Hélt erlendum fasteignum og milljóna málverki frá kröfuhöfum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 12:53 Plaza-byggingin í New York þar sem félag Guðmundur átti stóra hluti í tveimur íbúðum. Vísir/Getty Héraðssaksóknari hefur ákært Guðmund Birgisson, oft kenndan við Núpa í Ölfusi, fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur er sakaður um að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 er hann sagður hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Við skýrslutökur upplýsti Guðmundur þannig ekki að hann ætti íbúðarhúsnæði í Alicante á Spáni eða að félög í hans eigu ættu fasteignir á Flórída og í New York í Bandaríkjunum. Þá veitti hann rangar eða villandi upplýsingar um eignirnar þegar hann var spurður sérstaklega út í þær. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Guðmundur reyndi síðan að koma eignunum undan með því að breyta eignarhaldi á þeim. Þannig hafi félag hans afsalað eigninni á Flórída til annars bandarísks félags í hans eigu. Hann reyndi einnig að breyta nafni félagsins og samþykktum þess á hátt sem héraðssaksóknari telur að hafi átt að koma í veg fyrir að þrotabúið næði til eignanna. Fram kemur í ákærunni að þrotabúinu hafi tekist að ná umráðum yfir fasteignunum og selja þær. Af söluandvirði eignanna hefur jafnvirði rúmra 286,6 milljóna króna runnið til þrotabúsins. Lét bjóða upp málverk sem hann greindi skiptastjóra ekki frá Þá er Guðmundur sakaður um að hafa leynt málverki sem hann átti fyrir skiptastjóra þrotabúsins. Verkið nefnist „Au sein d‘un pays d‘ete“ eftir hollenska listmálarann Corneille. Lét Guðmundur bjóða verkið upp hjá uppboðshúsinu Christie‘s í Amsterdam í nóvember árið 2015 en það seldist ekki. Nokkrum dögum síðar barst þó tilboð sem Guðmundur samþykkti. Greiðslan nam rúmum 2,9 milljónum íslenskra króna. Guðmundur upplýsti skiptastjóra heldur ekki um eign í bandaríska fjárfestingasjóðnum Equity Resource Investments. Eftir að Guðmundur varð gjaldþrota tók félag í hans eigu við arðgreiðslum að jafnvirði milljóna króna. Þrotabúið fékk dómsúrskurð í Bandaríkjunum um viðurkenningu á gjaldþrotaskiptunum og þar sem yfirráð yfir bandarískum félögum Guðmundar. Þegar eign félagsins í fjárfestingasjóðnum var seld fékkst jafnvirði tæpra 3,3 milljóna íslenskra króna á þáverandi gengi. Fyrir undanbrögðin með fasteignirnar, málverkið og hlutinn í fjárfestingasjóðnum er Guðmundur ákærður fyrir skilavik. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér og leynt ávinningi sem hann hafði af brotunum. Dómsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Guðmund Birgisson, oft kenndan við Núpa í Ölfusi, fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur er sakaður um að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 er hann sagður hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Við skýrslutökur upplýsti Guðmundur þannig ekki að hann ætti íbúðarhúsnæði í Alicante á Spáni eða að félög í hans eigu ættu fasteignir á Flórída og í New York í Bandaríkjunum. Þá veitti hann rangar eða villandi upplýsingar um eignirnar þegar hann var spurður sérstaklega út í þær. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Guðmundur reyndi síðan að koma eignunum undan með því að breyta eignarhaldi á þeim. Þannig hafi félag hans afsalað eigninni á Flórída til annars bandarísks félags í hans eigu. Hann reyndi einnig að breyta nafni félagsins og samþykktum þess á hátt sem héraðssaksóknari telur að hafi átt að koma í veg fyrir að þrotabúið næði til eignanna. Fram kemur í ákærunni að þrotabúinu hafi tekist að ná umráðum yfir fasteignunum og selja þær. Af söluandvirði eignanna hefur jafnvirði rúmra 286,6 milljóna króna runnið til þrotabúsins. Lét bjóða upp málverk sem hann greindi skiptastjóra ekki frá Þá er Guðmundur sakaður um að hafa leynt málverki sem hann átti fyrir skiptastjóra þrotabúsins. Verkið nefnist „Au sein d‘un pays d‘ete“ eftir hollenska listmálarann Corneille. Lét Guðmundur bjóða verkið upp hjá uppboðshúsinu Christie‘s í Amsterdam í nóvember árið 2015 en það seldist ekki. Nokkrum dögum síðar barst þó tilboð sem Guðmundur samþykkti. Greiðslan nam rúmum 2,9 milljónum íslenskra króna. Guðmundur upplýsti skiptastjóra heldur ekki um eign í bandaríska fjárfestingasjóðnum Equity Resource Investments. Eftir að Guðmundur varð gjaldþrota tók félag í hans eigu við arðgreiðslum að jafnvirði milljóna króna. Þrotabúið fékk dómsúrskurð í Bandaríkjunum um viðurkenningu á gjaldþrotaskiptunum og þar sem yfirráð yfir bandarískum félögum Guðmundar. Þegar eign félagsins í fjárfestingasjóðnum var seld fékkst jafnvirði tæpra 3,3 milljóna íslenskra króna á þáverandi gengi. Fyrir undanbrögðin með fasteignirnar, málverkið og hlutinn í fjárfestingasjóðnum er Guðmundur ákærður fyrir skilavik. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér og leynt ávinningi sem hann hafði af brotunum.
Dómsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira