Tap hjá Íslandsbanka upp á 131 milljón Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 10:36 Tap Íslandsbanka á fyrri helmingi ársins nam 131 milljón, en hagnaður annars ársfjórðungs nam 1,2 milljörðum. Vísir/Vilhelm Tap á rekstri Íslandsbanka nam 131 milljón króna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 4,7 milljarða króna hagnað á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður af rekstrinum á öðrum ársfjórðungi nam þó 1,2 milljörðum króna, samanborið við 2,1 milljarð króna fyrir annan fjórðung síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var 2,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að tap fyrri helmings ársins skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 5,9 milljarða króna sem orsakist af áhrifum faraldurs kórónuveirunnar. Fjármagnsgjöld námu þá 1,9 milljörðum króna og er sagt að það megi að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum. Þá var arðsemi eigin fjár neikvæð um 0,1% á ársgrundvelli samanborið við jákvæða arðsemi eigin fjár um 5,4% á fyrri hluta síðasta árs. „Við sjáum ýmsar breytingar í hegðun og óskum okkar viðskiptavina og starfsfólks í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsóknum í útibú hefur fækkað og notkun stafrænna lausna aukist mikið. Við kynntum til leiks fyrstu útgáfu af spjallmenninu Fróða, en hann leiðbeinir einstaklingum með bankaþjónustu á einfaldan hátt. Við ætlum jafnframt að nýta okkur þá reynslu sem fékkst af því að vinna heima og höfum því meðal annars sett af stað tilraunaverkefni þar sem hluti starfsfólks vinnur heima einn dag í viku,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á vef bankans. „Við munum halda áfram að styðja við viðskiptavini okkar í gegnum óvissutíma, með bjartsýni að leiðarljósi og kappkostum að veita þeim bestu bankaþjónustuna nú sem aldrei fyrr.“ Eiginfjárstaða Arion sögð sterk Í tilkynningu frá Arion banka, þar sem fjallað er um stöðu bankans eftir annan ársfjórðung, kemur fram að afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans hafi verið 4.958 milljónir og hafi aukist um 75% frá sama fjórðungi síðasta árs. Þá var arðsemi eigin fjár 10,5% á tímabilinu. Þá segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi numið 2.742 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 2,9%. Heildareignir bankans námu 1.182 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.182 milljörðum í árslok 2019. Í tilkynningunni segir að lausafé bankans hafi aukist þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu, bankinn gaf út skuldabréf undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og innlán jukust. Þá hækkuðu lán til viðskiptavina lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að afkoman sé góð og að markmiði um 10% arðsemi hafi verið náð. Það sé sérlega ánægjulegt í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu bankans, sem sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila. „Þrátt fyrir gott uppgjör á öðrum ársfjórðungi er mikilvægt að taka fram að enn er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans vegna Covid-19. Faraldurinn, þróun hans og áhrif á bæði innlent og alþjóðlegt efnahagslíf mun áfram setja mark sitt á starfsemina. Óvissan snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans. Verulega dró úr niðurfærslum útlána á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skapast getur þörf á frekari niðurfærslum á meðan við göngum í gegnum núverandi efnahagsörðugleika. Fjárhagslegur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mikill að bankinn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru uppi.“ Íslenskir bankar Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Tap á rekstri Íslandsbanka nam 131 milljón króna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 4,7 milljarða króna hagnað á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður af rekstrinum á öðrum ársfjórðungi nam þó 1,2 milljörðum króna, samanborið við 2,1 milljarð króna fyrir annan fjórðung síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var 2,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að tap fyrri helmings ársins skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 5,9 milljarða króna sem orsakist af áhrifum faraldurs kórónuveirunnar. Fjármagnsgjöld námu þá 1,9 milljörðum króna og er sagt að það megi að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum. Þá var arðsemi eigin fjár neikvæð um 0,1% á ársgrundvelli samanborið við jákvæða arðsemi eigin fjár um 5,4% á fyrri hluta síðasta árs. „Við sjáum ýmsar breytingar í hegðun og óskum okkar viðskiptavina og starfsfólks í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsóknum í útibú hefur fækkað og notkun stafrænna lausna aukist mikið. Við kynntum til leiks fyrstu útgáfu af spjallmenninu Fróða, en hann leiðbeinir einstaklingum með bankaþjónustu á einfaldan hátt. Við ætlum jafnframt að nýta okkur þá reynslu sem fékkst af því að vinna heima og höfum því meðal annars sett af stað tilraunaverkefni þar sem hluti starfsfólks vinnur heima einn dag í viku,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á vef bankans. „Við munum halda áfram að styðja við viðskiptavini okkar í gegnum óvissutíma, með bjartsýni að leiðarljósi og kappkostum að veita þeim bestu bankaþjónustuna nú sem aldrei fyrr.“ Eiginfjárstaða Arion sögð sterk Í tilkynningu frá Arion banka, þar sem fjallað er um stöðu bankans eftir annan ársfjórðung, kemur fram að afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans hafi verið 4.958 milljónir og hafi aukist um 75% frá sama fjórðungi síðasta árs. Þá var arðsemi eigin fjár 10,5% á tímabilinu. Þá segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi numið 2.742 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 2,9%. Heildareignir bankans námu 1.182 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.182 milljörðum í árslok 2019. Í tilkynningunni segir að lausafé bankans hafi aukist þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu, bankinn gaf út skuldabréf undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og innlán jukust. Þá hækkuðu lán til viðskiptavina lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að afkoman sé góð og að markmiði um 10% arðsemi hafi verið náð. Það sé sérlega ánægjulegt í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu bankans, sem sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila. „Þrátt fyrir gott uppgjör á öðrum ársfjórðungi er mikilvægt að taka fram að enn er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans vegna Covid-19. Faraldurinn, þróun hans og áhrif á bæði innlent og alþjóðlegt efnahagslíf mun áfram setja mark sitt á starfsemina. Óvissan snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans. Verulega dró úr niðurfærslum útlána á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skapast getur þörf á frekari niðurfærslum á meðan við göngum í gegnum núverandi efnahagsörðugleika. Fjárhagslegur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mikill að bankinn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru uppi.“
Íslenskir bankar Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira