Breiðablik verður án tveggja lykilmanna er liðið mætir Stjörnunni í næstu umferð Pepsi Max-deildar karla.
Liðin mætast á þriðjudaginn en Thomas Mikkelsen og Damir Muminovic verða báðir í leikbanni vegna fjögurra gulra spjalda.
Daði Ólafsson hjá Fylki, Guðmundur Þór Júlíusson hjá HK og Valgeir Lunddal Friðriksson hjá Val missa einnig af næstu leikjum hjá sínum liðum.
Í fyrstu deildinni eru nóg af leikmönnum á leið í bann. Sindri Björnsson hjá Grindavík, Telmo Castanheira hjá toppliði ÍBV og Arkadiusz Jan Grzelak og Unnar Ari Hansson hjá Leikni F. eru á meðal þeirra.
Alla dóma aga- og úrskurðarnefndar frá fundi dagsins má sjá hér.