Á fimmta tímanum í dag brugðust björgunarsveitir á Suðurlandi snögglega við þegar tilkynning barst um mann sem var í sjálfheldu í Hvíta á rétt neðan við Brúarhlöð.
Fjórir hópar voru sendir á vettvang og náði sá fyrsti sem kom að manninum að koma til hans línu og björgunarvesti.
Aðgerðin gekk vel og rúmum hálftíma síðar var maðurinn kominn á þurrt land og var færður í sjúkrabíl til aðhlynningar.