að vísa á önnur tjaldsvæði á svæðinu þannig að við búumst við að það verði eitthvað út ágúst vonandi,“ sagði Díana. Ferðamaður sem vanur er að dvelja á svæðinu sagði að veitingastaðir væru uppseldir á hverju kvöldi. „Það er nú bara svo erfitt að komast hér að. Það var fullbókað í gær, biðlisti og líka fullbókað í dag þannig ég sit bara hér í rigningunni og borða. Þetta er ágætt, þetta verður bara svolítið blautur matur. Það er eina vandamálið,“ sagði Kristján H. Kristjánsson, ferðamaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. Sumarið fór betur en á horfðist á Ísafirði en þar hefur aðsókn í ferðaþjónustunni verið mikil. „Við bjuggumst ekki við að hún yrði svona góð. Það var kannski svolítil svartsýni þarna í mars og apríl,“ sagði Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðarstofu. „Það er búið að ganga miklu miklu betur en maður þorði að vona þegar maður gerði áætlanir í maí og seinni hluti júní og júlí hefur Ísafjörður nánast verið uppseldur þannig bæði í mat og gistingu þannig að það hefur verið ánægjulegt,“ sagði Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Hótel Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur.Vísir/Egill Íslendingar hafa verið um 70% gesta á hótelinu í júlí. „Íslendingurinn er náttúrulega lang skemmtilegasti viðskiptavinurinn hann spjallar mikið og svo spillir það ekki fyrir að hann étur og drekkur allan daginn þannig að við erum ákaflega ánægð að fá Íslendinginn í heimsókn,“ sagði Daníel. Tjöruhúsið þurfti meðal annars að bæta við starfsfólki vegna aðsóknar. „Já þess hefur þurft en svo þarf ég að reka þá núna,“ sagði Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu. Fólk hræðist þó að Íslendingar hætti að ferðast um landið um miðjan ágúst. „Sérstaklega um svona miðjan ágúst þegar skólarnir byrja þá fara allir Íslendingar heim aftur en það er búinn að vera gríðarlegur fjöldi af fólki hérna,“ sagði Magnús. „Tjalsvæðið á Patreksfirði er fullt um verslunarmannahelgina og þeir eru að vísa á önnur tjaldsvæði á svæðinu þannig að við búumst við að það verði eitthvað út ágúst vonandi,“ sagði Díana. Ferðamaður sem vanur er að dvelja á svæðinu sagði að veitingastaðir væru uppseldir á hverju kvöldi. „Það er nú bara svo erfitt að komast hér að. Það var fullbókað í gær, biðlisti og líka fullbókað í dag þannig ég sit bara hér í rigningunni og borða. Þetta er ágætt, þetta verður bara svolítið blautur matur. Það er eina vandamálið,“ sagði Kristján H. Kristjánsson, ferðamaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira