Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 16:50 Hrun varð í ferðamennsku í heiminum þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn skall á. Vísir/EPA Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í fjármálakreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). Faraldurinn svo gott sem lamaði ferðamennsku í heiminum tímabundið þegar ríki gripu til landamæralokana, útgöngu- og samkomubanna og annarra sóttvarnaráðstafana í vetur og vor. Aðeins hefur lifnað yfir ferðamennsku eftir að ríki byrjuðu að slaka á aðgerðum sínum. Í nýrri skýrslu UNWTO kemur fram að ferðamönnum fækkaði um 300 milljónir frá janúar til maí, um 56% á milli ára. Tekjutapið hafi numið jafnvirði meira en 43.000 milljarða íslenskra króna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zurab Pololikashvili, framkvæmdastjóri UNTWO, segir tölurnar sýna fram á mikilvægi þess að koma ferðamennsku aftur af stöð um leið og það verður öruggt. „Gríðarlegt hrun í alþjóðlegri ferðamennsku setur lífsviðurværi margra milljóna í hættu, þar á meðal í þróunarríkjum,“ segir hann. Vart hefur orðið við bakslag í glímunni við faraldurinn sum staðar þar sem slakað hefur verið á höftum. Þannig settu bresk stjórnvöld Spán skyndilega aftur á lista yfir hættusvæði vegna faraldursins á sunnudag vegna fjölgunar smita á sumum svæðum þar í landi. Spænsk stjórnvöld hafa mótmælt því að ferðalangar sem koma til Bretlands frá Spáni þurfi nú að fara í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Tengdar fréttir Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. 27. júlí 2020 11:11 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í fjármálakreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). Faraldurinn svo gott sem lamaði ferðamennsku í heiminum tímabundið þegar ríki gripu til landamæralokana, útgöngu- og samkomubanna og annarra sóttvarnaráðstafana í vetur og vor. Aðeins hefur lifnað yfir ferðamennsku eftir að ríki byrjuðu að slaka á aðgerðum sínum. Í nýrri skýrslu UNWTO kemur fram að ferðamönnum fækkaði um 300 milljónir frá janúar til maí, um 56% á milli ára. Tekjutapið hafi numið jafnvirði meira en 43.000 milljarða íslenskra króna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zurab Pololikashvili, framkvæmdastjóri UNTWO, segir tölurnar sýna fram á mikilvægi þess að koma ferðamennsku aftur af stöð um leið og það verður öruggt. „Gríðarlegt hrun í alþjóðlegri ferðamennsku setur lífsviðurværi margra milljóna í hættu, þar á meðal í þróunarríkjum,“ segir hann. Vart hefur orðið við bakslag í glímunni við faraldurinn sum staðar þar sem slakað hefur verið á höftum. Þannig settu bresk stjórnvöld Spán skyndilega aftur á lista yfir hættusvæði vegna faraldursins á sunnudag vegna fjölgunar smita á sumum svæðum þar í landi. Spænsk stjórnvöld hafa mótmælt því að ferðalangar sem koma til Bretlands frá Spáni þurfi nú að fara í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Tengdar fréttir Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. 27. júlí 2020 11:11 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45
Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. 27. júlí 2020 11:11