Skjálfti upp á 3,4 við Grindavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 06:29 Mynd tekin af Grindavík í vor, þegar enn var snjór í túnum. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Jarðskjálfti að stærð 3,4 mældist skömmu fyrir klukkan 4 í nótt, rúmum þremur kílómetrum austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Jarðvísindamaður á Veðurstofunni segir nokkra eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið og að þeirra stærstur hafi verið 2,2 að stærð. Þrátt fyrir að hrinan hafi átt upptök sín skammt frá Grindavík segir jarðvísindamaðurinn að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um að skjálftinn á fjórða tímanum hafi fundist í byggð. Alls hafa 13 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Skjálftarnir teljast til hrinunnar sem hófst á svæðinu aðfaranótt 19. júlí. Stærsti skjálfti í hrinunni mældist síðar sama dag. Sá var að stærð 5,0 og fylgdu honum nokkrir snarpir eftirskjálftar og fundust þeir víða. Aðeins hefur þó dregið úr virkninni síðustu daga. Sem fyrr segir var skjálftinn í nótt skammt frá Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir af svæðinu bera með sér skýr merki um yfirborðsbreytingar „sem samsvarar hér um bil 3 cm færslu um sprungu sem liggur í NA-SV rétt við Fagradalsfjall,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarrás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan. Veðurstofan segir að þessi virkni, sem samanstendur bæði af jarðskjálfavirkni og mögulegum kvikuinnskotum, geti verið löng og kaflaskipt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 3,4 mældist skömmu fyrir klukkan 4 í nótt, rúmum þremur kílómetrum austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Jarðvísindamaður á Veðurstofunni segir nokkra eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið og að þeirra stærstur hafi verið 2,2 að stærð. Þrátt fyrir að hrinan hafi átt upptök sín skammt frá Grindavík segir jarðvísindamaðurinn að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um að skjálftinn á fjórða tímanum hafi fundist í byggð. Alls hafa 13 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Skjálftarnir teljast til hrinunnar sem hófst á svæðinu aðfaranótt 19. júlí. Stærsti skjálfti í hrinunni mældist síðar sama dag. Sá var að stærð 5,0 og fylgdu honum nokkrir snarpir eftirskjálftar og fundust þeir víða. Aðeins hefur þó dregið úr virkninni síðustu daga. Sem fyrr segir var skjálftinn í nótt skammt frá Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir af svæðinu bera með sér skýr merki um yfirborðsbreytingar „sem samsvarar hér um bil 3 cm færslu um sprungu sem liggur í NA-SV rétt við Fagradalsfjall,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarrás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan. Veðurstofan segir að þessi virkni, sem samanstendur bæði af jarðskjálfavirkni og mögulegum kvikuinnskotum, geti verið löng og kaflaskipt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira