Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 11:53 Sóttvarnalæknir Vesturlands segir að enginn þeirra smituðu sé alvarlega veikur. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Greint var frá því á sunnudag að sex ný innanlandssmit hefðu greinst og tengdust þau öll einstaklingi sem kom til landsins frá einu Eystrasaltslandanna 15. júlí og greindist síðar smitaður. Hann hafi skráð sig inn á erlendri kennitölu sinni en ekki íslenskri. Því hafi ekki verið gerð krafa um að hann sætti heimkomusmitgát og gengist undir aðra sýnatöku eftir komuna til landsins. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknis Vesturlands, segir við Vísi að maðurinn sem greindist fyrst smitaður hafi reynst neikvæður fyrir veirunni við skimun á landamærunum. Þeir sex sem hafa síðan greinst smitaðir séu erlendir verkamenn sem starfa og búa með honum. Fólkið sé nú í einangrun og smitrakningarteymi hafi gert viðeigandi ráðstafanir. Ekkert þeirra sé alvarlega veikt. Enn er unnið að því að greina smitin og uppruna þeirra. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.Vísir/Egill Bæjaryfirvöldum á Akranesi hafa ekki verið gefin fyrirmæli um sérstakar ráðstafanir vegna hópsýkingarinnar, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, bæjarstjóra. Þau fylgi þeim almennu ráðstöfunum sem sóttvarnayfirvöld gefa út á hverjum tíma. Sævar Freyr segir Vísi að hópsýkingin sýni að faraldrinum sé hvergi nærri lokið og að hún ætti að vera fólki brýning um að virða sóttvarnareglur. „Við búum við á Íslandi núna töluvert frelsi sem margar þjóðir búa ekki við í þessu sambandi og það er mikilvægt að við virðum þessar reglur svo við fáum að halda áfram í það frelsi. Þetta er ekki sjálfsagður hlutur og þess vegna verður að taka þetta alvarlega. Þetta á ekki bara við um Akranes, þetta á við um alla landsmenn,“ segir bæjarstjórinn. Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Greint var frá því á sunnudag að sex ný innanlandssmit hefðu greinst og tengdust þau öll einstaklingi sem kom til landsins frá einu Eystrasaltslandanna 15. júlí og greindist síðar smitaður. Hann hafi skráð sig inn á erlendri kennitölu sinni en ekki íslenskri. Því hafi ekki verið gerð krafa um að hann sætti heimkomusmitgát og gengist undir aðra sýnatöku eftir komuna til landsins. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknis Vesturlands, segir við Vísi að maðurinn sem greindist fyrst smitaður hafi reynst neikvæður fyrir veirunni við skimun á landamærunum. Þeir sex sem hafa síðan greinst smitaðir séu erlendir verkamenn sem starfa og búa með honum. Fólkið sé nú í einangrun og smitrakningarteymi hafi gert viðeigandi ráðstafanir. Ekkert þeirra sé alvarlega veikt. Enn er unnið að því að greina smitin og uppruna þeirra. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.Vísir/Egill Bæjaryfirvöldum á Akranesi hafa ekki verið gefin fyrirmæli um sérstakar ráðstafanir vegna hópsýkingarinnar, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, bæjarstjóra. Þau fylgi þeim almennu ráðstöfunum sem sóttvarnayfirvöld gefa út á hverjum tíma. Sævar Freyr segir Vísi að hópsýkingin sýni að faraldrinum sé hvergi nærri lokið og að hún ætti að vera fólki brýning um að virða sóttvarnareglur. „Við búum við á Íslandi núna töluvert frelsi sem margar þjóðir búa ekki við í þessu sambandi og það er mikilvægt að við virðum þessar reglur svo við fáum að halda áfram í það frelsi. Þetta er ekki sjálfsagður hlutur og þess vegna verður að taka þetta alvarlega. Þetta á ekki bara við um Akranes, þetta á við um alla landsmenn,“ segir bæjarstjórinn.
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24
Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39
Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21