Tap hjá Íslandsbanka upp á 131 milljón Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 10:36 Tap Íslandsbanka á fyrri helmingi ársins nam 131 milljón, en hagnaður annars ársfjórðungs nam 1,2 milljörðum. Vísir/Vilhelm Tap á rekstri Íslandsbanka nam 131 milljón króna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 4,7 milljarða króna hagnað á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður af rekstrinum á öðrum ársfjórðungi nam þó 1,2 milljörðum króna, samanborið við 2,1 milljarð króna fyrir annan fjórðung síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var 2,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að tap fyrri helmings ársins skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 5,9 milljarða króna sem orsakist af áhrifum faraldurs kórónuveirunnar. Fjármagnsgjöld námu þá 1,9 milljörðum króna og er sagt að það megi að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum. Þá var arðsemi eigin fjár neikvæð um 0,1% á ársgrundvelli samanborið við jákvæða arðsemi eigin fjár um 5,4% á fyrri hluta síðasta árs. „Við sjáum ýmsar breytingar í hegðun og óskum okkar viðskiptavina og starfsfólks í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsóknum í útibú hefur fækkað og notkun stafrænna lausna aukist mikið. Við kynntum til leiks fyrstu útgáfu af spjallmenninu Fróða, en hann leiðbeinir einstaklingum með bankaþjónustu á einfaldan hátt. Við ætlum jafnframt að nýta okkur þá reynslu sem fékkst af því að vinna heima og höfum því meðal annars sett af stað tilraunaverkefni þar sem hluti starfsfólks vinnur heima einn dag í viku,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á vef bankans. „Við munum halda áfram að styðja við viðskiptavini okkar í gegnum óvissutíma, með bjartsýni að leiðarljósi og kappkostum að veita þeim bestu bankaþjónustuna nú sem aldrei fyrr.“ Eiginfjárstaða Arion sögð sterk Í tilkynningu frá Arion banka, þar sem fjallað er um stöðu bankans eftir annan ársfjórðung, kemur fram að afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans hafi verið 4.958 milljónir og hafi aukist um 75% frá sama fjórðungi síðasta árs. Þá var arðsemi eigin fjár 10,5% á tímabilinu. Þá segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi numið 2.742 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 2,9%. Heildareignir bankans námu 1.182 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.182 milljörðum í árslok 2019. Í tilkynningunni segir að lausafé bankans hafi aukist þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu, bankinn gaf út skuldabréf undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og innlán jukust. Þá hækkuðu lán til viðskiptavina lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að afkoman sé góð og að markmiði um 10% arðsemi hafi verið náð. Það sé sérlega ánægjulegt í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu bankans, sem sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila. „Þrátt fyrir gott uppgjör á öðrum ársfjórðungi er mikilvægt að taka fram að enn er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans vegna Covid-19. Faraldurinn, þróun hans og áhrif á bæði innlent og alþjóðlegt efnahagslíf mun áfram setja mark sitt á starfsemina. Óvissan snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans. Verulega dró úr niðurfærslum útlána á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skapast getur þörf á frekari niðurfærslum á meðan við göngum í gegnum núverandi efnahagsörðugleika. Fjárhagslegur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mikill að bankinn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru uppi.“ Íslenskir bankar Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Tap á rekstri Íslandsbanka nam 131 milljón króna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 4,7 milljarða króna hagnað á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður af rekstrinum á öðrum ársfjórðungi nam þó 1,2 milljörðum króna, samanborið við 2,1 milljarð króna fyrir annan fjórðung síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var 2,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að tap fyrri helmings ársins skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 5,9 milljarða króna sem orsakist af áhrifum faraldurs kórónuveirunnar. Fjármagnsgjöld námu þá 1,9 milljörðum króna og er sagt að það megi að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum. Þá var arðsemi eigin fjár neikvæð um 0,1% á ársgrundvelli samanborið við jákvæða arðsemi eigin fjár um 5,4% á fyrri hluta síðasta árs. „Við sjáum ýmsar breytingar í hegðun og óskum okkar viðskiptavina og starfsfólks í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsóknum í útibú hefur fækkað og notkun stafrænna lausna aukist mikið. Við kynntum til leiks fyrstu útgáfu af spjallmenninu Fróða, en hann leiðbeinir einstaklingum með bankaþjónustu á einfaldan hátt. Við ætlum jafnframt að nýta okkur þá reynslu sem fékkst af því að vinna heima og höfum því meðal annars sett af stað tilraunaverkefni þar sem hluti starfsfólks vinnur heima einn dag í viku,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á vef bankans. „Við munum halda áfram að styðja við viðskiptavini okkar í gegnum óvissutíma, með bjartsýni að leiðarljósi og kappkostum að veita þeim bestu bankaþjónustuna nú sem aldrei fyrr.“ Eiginfjárstaða Arion sögð sterk Í tilkynningu frá Arion banka, þar sem fjallað er um stöðu bankans eftir annan ársfjórðung, kemur fram að afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans hafi verið 4.958 milljónir og hafi aukist um 75% frá sama fjórðungi síðasta árs. Þá var arðsemi eigin fjár 10,5% á tímabilinu. Þá segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi numið 2.742 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 2,9%. Heildareignir bankans námu 1.182 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.182 milljörðum í árslok 2019. Í tilkynningunni segir að lausafé bankans hafi aukist þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu, bankinn gaf út skuldabréf undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og innlán jukust. Þá hækkuðu lán til viðskiptavina lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að afkoman sé góð og að markmiði um 10% arðsemi hafi verið náð. Það sé sérlega ánægjulegt í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu bankans, sem sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila. „Þrátt fyrir gott uppgjör á öðrum ársfjórðungi er mikilvægt að taka fram að enn er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans vegna Covid-19. Faraldurinn, þróun hans og áhrif á bæði innlent og alþjóðlegt efnahagslíf mun áfram setja mark sitt á starfsemina. Óvissan snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans. Verulega dró úr niðurfærslum útlána á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skapast getur þörf á frekari niðurfærslum á meðan við göngum í gegnum núverandi efnahagsörðugleika. Fjárhagslegur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mikill að bankinn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru uppi.“
Íslenskir bankar Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira