Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2020 17:21 „Hún kemur ekki á óvart, þetta var sú dagsetning sem ég hafði giskað á,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stefna á þingkosningar 25. september 2021. Hann er ekki hrifinn af þessari dagsetningu. „Því það er afleitt fyrir nýja ríkisstjórn að taka við fjárlögum þeirrar síðustu. Þegar kosið er að vori eins og venjan var þá hefst ríkisstjórn handa við að marka sína stefnu og láta hana birtast í fjárlögum. Með þessu er komið í veg fyrir það og ný ríkisstjórn situr uppi með fjárlög þeirrar gömlu,“ segir Sigmundur Davíð. Spurður hvers vegna hann telji þessa dagsetningu hafa orðið fyrir valinu segir Sigmundur Davíð svarið augljóst. „Þetta er ríkisstjórn sem var mynduð um að skipta með sér stólum, frekar en pólitísk markmið. Þannig að þau munu halda í þá stóla eins lengi og þau geta.“ Hann segir að nú blasi við kosningabarátta að sumri og það hafi sína galla. Þjóðin hafi til að mynda takmarkaðan áhuga á pólitískri baráttu að sumarlagi. „Það má segja að hún vilji frið fyrir pólitíkinni að mestu leyti á sumrinu,“ segir Sigmundur Davíð. Hann bendir á að pólitísk umræða detti niður á sumrin. „Kannski er leikurinn til þess gerður. Allt mæli með því að færa kosningarnar yfir á vori, líkt og fjármálaráðherra orðaði það sjálfur skömmu eftir síðustu kosningar að mikilvægt væri að halda kosningar næst að vori. „En svo þegar þau eru komin í ráðherrastólana, þá er erfitt að sleppa þeim.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir kosningar að hausti breyta allri vinnu með fjárlög. Uppbyggingar sé þörf haustið 2021 eftir niðursveifluna sem fylgir kórónuveirunni. „En þingið mun þá taka við fjárlögum sem eru tilbúin fyrir kosningar án þess að hafa fengið að sjá innihaldið. Kannski er innihald þess allt annað en við vildum segja með atkvæðum okkar,“ segir Björn Leví. Spurður hvers vegna hann telji dagsetninguna 25. september hafa orðið fyrir valinu segir hann þetta síðustu mögulega dagsetninguna sem ríkisstjórn Katrínar gat sett fram og sloppið þar með við að sýna fjárlögin. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Hún kemur ekki á óvart, þetta var sú dagsetning sem ég hafði giskað á,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stefna á þingkosningar 25. september 2021. Hann er ekki hrifinn af þessari dagsetningu. „Því það er afleitt fyrir nýja ríkisstjórn að taka við fjárlögum þeirrar síðustu. Þegar kosið er að vori eins og venjan var þá hefst ríkisstjórn handa við að marka sína stefnu og láta hana birtast í fjárlögum. Með þessu er komið í veg fyrir það og ný ríkisstjórn situr uppi með fjárlög þeirrar gömlu,“ segir Sigmundur Davíð. Spurður hvers vegna hann telji þessa dagsetningu hafa orðið fyrir valinu segir Sigmundur Davíð svarið augljóst. „Þetta er ríkisstjórn sem var mynduð um að skipta með sér stólum, frekar en pólitísk markmið. Þannig að þau munu halda í þá stóla eins lengi og þau geta.“ Hann segir að nú blasi við kosningabarátta að sumri og það hafi sína galla. Þjóðin hafi til að mynda takmarkaðan áhuga á pólitískri baráttu að sumarlagi. „Það má segja að hún vilji frið fyrir pólitíkinni að mestu leyti á sumrinu,“ segir Sigmundur Davíð. Hann bendir á að pólitísk umræða detti niður á sumrin. „Kannski er leikurinn til þess gerður. Allt mæli með því að færa kosningarnar yfir á vori, líkt og fjármálaráðherra orðaði það sjálfur skömmu eftir síðustu kosningar að mikilvægt væri að halda kosningar næst að vori. „En svo þegar þau eru komin í ráðherrastólana, þá er erfitt að sleppa þeim.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir kosningar að hausti breyta allri vinnu með fjárlög. Uppbyggingar sé þörf haustið 2021 eftir niðursveifluna sem fylgir kórónuveirunni. „En þingið mun þá taka við fjárlögum sem eru tilbúin fyrir kosningar án þess að hafa fengið að sjá innihaldið. Kannski er innihald þess allt annað en við vildum segja með atkvæðum okkar,“ segir Björn Leví. Spurður hvers vegna hann telji dagsetninguna 25. september hafa orðið fyrir valinu segir hann þetta síðustu mögulega dagsetninguna sem ríkisstjórn Katrínar gat sett fram og sloppið þar með við að sýna fjárlögin.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira