Yfirvöld í Þýskalandi áhyggjufull vegna fjölgunar smita Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2020 21:14 Lothar Wieler, yfirmaður Robert Koch stofnunarinnar, segir of snemmt að segja til um hvort fjölgunin sé upphafið að annari bylgju. Vísir/Getty Lothar Wieler, yfirmaður Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar, minnti Þjóðverja á að heimurinn væri í miðjum heimsfaraldri sem væri að þróast mjög hratt. Á blaðamannafundi í dag sagði hann Þjóðverja hafa orðið kærulausa og hvatti fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Undanfarna viku hafa 3.611 smit verið staðfest í Þýskalandi og sagði Wieler mögulegt að önnur bylgja væri að hefjast. Í fyrsta sinn hvatti hann fólk til þess að nota andlitsgrímur ef það sæi sér ekki fært að viðhalda minnst 1,5 metra fjarlægð og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna. Hann sagðist þó vera bjartsýnn að landsmenn tækju höndum saman og myndu gera sitt besta í baráttunni við veiruna. „Ég er bjartsýnn á að ef við fylgjum hreinlætisreglum getum við komið í veg fyrir [aðra bylgju], það er undir okkur komið,“ sagði Wieler. Á mánudag tilkynntu yfirvöld þar í landi að hyggðust skima alla á landamærunum sem koma frá svokölluðum áhættulöndum. Skimunin verður gjaldfrjáls en skylda fyrir ferðalanga frá löndum á borð við Brasilíu, Tyrkland og Bandaríkin. Á vef BBC kemur fram að rúmlega 200 þúsund hafa greinst með veiruna í Þýskalandi og hafa 9.122 látist. Það sé mun lægri tala en í mörgum öðrum Evrópuríkjum en smitum hafi farið fjölgandi undanfarna daga og eru nú um 557 daglega. Í júnímánuði voru þau um 350. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 28. júlí 2020 08:48 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Lothar Wieler, yfirmaður Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar, minnti Þjóðverja á að heimurinn væri í miðjum heimsfaraldri sem væri að þróast mjög hratt. Á blaðamannafundi í dag sagði hann Þjóðverja hafa orðið kærulausa og hvatti fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Undanfarna viku hafa 3.611 smit verið staðfest í Þýskalandi og sagði Wieler mögulegt að önnur bylgja væri að hefjast. Í fyrsta sinn hvatti hann fólk til þess að nota andlitsgrímur ef það sæi sér ekki fært að viðhalda minnst 1,5 metra fjarlægð og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna. Hann sagðist þó vera bjartsýnn að landsmenn tækju höndum saman og myndu gera sitt besta í baráttunni við veiruna. „Ég er bjartsýnn á að ef við fylgjum hreinlætisreglum getum við komið í veg fyrir [aðra bylgju], það er undir okkur komið,“ sagði Wieler. Á mánudag tilkynntu yfirvöld þar í landi að hyggðust skima alla á landamærunum sem koma frá svokölluðum áhættulöndum. Skimunin verður gjaldfrjáls en skylda fyrir ferðalanga frá löndum á borð við Brasilíu, Tyrkland og Bandaríkin. Á vef BBC kemur fram að rúmlega 200 þúsund hafa greinst með veiruna í Þýskalandi og hafa 9.122 látist. Það sé mun lægri tala en í mörgum öðrum Evrópuríkjum en smitum hafi farið fjölgandi undanfarna daga og eru nú um 557 daglega. Í júnímánuði voru þau um 350.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 28. júlí 2020 08:48 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 28. júlí 2020 08:48
Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39