Yfirvöld í Þýskalandi áhyggjufull vegna fjölgunar smita Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2020 21:14 Lothar Wieler, yfirmaður Robert Koch stofnunarinnar, segir of snemmt að segja til um hvort fjölgunin sé upphafið að annari bylgju. Vísir/Getty Lothar Wieler, yfirmaður Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar, minnti Þjóðverja á að heimurinn væri í miðjum heimsfaraldri sem væri að þróast mjög hratt. Á blaðamannafundi í dag sagði hann Þjóðverja hafa orðið kærulausa og hvatti fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Undanfarna viku hafa 3.611 smit verið staðfest í Þýskalandi og sagði Wieler mögulegt að önnur bylgja væri að hefjast. Í fyrsta sinn hvatti hann fólk til þess að nota andlitsgrímur ef það sæi sér ekki fært að viðhalda minnst 1,5 metra fjarlægð og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna. Hann sagðist þó vera bjartsýnn að landsmenn tækju höndum saman og myndu gera sitt besta í baráttunni við veiruna. „Ég er bjartsýnn á að ef við fylgjum hreinlætisreglum getum við komið í veg fyrir [aðra bylgju], það er undir okkur komið,“ sagði Wieler. Á mánudag tilkynntu yfirvöld þar í landi að hyggðust skima alla á landamærunum sem koma frá svokölluðum áhættulöndum. Skimunin verður gjaldfrjáls en skylda fyrir ferðalanga frá löndum á borð við Brasilíu, Tyrkland og Bandaríkin. Á vef BBC kemur fram að rúmlega 200 þúsund hafa greinst með veiruna í Þýskalandi og hafa 9.122 látist. Það sé mun lægri tala en í mörgum öðrum Evrópuríkjum en smitum hafi farið fjölgandi undanfarna daga og eru nú um 557 daglega. Í júnímánuði voru þau um 350. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 28. júlí 2020 08:48 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Lothar Wieler, yfirmaður Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar, minnti Þjóðverja á að heimurinn væri í miðjum heimsfaraldri sem væri að þróast mjög hratt. Á blaðamannafundi í dag sagði hann Þjóðverja hafa orðið kærulausa og hvatti fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Undanfarna viku hafa 3.611 smit verið staðfest í Þýskalandi og sagði Wieler mögulegt að önnur bylgja væri að hefjast. Í fyrsta sinn hvatti hann fólk til þess að nota andlitsgrímur ef það sæi sér ekki fært að viðhalda minnst 1,5 metra fjarlægð og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna. Hann sagðist þó vera bjartsýnn að landsmenn tækju höndum saman og myndu gera sitt besta í baráttunni við veiruna. „Ég er bjartsýnn á að ef við fylgjum hreinlætisreglum getum við komið í veg fyrir [aðra bylgju], það er undir okkur komið,“ sagði Wieler. Á mánudag tilkynntu yfirvöld þar í landi að hyggðust skima alla á landamærunum sem koma frá svokölluðum áhættulöndum. Skimunin verður gjaldfrjáls en skylda fyrir ferðalanga frá löndum á borð við Brasilíu, Tyrkland og Bandaríkin. Á vef BBC kemur fram að rúmlega 200 þúsund hafa greinst með veiruna í Þýskalandi og hafa 9.122 látist. Það sé mun lægri tala en í mörgum öðrum Evrópuríkjum en smitum hafi farið fjölgandi undanfarna daga og eru nú um 557 daglega. Í júnímánuði voru þau um 350.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 28. júlí 2020 08:48 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 28. júlí 2020 08:48
Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39