Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 08:48 Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína. AP/Mark Schiefelbein Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Það segist Gao hafa gert til að sannfæra almenning um að það væri öruggt þegar umfangsmeiri tilraunir verða samþykktar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Gao ekki hvort hann hefði verið sprautaður af mótefninu vegna samþykktar tilraunar og hefur hann ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar. Fyrr í þessum mánuði voru stjórnendur og starfsmenn lyfjafyrirtækis í eigu ríkisins sprautaðir af tilraunamótefni, þrátt fyrir að tilraunir á mönnum hafi ekki verið samþykktar þá. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Af þeim mótefnum sem þykja líklegust til að bera árangur koma minnst átta frá Kína. Samkvæmt AP eru þau rúmlega tuttugu og þar af átta frá Kína. Gao vildi ekki segja hvaða mótefni hann hefði verið sprautaður og sagðist hann ekki vilja líta út fyrir að ganga erinda einhverra sérstakra lyfjafyrirtækja. Gao hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni í Kína og um heim allan vegna upprunalegra viðbragða CCDC á faraldri nýju kórónuveirunnar. AP segir hann hafa stigið úr sviðsljósinu í kjölfar faraldursins og að hann hafi ekki sést opinberlega í marga mánuði. Um 30 þúsund Bandaríkjamenn taka þátt í stærstu mótefnatilrauninni hingað til sem hófst í gær. Fólk víðsvegar um landið voru sprautuð af mótefni eða lyfleysu. Sú tilraun er á vegum National Institutes of Health og Moderna. Annað fyrirtæki, Pfizer, tilkynnti einnig að það væri að byrja eigin tilraun sem ætti að ná til 30 þúsund manna. Það eru þó nokkrir mánuðir þar til niðurstöður munu liggja fyrir. Í dag hafa um 16 og hálf milljón manna smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 650 þúsund manns hafa dáið. Þar af hafa nærri því 150 þúsund dáið í Bandaríkjunum, nærri því 90 þúsund í Brasilíu og rúmlega 45 þúsund í Bretlandi. Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Það segist Gao hafa gert til að sannfæra almenning um að það væri öruggt þegar umfangsmeiri tilraunir verða samþykktar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Gao ekki hvort hann hefði verið sprautaður af mótefninu vegna samþykktar tilraunar og hefur hann ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar. Fyrr í þessum mánuði voru stjórnendur og starfsmenn lyfjafyrirtækis í eigu ríkisins sprautaðir af tilraunamótefni, þrátt fyrir að tilraunir á mönnum hafi ekki verið samþykktar þá. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Af þeim mótefnum sem þykja líklegust til að bera árangur koma minnst átta frá Kína. Samkvæmt AP eru þau rúmlega tuttugu og þar af átta frá Kína. Gao vildi ekki segja hvaða mótefni hann hefði verið sprautaður og sagðist hann ekki vilja líta út fyrir að ganga erinda einhverra sérstakra lyfjafyrirtækja. Gao hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni í Kína og um heim allan vegna upprunalegra viðbragða CCDC á faraldri nýju kórónuveirunnar. AP segir hann hafa stigið úr sviðsljósinu í kjölfar faraldursins og að hann hafi ekki sést opinberlega í marga mánuði. Um 30 þúsund Bandaríkjamenn taka þátt í stærstu mótefnatilrauninni hingað til sem hófst í gær. Fólk víðsvegar um landið voru sprautuð af mótefni eða lyfleysu. Sú tilraun er á vegum National Institutes of Health og Moderna. Annað fyrirtæki, Pfizer, tilkynnti einnig að það væri að byrja eigin tilraun sem ætti að ná til 30 þúsund manna. Það eru þó nokkrir mánuðir þar til niðurstöður munu liggja fyrir. Í dag hafa um 16 og hálf milljón manna smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 650 þúsund manns hafa dáið. Þar af hafa nærri því 150 þúsund dáið í Bandaríkjunum, nærri því 90 þúsund í Brasilíu og rúmlega 45 þúsund í Bretlandi.
Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira