Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 06:57 Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við spurningum á fundinum í gær. getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að mæla með notkun fólks á lyfinu hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni. Ekkert bendir hins vegar til þess að lyfið geri gagn, þvert á móti eru vísbendingar um að notkun þess valdi hjartatruflunum, og sérfræðingar sem leiðbeina ríkisstjórn Trump hafa varað við noktun lyfsins. Sonur forsetans var í gær ávíttur af Twitter og Facebook fyrir að dreifa fullyrðingum um ágæti lyfsins, sem samfélagsmiðlarnir telja til hættulegs áróðurs. Spurður út í það á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi sagðist forsetinn enn vera þeirrar skoðunar að lyfið gæti gert gagn. Hann vildi jafnframt meina að ástæða þess að læknar og heilbrigðisyfirvöld mæli gegn notkun lyfsins sé sú að Trump hafi mælt með því. „Frá mínum bæjardyrum séð get ég aðeins sagt, eftir að lesið mig til og öðlast hellings þekkingu, þá held ég að þetta geti hafa mjög jákvæð áhrif á fyrstu stigum [veikinda]“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Ég tel þig ekki tapa neinu á því að taka lyfið, nema kannski pólitískum vinsældum.“ Ósammála eigin ráðgjöfum Lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna varaði þó við notkun hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni í síðasta mánuði, eftir tilkynningar um „alvarlega hjartsláttartruflanir“ og önnur heilsufarsvandamál. Stofnun hefur jafnframt afnumið neyðarheimild sem innleidd var til að heimila notkun lyfsins í baráttunni við covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að „sem stendur séu engar sannanir“ fyrir því að hydroxychloroquine lækni eða komi í veg fyrir kórónuveirusmit. Á fyrrnefndum fundi undraðist Trump einnig mjög hvers vegna helstu sérfræðingar yfirvalda í baráttunni gegn faraldrinum, Doktor Fauci og Doktor Birx, væru eins vinsæl og raun ber vitni um, en hann ekki. „Ætli það hafi ekki eitthvað með persónuleika minn að gera.“ Forsetinn hefur á síðustu dögum deilt tístum þar sem Fauci er gagnrýndur en á fundi gærdagsins sagði hann að samband þeirra sé með ágætum. „Okkur kemur vel saman,“ sagði Trump. Fyrr um daginn hafði Fauci sagt að hydroxychloroquine væri ekki viðunandi meðferð við covid-19. Rúmlega 4,4 milljón kórónuveirusmit hafa greinst í Bandaríkjunum og næstum 150 þúsund hafa þar látið lífið vegna veirunnar. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að mæla með notkun fólks á lyfinu hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni. Ekkert bendir hins vegar til þess að lyfið geri gagn, þvert á móti eru vísbendingar um að notkun þess valdi hjartatruflunum, og sérfræðingar sem leiðbeina ríkisstjórn Trump hafa varað við noktun lyfsins. Sonur forsetans var í gær ávíttur af Twitter og Facebook fyrir að dreifa fullyrðingum um ágæti lyfsins, sem samfélagsmiðlarnir telja til hættulegs áróðurs. Spurður út í það á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi sagðist forsetinn enn vera þeirrar skoðunar að lyfið gæti gert gagn. Hann vildi jafnframt meina að ástæða þess að læknar og heilbrigðisyfirvöld mæli gegn notkun lyfsins sé sú að Trump hafi mælt með því. „Frá mínum bæjardyrum séð get ég aðeins sagt, eftir að lesið mig til og öðlast hellings þekkingu, þá held ég að þetta geti hafa mjög jákvæð áhrif á fyrstu stigum [veikinda]“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Ég tel þig ekki tapa neinu á því að taka lyfið, nema kannski pólitískum vinsældum.“ Ósammála eigin ráðgjöfum Lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna varaði þó við notkun hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni í síðasta mánuði, eftir tilkynningar um „alvarlega hjartsláttartruflanir“ og önnur heilsufarsvandamál. Stofnun hefur jafnframt afnumið neyðarheimild sem innleidd var til að heimila notkun lyfsins í baráttunni við covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að „sem stendur séu engar sannanir“ fyrir því að hydroxychloroquine lækni eða komi í veg fyrir kórónuveirusmit. Á fyrrnefndum fundi undraðist Trump einnig mjög hvers vegna helstu sérfræðingar yfirvalda í baráttunni gegn faraldrinum, Doktor Fauci og Doktor Birx, væru eins vinsæl og raun ber vitni um, en hann ekki. „Ætli það hafi ekki eitthvað með persónuleika minn að gera.“ Forsetinn hefur á síðustu dögum deilt tístum þar sem Fauci er gagnrýndur en á fundi gærdagsins sagði hann að samband þeirra sé með ágætum. „Okkur kemur vel saman,“ sagði Trump. Fyrr um daginn hafði Fauci sagt að hydroxychloroquine væri ekki viðunandi meðferð við covid-19. Rúmlega 4,4 milljón kórónuveirusmit hafa greinst í Bandaríkjunum og næstum 150 þúsund hafa þar látið lífið vegna veirunnar.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19