Rigning og rok torvelda ferðalög Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 06:40 Ferðalangar á Suður- og Austurlandi ættu að hafa varann á. Veðurstofa Íslands Alldjúp lægð nálgast nú landið úr suðri. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt víða um land, en hvassviðri eða stormur við suðausturströndina fram eftir degi. Það rignir um allt land og býst Veðurstofan við úrhelli á Austfjörðum og Suðausturlandi. Af þessum sökum eru þrjár veðurviðvaranir í gildi. Appelsínugul stormviðvörun tekur gildi núna klukkan 7 á Suðausturlandi og stendur til hádegis. Þar er varað við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Jafnframt er varað við hvassviðri á Suðurlandi til klukkan 18 í kvöld. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, þar verður vindhraði um 15 til 20 m/s og geta vindhviður náð 30 m/s. Þar geta jafnframt skapast hættuleg veðurskilyrði fyrir fólk á ferðinni. Á Austfjörðum er svo varað við talsverðri eða mikilli rigningu fram á kvöld. Búast megi við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur það valdið tjóni og raskað samgöngum. Þessu mun fylgja aukið álag á fráveitukerfi og er fólk því beðið að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Veðrið verður þó skárra á morgun að sögn Veðurstofunnar, hægari vindur og lítilsháttar væta nema á suðaustantil landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag:Suðaustan 8-13 m/s um landið A-vert og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Bjart með köflum NA-til, talsverð rigning á SA-landi og skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N- og V-lands. Á sunnudag:Breytileg átt 5-13 og rigning eða skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-landi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, en rigning A-lands. Hiti 8 til 15 stig, mildast sunnan heiða. Á þriðjudag:Austlæg átt og skúrir, en þurrt á N-verðu landinu. Hiti 7 til 14 stig. Á miðvikudag og fimmtudag:Suðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Alldjúp lægð nálgast nú landið úr suðri. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt víða um land, en hvassviðri eða stormur við suðausturströndina fram eftir degi. Það rignir um allt land og býst Veðurstofan við úrhelli á Austfjörðum og Suðausturlandi. Af þessum sökum eru þrjár veðurviðvaranir í gildi. Appelsínugul stormviðvörun tekur gildi núna klukkan 7 á Suðausturlandi og stendur til hádegis. Þar er varað við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Jafnframt er varað við hvassviðri á Suðurlandi til klukkan 18 í kvöld. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, þar verður vindhraði um 15 til 20 m/s og geta vindhviður náð 30 m/s. Þar geta jafnframt skapast hættuleg veðurskilyrði fyrir fólk á ferðinni. Á Austfjörðum er svo varað við talsverðri eða mikilli rigningu fram á kvöld. Búast megi við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur það valdið tjóni og raskað samgöngum. Þessu mun fylgja aukið álag á fráveitukerfi og er fólk því beðið að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Veðrið verður þó skárra á morgun að sögn Veðurstofunnar, hægari vindur og lítilsháttar væta nema á suðaustantil landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag:Suðaustan 8-13 m/s um landið A-vert og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Bjart með köflum NA-til, talsverð rigning á SA-landi og skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N- og V-lands. Á sunnudag:Breytileg átt 5-13 og rigning eða skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-landi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, en rigning A-lands. Hiti 8 til 15 stig, mildast sunnan heiða. Á þriðjudag:Austlæg átt og skúrir, en þurrt á N-verðu landinu. Hiti 7 til 14 stig. Á miðvikudag og fimmtudag:Suðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira