Tónleikum Á Móti Sól á Akranesi aflýst: „Höfum engan áhuga á að stofna fólki í hættu“ Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2020 21:05 Tónleikarnir áttu að fara fram næsta laugardagskvöld. Samsett/GamlaKaupfélagið/Vísir Tónleikum hljómsveitarinnar Á Móti Sól sem áttu að fara fram laugardaginn næsta, 1. ágúst á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi hefur verið aflýst vegna óvissu ástands sem skapast hefur vegna faraldurs kórónuveirunnar. Magni Ásgeirsson, söngvari Á Móti Sól, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ákvörðunina vera „no brainer.“ „Þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og tónleikahaldara,“ segir Magni. „Þessi staða er hundleiðinleg en vegna þess að verið er að taka slembiúrtak á Skaganum og þar kom upp hópsmit þá er óþarfi að taka sénsinn. Þetta heitir að sýna ábyrgð.“ Magni segir miðasöluna hafa verið farna í gang og að Tix muni sjá um að endurgreiða miðana. Hljómsveitarmeðlimir hafi engan áhuga á að stefna starfsmönnum Gamla Kaupfélagsins eða gestum í hættu. „Þetta var augljóst í okkar augum og í augum tónleikahaldarans.“ Ljóst er að oft hefur verið meira að gera hjá tónlistarmönnum og hljómsveitum en í ár og tekur Magni undir það. Hann segir þó að eftir að slakað var á takmörkunum hafi færst smá líf í leikinn. „ Þetta eru minni en skemmtileg gigg. Minni tónleikastaðir og hátíðir en það vantar alla þessa toppa, alla stóru punktana“ segir Magni og bætir við að sumarið hafi verið skemmtilegt en þó varla hægt að lifa á því sem tónlistarmaður. „Þetta er búið að vera æðislegt sumar og stórkostlegt að fylgjast með Íslendingum ferðast um landið og sækja alla viðburði,“ segir söngvarinn og minnist tónlistarhátíðarinnar Brælunnar sem kom í stað fyrir Bræðsluna í heimahögum hans, Borgarfirði eystri. Það hafi verið réttnefni en bræluveður hafi ekki dregið úr skemmtanagildi og fjölmenni á hátíðina. Magni segir að tónleikar hafi verið bókaðir fram á haust eftir að þróun faraldursins benti til þess að enn frekar yrði slakað á sóttvarnartakmörkunum. Það sé nú í hættu og skýrist á næstu dögum. Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún reiknaði með því að tillögur Sóttvarnalæknis yrðu komnar á borð Heilbrigðisráðherra í kvöld og ákvörðun tekin á næstu dögum. Magni segir að meira hefði mátt gera fyrir tónlistarmenn í samkomubanni og takmörkunum. „Það er búið að vera algjör ládeyða og allir sem vinna í kringum sviðslistir eru búnir að vera launalausir og falla á milli allra aðgerða. Það er hægt að henda peningum í allskonar en þegar kemur að list þá er hugsunin, gangi ykkur bara vel!“ Hann segir að kannski sé ekki um að ræða mikilvægasta verkefnið í heimsfaraldri en vissulega megi hugsa velta hlutunum fyrir sér. „Íslenska óperan lýtur sömu lögmálum og skemmtistaðir. Eitt gengur yfir alla alveg sama hvernig það er,“ segir Magni. „Það er sama hvort þú sért í númeruðu sæti í Eldborg eða fullur úti á túni einhvers staðar.“ „Ef við ætlum að vera í þessu í einhvern tíma í viðbót þá þyrfti að fara að hugsa þetta lengra,“ segir Magni og bætir við „Hlýðum Kára því Víðir er ekkert búinn að segja okkur að gera þetta. Ég ætla að vera með honum í liði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Tónleikum hljómsveitarinnar Á Móti Sól sem áttu að fara fram laugardaginn næsta, 1. ágúst á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi hefur verið aflýst vegna óvissu ástands sem skapast hefur vegna faraldurs kórónuveirunnar. Magni Ásgeirsson, söngvari Á Móti Sól, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ákvörðunina vera „no brainer.“ „Þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og tónleikahaldara,“ segir Magni. „Þessi staða er hundleiðinleg en vegna þess að verið er að taka slembiúrtak á Skaganum og þar kom upp hópsmit þá er óþarfi að taka sénsinn. Þetta heitir að sýna ábyrgð.“ Magni segir miðasöluna hafa verið farna í gang og að Tix muni sjá um að endurgreiða miðana. Hljómsveitarmeðlimir hafi engan áhuga á að stefna starfsmönnum Gamla Kaupfélagsins eða gestum í hættu. „Þetta var augljóst í okkar augum og í augum tónleikahaldarans.“ Ljóst er að oft hefur verið meira að gera hjá tónlistarmönnum og hljómsveitum en í ár og tekur Magni undir það. Hann segir þó að eftir að slakað var á takmörkunum hafi færst smá líf í leikinn. „ Þetta eru minni en skemmtileg gigg. Minni tónleikastaðir og hátíðir en það vantar alla þessa toppa, alla stóru punktana“ segir Magni og bætir við að sumarið hafi verið skemmtilegt en þó varla hægt að lifa á því sem tónlistarmaður. „Þetta er búið að vera æðislegt sumar og stórkostlegt að fylgjast með Íslendingum ferðast um landið og sækja alla viðburði,“ segir söngvarinn og minnist tónlistarhátíðarinnar Brælunnar sem kom í stað fyrir Bræðsluna í heimahögum hans, Borgarfirði eystri. Það hafi verið réttnefni en bræluveður hafi ekki dregið úr skemmtanagildi og fjölmenni á hátíðina. Magni segir að tónleikar hafi verið bókaðir fram á haust eftir að þróun faraldursins benti til þess að enn frekar yrði slakað á sóttvarnartakmörkunum. Það sé nú í hættu og skýrist á næstu dögum. Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún reiknaði með því að tillögur Sóttvarnalæknis yrðu komnar á borð Heilbrigðisráðherra í kvöld og ákvörðun tekin á næstu dögum. Magni segir að meira hefði mátt gera fyrir tónlistarmenn í samkomubanni og takmörkunum. „Það er búið að vera algjör ládeyða og allir sem vinna í kringum sviðslistir eru búnir að vera launalausir og falla á milli allra aðgerða. Það er hægt að henda peningum í allskonar en þegar kemur að list þá er hugsunin, gangi ykkur bara vel!“ Hann segir að kannski sé ekki um að ræða mikilvægasta verkefnið í heimsfaraldri en vissulega megi hugsa velta hlutunum fyrir sér. „Íslenska óperan lýtur sömu lögmálum og skemmtistaðir. Eitt gengur yfir alla alveg sama hvernig það er,“ segir Magni. „Það er sama hvort þú sért í númeruðu sæti í Eldborg eða fullur úti á túni einhvers staðar.“ „Ef við ætlum að vera í þessu í einhvern tíma í viðbót þá þyrfti að fara að hugsa þetta lengra,“ segir Magni og bætir við „Hlýðum Kára því Víðir er ekkert búinn að segja okkur að gera þetta. Ég ætla að vera með honum í liði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira