Klopp segir Lampard verða að læra og frábiður sér tal um hroka Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 12:45 Jürgen Klopp var ekki ánægður með hvernig Frank Lampard lét á miðvikudaginn. VÍSIR/GETTY Það virðist anda frekar köldu á milli knattspyrnustjóra Chelsea og Liverpool eftir rimmu liðanna í vikunni þar sem Englandsmeistarar Liverpool unnu 5-3 sigur. Tapið þýðir að Chelsea á enn á hættu að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, fari svo að liðið tapi gegn Wolves á morgun en Leicester nái í stig gegn Manchester United. Eftir leikinn á miðvikudag sakaði Frank Lampard þjálfarateymi Liverpool um að hafa sýnt sér hroka, og hann stóð við þær fullyrðingar á fréttamannafundi í gær. Hann kvaðst þó sjá eftir því að hafa látið ljót orð falla á meðan á leik stóð, en það náðist á myndband þegar Lampard sagði Liverpool-mönnum ítrekað að fara til fjandans (e. fuck off). „Menn geta ekki slengt einhverju svona framan í mig – eða mitt þjálfarateymi – því við erum ekki hrokafullir,“ sagði Jürgen Klopp en reiði Lampards virtist að miklu leyti beinast að Pepijn Lijnders, aðstoðarmanni Klopp hjá Liverpool. „Keppnisskapið var mikið hjá Klopp og ég ber virðingu fyrir því. Hvað mig varðar mega menn segja nánast hvað sem er þegar staðan er þannig. En þegar leiknum lýkur þá á þessu að ljúka alveg. Ég hef sagt margt í gegnum tíðina vegna þess að tilfinningarnar eru svo miklar. Hann kom hingað til að ná í stig og tryggja sig í Meistaradeild Evrópu. Ég ber mikla virðingu fyrir því.“ „En hann verður að læra að þegar lokaflautið gellur þá er þetta búið, en þannig var það ekki hjá honum. Að tala svona eftir leik er ekki í lagi. Frank verður að læra. Hann hefur mikinn tíma til að læra því hann er ungur þjálfari. En hann verður að læra. Þegar á leik stendur falla orð, og það er ekkert vandamál, en allt það sem hann sagði eftir lokaflautið… við erum ekki hrokafullir. Við erum í raun andstæðan við það að vera hrokafullir á svona stundu,“ sagði Klopp. Of langt gengið að glotta lengi til manns Lampard virtist aðallega skjóta á Lijnders þegar hann ræddi málið í gær. „Ég tel að hroki sé mikilvægur hæfileiki þegar maður tekst á við fótbolta sem leikmaður, og sem knattspyrnustjóri. Það eru heilmiklar væntingar í kringum mann og ef maður er ekki með ákveðið mikinn hroka þá hefur það neikvæð áhrif á mann.“ „Þegar maður talar um hroka þá tengist það virðingu. Mér fannst „bekkurinn“ hjá Liverpool, eða sérstaklega einn maður, fara langt yfir strikið og vera hrokafullur gagnvart mér.“ „Hver er línan? Margir stjórar kalla eftir ákvörðunum dómara og geta haft rétt eða rangt fyrir sér. Síðan tala þeir við hvorn annan. En þegar menn stökkva upp af bekknum og vilja tala beint við mann, og glotta svo í góða stund, þá finnst mér þeir fara yfir strikið,“ sagði Lampard. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00 Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Það virðist anda frekar köldu á milli knattspyrnustjóra Chelsea og Liverpool eftir rimmu liðanna í vikunni þar sem Englandsmeistarar Liverpool unnu 5-3 sigur. Tapið þýðir að Chelsea á enn á hættu að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, fari svo að liðið tapi gegn Wolves á morgun en Leicester nái í stig gegn Manchester United. Eftir leikinn á miðvikudag sakaði Frank Lampard þjálfarateymi Liverpool um að hafa sýnt sér hroka, og hann stóð við þær fullyrðingar á fréttamannafundi í gær. Hann kvaðst þó sjá eftir því að hafa látið ljót orð falla á meðan á leik stóð, en það náðist á myndband þegar Lampard sagði Liverpool-mönnum ítrekað að fara til fjandans (e. fuck off). „Menn geta ekki slengt einhverju svona framan í mig – eða mitt þjálfarateymi – því við erum ekki hrokafullir,“ sagði Jürgen Klopp en reiði Lampards virtist að miklu leyti beinast að Pepijn Lijnders, aðstoðarmanni Klopp hjá Liverpool. „Keppnisskapið var mikið hjá Klopp og ég ber virðingu fyrir því. Hvað mig varðar mega menn segja nánast hvað sem er þegar staðan er þannig. En þegar leiknum lýkur þá á þessu að ljúka alveg. Ég hef sagt margt í gegnum tíðina vegna þess að tilfinningarnar eru svo miklar. Hann kom hingað til að ná í stig og tryggja sig í Meistaradeild Evrópu. Ég ber mikla virðingu fyrir því.“ „En hann verður að læra að þegar lokaflautið gellur þá er þetta búið, en þannig var það ekki hjá honum. Að tala svona eftir leik er ekki í lagi. Frank verður að læra. Hann hefur mikinn tíma til að læra því hann er ungur þjálfari. En hann verður að læra. Þegar á leik stendur falla orð, og það er ekkert vandamál, en allt það sem hann sagði eftir lokaflautið… við erum ekki hrokafullir. Við erum í raun andstæðan við það að vera hrokafullir á svona stundu,“ sagði Klopp. Of langt gengið að glotta lengi til manns Lampard virtist aðallega skjóta á Lijnders þegar hann ræddi málið í gær. „Ég tel að hroki sé mikilvægur hæfileiki þegar maður tekst á við fótbolta sem leikmaður, og sem knattspyrnustjóri. Það eru heilmiklar væntingar í kringum mann og ef maður er ekki með ákveðið mikinn hroka þá hefur það neikvæð áhrif á mann.“ „Þegar maður talar um hroka þá tengist það virðingu. Mér fannst „bekkurinn“ hjá Liverpool, eða sérstaklega einn maður, fara langt yfir strikið og vera hrokafullur gagnvart mér.“ „Hver er línan? Margir stjórar kalla eftir ákvörðunum dómara og geta haft rétt eða rangt fyrir sér. Síðan tala þeir við hvorn annan. En þegar menn stökkva upp af bekknum og vilja tala beint við mann, og glotta svo í góða stund, þá finnst mér þeir fara yfir strikið,“ sagði Lampard.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00 Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Klopp sendi stuðningsmönnum Liverpool hjartnæm skilaboð Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 23. júlí 2020 10:00
Lampard birtist óvænt í beinni hjá Sadio Mane á Instagram Sadio Mane leyfði stuðningsmönnum Liverpool að fylgjast með hvað gekk á inn í búningsklefa liðsins eftir að bikarinn fór á loft í gærkvöldi. 23. júlí 2020 14:00